Perlur - 01.09.1931, Síða 11
PERLUR
127
★
gerlega ofaukið á þessari jörð. Dóttur hennar liði eins vel, ef ekki
betur, þó sín missti við, og vinirnir, þeir voru teljandi. Það yrði held-
ur ekki sérlega mikið um að vera, þegar hún færi. Dauðinn var þó
ekki hversdagslegur. f eðli sínu var hann hrífandi atburður, þar sem
hinn deyjandi var miðdepillinn og sópaði að sér allri athygli. Hennar
dauði yrði næsta sviplítill. Fátækleg og einmana legði hún upp í síð-
asta ferðalagið.
Frú Jörgensen þyngdi, þegar á daginn leið, og drung-
inn yfir höfðinu óx. Hún var að smádotta, en hrökk jafn-
harðan upp aftur og gat engrar værðar notið. Hugsunin um dauðann
lá alltaf öðru hvoru í hug hennar. í einu mókinu settist að henni
nýr kvíði. Hún hafði fundið votta fyrir honum einhvern tíma fyr
á æfinni, en hann hvarf þá undir eins aftur. Nú kom hann, sár og
stingandi. Þeir hlytu að vera öruggir og hamingjusamir, sem ættu
einhvern góðan vin hinumegin, sem beinlínis biði eftir þeim. Það væri
undur auðvelt fyrir þá að átta sig á hlutunum. En því var ekki þannig
farið með hana. Öðru nær. Hún þekkti ekki neinn, sem vildi eða
gæti beðið eftir henni þar, og hún sem var svo óframfærin og klaufa-
leg. Pabbi hennar dó, þegar hún var ung. Hún hefði gjarnan kosið
að vera með honum, en mamma hennar væri víst, þrátt fyrir ýmislegt,
búin að taka hann til sín, og með henni langaði hana hreint ekkert
að vera. Og maðurinn hennar, ekki var að sökum að spyrja með
hann. Allir voru uppteknir.
Frú Jörgensen reyndi að bylta sér til í rúminu. Svita sló út um
hana. Hún var brennandi heit og þur í kverkunum. Hún ætlaði að
biðja um að drekka, en gat þá ekki komið því fyrir sig, hvað það
var, sem hana vantaði, eða hvernig hún átti að biðja um það.
-----Hún var á gangi úti í undurfallegum trjágöngum. Prúð-
búið fólk streymdi þar fram og aftur, glatt og hiklaust. Ógn var káp-
an hennar orðin trosnuð og snjáð á börmunum. Það var reyndar
engin furða eftir ellefu ár. Aldrei hafði heldur hatturinn hennar verið
svona afleitur. Reyndar hafði hann alltaf verið of stór, síðan hún missti
hárið, en nú gleypti hann hana alveg. Verst var, að hún vissi ekkert,
hvert hún var að fara. Allt í einu heyrir hún rödd, sem hún kannast
vel við. Hún sér manninn sinn, hann Pétur, koma á móti sér. — En
hann er þá ekki einn. Há, fönguleg kona styðst við arm hans. Pétur
er í sínu bezta skapi, eins og hann hefði verið að kaupa góðan hest.
Þau tala mikið og hlæja. I þessu kemur Pétur auga á hana og kall-
ar: »Nei, þú ert þá komin, Stína*. Og hún finnur að fyrri konan lítur
á hana, en hún veit ekki, hvað felst í augnaráðinu, því hún vogar