Perlur - 01.09.1931, Page 42

Perlur - 01.09.1931, Page 42
158 PERLUR ★ »Borgin þögla«. HIuii af sfórfenglegum stuðlabergsmyndum, sem ná yfir 5 km. svæði. gulgráar, naktar grjótdyngjur, blá fjarlæg fjöll, í stuttu máli: alla þá höf- uðliti landslaga, sem vér höfum vanizt allt vort líf, birtist oss skyndi- lega rautt landslag (vegna hins mikla járns i klettunum), heill sjónhring- ur af rauðum björgum! Þarna eru einnig snjóhvítar og gráar bergmynd- anir i lögum. Á dalbrúninni og hér og þar á meðal rauðra klettanna er grænn gróður, sem þéttist og verður meiri um sig' á botni dalsins, breið- ir sig lit um dalsmynnið í austri og þaðan yfir hið frjósama umhverfi, og' eykur þetta enn meir á litaskrúð þessa óvanalega landslags. En litaskrúðið er ekki hið undursamlegasta við þennan dal, ekki það, sem mest er um vert! Björgin þarna eru engir hversdagsklettar, ekki venjuleg björg. Þau eru sannkölluð byggingarlistaverk með afar- einkennilegri lögun, sem hvergi á sinn líka. Myndbreytingarnar eru ó- teljandi. Stuðlabjörgin eru í kynlegum, jafnvel afkáralegum þyrpingum, en mynda töfrandi fagra heildarsýn. Og landslagið skýrist og verður enn mikilfenglegra, er augað hefur fengið tima til að átta sig á því. Hinar ýmsu myndir stuðlabjarganna virðast þá hlutar úr samstæðri heild, og það, sem við fyrstu sýn virðist óskapnaður einn, ummyndast nú í töfra- heim, þar sem jafnvægi og samræmi ríkir! Á einum stað gnæfa hátignarlegir musteristurnar til heimins; á öðr- um stað er glæsilegt Vestu-hof með háreistum múrum, súlum og útflúr- uðum stöllum. Hérna eru fjórir þunglamalegir munkar, sveipaðir síð- um kuflum, myndir horfins tíma, sokknir niður í alvarlegar hugleiðing- ar. Þarna eru runnar og heilir skógar af steinstrýtum og broddsúlum,

x

Perlur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Perlur
https://timarit.is/publication/1437

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.