Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 19
því ráðin. Áfram yrði það aðalmarkmiðið hjá SÍBS sem fjölmennustu sjúklingasamtaka landsins að styðja sjúka til sjálfsbjargar. Ávarp flutti svo Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra. Hann kvað seinni hluta þessarar aldar mesta umbreytingatímann í heilbrigðismálum okkar. Minnti á upphaf Reykjalundar - aðstöðu og aðbúnað þá og hvílík bylting hefði á öllu orðið frá þeim tíma. Endurhæfingarstarf á Islandi í raun hafizt á Reykjalundi. Hann sagði að for- dæmi stjórnar Reykjalundar sýndi hversu heilbrigðis- þjónustan ætti að laga sig að breyttum aðstæðum. Reykja- lundur væri virk stofnun og öflug og heilbrigðisstjórnin kynni verulega vel að meta starfið þar. Islenska þjóðin hefði í verki sýnt stuðning við SIBS og um leið Reykjalund. Hann flutti hlýjar heillaóskir ríkisstjórnarinnar og kvaðst vona að samstarf yrði áfram sem bezt og heilladrýgst. á voru hinar veglegustu veitingar fram reiddar og Reykjalundarkórinn söng listilega nokkur lögundir stjóm Lárusar Sveinssonar m.a. lagið Vor í Mosfellssveit sem Elsa Sigfúss hafði tileinkað Reykjalundi. Þá tók Rannveig Löve kennari og form. Reykjavíkurdeildar SÍBS til máls, en hún var á Reykjalundi meðal fyrstu vistmanna fyrir 50 árum. Hún vitnaði fyrst í hið kunna kvæði Gríms Thomsen: “Endurminningin merlar æ”. Hún leiddi fólk inn í aðra veröld - annað líf - lýsti veru sinni á Reykja- lundi í árdaga hans, harðri baráttu, en órofasamstöðu fólksins. Kom frá Vífilsstöðum ásamt fleirum - kvíða- blandin var gleðin á leiðinni til nýs lífs, litlu húsin hvítu tóku fagnandi á móti þeim, ótrúleg breyting þar sem hver hafði sitt herbergi. Þarna stund- aði fólk iðju og nám til undirbúnings út á almennan vinnumarkað, en það auðnaðist sumum aldrei. Minnti á hlutverk bragganna - fátæklegan ytri umbúnað - en innri gleði í hjarta og glögglega mátti finna að þjóðin stóð að baki. Afbenti svo fyrir hönd Reykjavíkurdeildar SIBS gjöf til bókasafnsins á Reykjalundi. Þá kynnti Helga Friðfinnsdóttir fram- kv.stj. Happdrættis SÍBS úrslit í rit- gerða- og teiknisamkeppni þar sem samtökin voru kynnt meðal æsku- fólks og samkeppnin kom svo í kjölfarið. 1. verðlaun í ritgerðarsam- keppni hlaut María Ágústsdóttir, Reykjavík og I. verðlaun í teikni- samkeppninni Heiðbjört Tíbrá Kjart- ansdóttir, Ólafsvfk. Mörg aukaverð- laun voru einnig. Helga flutti hvatn- ingu í lokin um leið og hún þakkaði öllum ágæta þátttöku. Björn Ástmundsson greindi frá mörgum góðum gjöfum til Reykjalundar. Fyrirtækið Árvík hafði gefið tölvu til iðjuþjálfunar. Jón bóndi á Reykjum og hans fólk gefið peningaupphæð, Haukur Níelsson bóndi gefiðlandsspildu við landamerki Reykjalundar og Helgafells, Pálína Magnúsdóttir sem er vistmaður á Reykjalundi bókagjöf og svo höfðu fjölmargar hlýjar kveðjur borist. Jóhann Sigurjónsson bæjarstjóri Mosfellsbæjar flutti árnaðaróskir, kvað Reykjalund einn þýðingarmesta hlekkinn í bæjarfélaginu, reksturinn þar til mikillar fyrirmyndar og sagði Reykjalund skipa stóran sess í hugum Mosfellinga. Færði fagurt málverk að gjöf frá bæjar- félaginu. Ólöf Ríkarðsdóttir flutti heillaóskir Öryrkjabandalags íslands og þakkir fyrir hið dýrmæta starf sem þarna hefði verið og væri innt af hendi. Framsýni hefði ráðið ferð í upphafi, framþróunin verið einkar gleðileg. Reykjalundur væri sannarlega í fararbroddi í endurhæfingu og heilsu- gæzlu. Afhenti frá bandalaginu peningagjöf til lista- verkakaupa. Fulltrúi Lionsklúbbs Mosfellsbæjar færði gjafabréf til kaupa á tæki sem mælir súrefnisupptöku í líkamanum. á talaði Haukur Þórðarson form. SÍBS og yfirlæknir á Reykja- lundi. Hann kvað söguna úa og grúa af tímamótum. Tímamótin krefðust uppgjörs: “ Það er svo bágt að standa í stað “. Hann minnti alveg sérstaklega á þá byltingu sem orðið hefði í endurhæfingu. Hann sagði SÍBS alltaf hafa stutt við alla nýsköpun á Reykja- lundi og ný verkefni þar. 1. feb. sl. samþykkti stjórn SÍBS að beita sér fyrir áframhaldandi vinnu að endurhæfingarmálum að Reykja- lundi og að ráðast í byggingafram- kvæmdirþær, sem þörf væri á. Endur- skoða þarf alla starfsemi í þágu endur- hæfingar. Færði starfsfólki einkar góð- ar þakkir fyrir trúmennsku sfna, seiglu og þátttöku í farsælli þróun. Hann þakkaði góðar gjafir og kveðjur f.h. SÍBS. Þá söng Reykjalundarkórinn nokk- ur Iög og í lokin var sunginn söngur SÍBS, lag Oddgeirs Kristjánssonarvið ljóð Árna úr Eyjum við undirleik skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. Var það fagur endir á ánægjulegri hátíð. Á eftir fóru flestir gestir að skoða sýninguna góðu. Ritstjóri sendir til Reykjalundar árnaðaróskir góðar yIjaðar kærri þökk fyrir mætar stundir þar efra. Þar er unnið af alúð og kærleik, elju og bjart- sýni, en bezt þykist ritstjóri orða þetta í litlu ljóði sem hann birtir hér með. Það er ljómi og reisn um Reykjalund. Helgi Seljan. Reykjalundur 50 ára Að veita æ því veika lið og víkja hvergi af leið. Var frumherjanna fremsta mið sem fræknir út í sólskinið, oss báru sigurseið. Með bjartsýni að vopni var til varnar snúizt greitt. Með frjóa sýn til framtíðar þar fremst var leið til sjálfshjálpar, og öllum vonin veitt. í hljóðri þökk skal hylla sveit og heiðra minning þá. Þau gáfu okkur griðareit þau gáfu djörfust fyrirheit. Þar verkin víst má sjá. Þið áfram hafið erjað þar og ávaxtað það pund. Á vegi sannrar samhjálpar er sótt og varizt alls staðar. Og reisn um Reykjalund. En margra þakkir eigið þið sem þarna áttu stund. Því ennþá er það æðsta mið að auka þrótt og veita lið. Og Ijómi um Reykjalund. Helgi Seljan. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.