Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 3
-b!Yo Ólöf Ríkarðsdótdr form. ÖBÍ: SKIN OG SKÚRIR að er alkunna að örorkulífeyris- þegar standa á neðsta þrepi launa- stigans. Mánaðartekjurþeirra getanáð kr. 50 þúsundum ef viðkomandi uppfyllir þau skilyrði sem sett eru, nefnilega að hann sé blásnauður. Sú er líka reyndin um marga örorkulífeyrisþega. Þeir eiga ekkert til þess að byggja á hafi örorkan verið langvarandi og verða því að treysta á þessar tekjur. En þótt það sé lýðum Ijóst að enginn getur dregið fram lífið af 50 þúsund krónamánaðartekjum, þáeruþærsamt í sífelldri hættu. Skerðing þeirra er ein allra fyrsta leiðin, sem ráðamönnum þjóðarinnar kemur til hugar, þegar skera á niður ríkisútgjöld. Tökum sem dæmi húsaleigubæturnar. Margir örorkulífeyrisþegar hafa uppbót á lífeyri til greiðslu á húsaleigu og /eða lyfjum og þeim rétti fylgir niðurfelling á afnotagjaldi RUV. Nú eiga hinsvegar allir að sækja þessar bætur gegnum húsaleigubótakerfið þar sem því hefur verið komið á, og eins og nú standa sakir er engan veginn tryggt að lífeyrisþegar haldi rétti sínum. Þá er heimilisuppbótin heldur ekki látin í friði, því samkvæmt nýjustu reglum skerðist hún krónu fyrir krónu fái viðkomandi einhvern píring úr lífeyrissjóði. Þetta ákvæði gekk í gildi þann 1. mars s.k, en fram að þeim tíma voru þó rúmar átta þúsund krónur dregnar frá áður en skerðing hófst. Öryrkjabandalagið hefur að sjálfsögðu látið til sín heyra um þessi mál og mun fylgja því fast eftir að þarna fáist leiðrétting. s Aaðalfundi Öryrkjabandalagsins síðast liðið haust var tilvísanakerfinu eindregið mótmælt. Vegnaþessara mótmæla og margra annarra hefur heldur verið dregið úr áhrifum þess gagnvart öryrkjum, en hvað sem því líður kemur þetta til með að valda þeim auknum útgjöldum og fyrirhöfn. En við höfurn líka ástæðu til að gleðjast yfir ýmsu sem er beinn eða óbeinn árangur af starfi Öryrkjabandalagsins og aðildarfélaga þess. Fyrir tæpu ári, þann 15. mars var stofnað Félag daufblindra og var það mjög tímabært. I framhaldi af því var sótt um framlag á fjárlögum til þess að ráða daufblindraráðgjafa. Þessari beiðni var vel tekið og fékkst fjárveiting á yfirstandandi ári til þess að koma á fót vísi að slíkri þjónustu. Jafnframt verður veitt fé úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra til tölvukaupa sem nauðsynleg eru í þessu skyni. Sennilega er það svo að enginn einn hópur fatlaðra er jafn einangraður í samfélaginu sem daufblindir. Tilfinningin, er eina skilningarvitið, sem þeir geta, með snertingunni, notfært sér til þess að komast í samband við annað fólk. Það er mikilvægt og aðkallandi verkefni að rjúfa einangrun daufblindra eins og mögulegt er, með kynningu og þjálfun í samskiptum við þá. Önnur gleðititíðindi eru þau að félagsmálaráðuneytið hefur veitt myndarlegt framlag til túlkaþjónustu fyrir heymarlausa, Það er sjálfsagt ekki öllum ljóst að heymarlausir geta ekki, svo dæmi sé tekið, komist í samband við lækni án aðstoðar heyrandi manns sem skilur táknmál. Það er von okkar að ekki líði á löngu þar til túlkaþjónusta verður sjálfsagður réttur heymarlausra. s Imarsmánuði síðastliðnum skipaði menntamálaráðu- neytið starfshóp til þess að vinna að „tillögum til úrbóta á námsframboði til fatlaðra í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu“. í hópnum eru meðal annars fulltrúar samtaka fatlaðra. Starfshópurinn hefur nýlokið störfum og afhent skýrsluna menntamálaráðuneytinu. Skýrslunni fylgir einnig framkvæmda- og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Þarna er til dæmis að finna það nýmæli að við kennsluáfanga í íslensku táknmáli verði litið á táknmál sem fyrsta mál heymarlausra, þ.e. móðurmál þeirra og íslenska metin á sama hátt og fyrsta erlenda tungumálið hjá heyrandi. Viðvíkjandi nauðsynlegri þjónustu erlögð mikil áhersla á að „svo að hinn almenni framhaldsskóli geti sinnt fötluðum nemendum til jafns við ófatlaða og í samræmi við lög, verði að gjöra skólunum kleift að koma sér upp viðunandi aðstöðu hvað varðar húsnæði og búnað“. Því miður eigum við mjög langt í land með að fatlað fólk hafi sama rétt til náms og ófatlað, þótt slíkt sé fallega orðað í lögum. Þessi réttindi eru í mörgum tilvikum aðeins í orði en ekki á borði. Hvað varðar skólahúsnæði þá má telja á fingrum annarrar handar þá skóla sem eru aðgengilegir hreyfi- hömluðu fólki. Sama er að segja um búnað. Ef þessu vandaða og raunhæfa vinnuplaggi verður fylgt eftir í ráðuneytinu, þá er stigið stórt skief í átt til námsjafnréttis fyrir fatlaða. Fleiri ánægjulegar fréttir tengdar námi er hægt að tíunda. Stúdentaráð Háskóla íslands hefur samið drög að úrræðum fyrir blinda/sjónskerta nemendur með það í huga að vinna að úrbótum í málefnum fatlaðra stúdenta við Háskóla íslands. Þessi drög taka mið af blindum og Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.