Perlur - 01.09.1931, Síða 19

Perlur - 01.09.1931, Síða 19
PERLUR 135 ★ Eiðið og Heimaklettur. Ljósm. S. J. kringum Daltjörnina, sem er í miðjum dalnum, eru reist hundruð af tjöldum, — síðastliðið sumar 270, — þvi hver, sem vettlingi getur valdið, flytur sig inn í Dal á þjóðhátiðinni, til að njóta náttúrufegurðarinnar, iþróttanna og skemmtananna, sem þar eru um hönd hafðar. íþrótta- áhugi er hér mjög mikill, enda hafa Eyjarnar á að skipa sumum beztu íþróttamönnum landsins, eins og sýndi sig á íþróttamóti í. S. í., sem háð var í sambandi við þjóðhátíðina síðustu. Vestmannaeyingar eru mestu sjósóknarar landsins, og stunda sjó á versta tíma árs, fyrir opnu hafi. Að visu er lítið róið i svartasta skamm- deginu, en þegar eftir áramót byrjar vertíðin. Um aldaraðir hafa sótt hjngað vermenn úr fjarlægum héruðum, en einkum þó úr nærsveitun- um, úr Rangárvalla- og Skaftafellssýslum. Eyjarnar voru löngum mesta aflastöð landsins, enda nældi einokunin danska fyrst klóm sínum í þær og verzlunin hér var á fyrstu árum einokunarinnar metin jafnhátt til af- gjalds eins og á öllum öðrum höfnum landsins til samans. Með byrjun vélbátaútgerðarinnar eftir aldamótin síðustu jókst fisk- framleiðslan gífurlega, enda voru orðnir hér 74 vélbátar 1920, en flestir smáir. Síðan hefur þeim fjölgað, en smálestatalan vaxið þó miklu meira, þvi stórir og góðir bátar voru keyptir í stað gömlu smábátanna jafnóð- um og þeir gengu úr sér eða fórust. Árið 1929 var bátafjöldinn orðinn nær hundraði. Á ófriðarárunum og fram til 1920 var milljónagróða ausið hér upp úr sjónum, en lítið af því fé var lagt fyrir í kistuhandraðann. Þá var hér ný landnámsöld. Fjöldi manna flutti hingað á þeim árum og landnemarnir urðu að byggja sér skýli yfir höfuðið, þegar er þeir höfðu unnið sér eitthvað inn. Útvegsbændurnir urðu að byggja sér ný fiskhús í stað gömlu kofanna, þurkreiti undir aukna aflann, fullkomna báta í

x

Perlur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.