Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 39
HLERAÐI HORNUM Tækniundrin teljast mörg og tæki þeirra líka. fjarskipti verði þeim aðgengileg miðað við þær aðstæður sem hún býr við hverju sinni. 5. Dagblöð og tímarit. Nokkur erlend tímarit hafa boðið sérstakar útgáfur á disklingum. slík útgáfa hefur verið nær óþekkt hér á landi. Nú bendir hins vegar flest til að augu tjölmiðlamanna séu að opnast fyrir möguleikum tölvufjarskipta. Morgun- blaðið er orðið nær aðgengilegt blindu og sjónskertu fólki og frá og með 1. febrúar 1995 geta menn gerst áskrif- endur að blaðinu á Intemet. Hið sama er að segja um DV, að í bígerð er að efni úr því dagblaði verði aðgengilegt með tölvufjarskiptum. Ekki er ólíklegt að tímarit telji þetta fýsilegri kost en að gera sérstakar útgáfur á diskling- um. Gera verður áskrifendum kleift að flytja eintak af viðkomandi tímariti annaðhvort að hluta til eða allt yfir á eigin tölvur. Ekki er líklegt að rnikill áhugi verði á að afrita slíkar texta- útgáfur og láta þær ganga á milli manna þar sem myndefni vantar og þær verða seint jafnaðlaðandi og prentaðar útgáfur. Niðurstaða: Tölvusamskipti blindra og sjón- skertra eru í frumbernsku hér á landi. Islendingar hafa nú tækifæri til þess að móta stefnu um slík samskipti þannig að þau verði aðgengileg sem flestum. Til þess að svo megi verða skal varpað fram þremur hugmynd- um: 1. Þess verði gætt að umhverfi samskiptanna verði þannig að það nýtist öllum. Huga ber að setningu sérstakrar löggjafar um tölvur og hugbúnað á vegum hins opinbera og notagildi í þágu allra. 2. Tryggja verður að tölvusam- skiptin verði á viðráðanlegu verði. Æskilegt væri að sérstakar símalínur væru ætlaðar til slíkra samskipta og að Póstur og sími veitti afslátt á afnotagjaldi eða felldi það niður vegna fatlaðra tölvunotenda. Rökin eru m. a. þau að tölvusamskipti fatl- aðra taka í flestum tilvikum lengri tíma en tölvusamskipti ófatlaðra. Tölvusamskipti geta jafnframt haft mikið hagræði í för með sér fyrir fatlaða einstaklinga og sparað þeim kostnað og óþægindi. Um leið breytast kröfur um þjónustu af hálfu þjóðfélagsins. Nauðsynlegt er að meta þennan þátt um leið og gengið er út frá að gæði þjónustu samfélagsins verði ekki rýrð. 3. Kannað verði með hverjum hætti fatlaðir tengist helst Internet. Hugsanlegt væri að setja upp einfald- aðan aðgang sem hentað gæti notend- um talgervils og blindraletursbúnaðar. Einnig mætti reyna að þróa hugbúnað (eins konar skjáhermi) sem gerði notendum áðurnefnds búnaðar kleift að ferðast um blaðsíður alheims- vefsins og nýta sér þær upplýsingar sem þar er að finna. Arnþór Helgason í ágætu blaði sem nemendur Starfs- þjálfunar fatlaðra gefa út og nefnist Fréttaþjálfinn rákumst við á þessar ágætu skrýtlur sem ráð er að fái frekari kynningu. Þær þrjár fara hér á eftir: Hjón, sem voru á göngu, sáu ungt par á bekk kyssast af ástríðu mikilli. “Af hverju gerir þú ekki svona?“, spurði eiginkonan. “Ég þekki ekki einu sinni konuna", svaraði eiginmaðurinn. * Froskar tveir ræddu saman. “Af hverju áttu ekki böm?”, spurði annar. “Ég vildi gjarnan eiga börn, en konan mín er svo hrædd við storkinn”. * Fyrirmaður einn kom út frá Hjarta- vernd og hampaði plaggi einu þar sem á var lýsing á heilsufari hans”. Hér stendur að ég sé eðlilegur”, sagði hann stundarhátt. Þá varð vini hans að orði: “la, ef þú ert eðlilegur, hvernig eru þá hinir”. * Kennari á Norðurlandi var afar við- utan oft á tíðum. Hann fór eitt sinn suður til að vera við jarðarför Hann- esar nokkurs, starfsbróður síns og vinar. Þegar hann kom norður aftur fór hann að segja konu sinni frá því hverja hann hefði hitt. Skyndilega gerir hann hlé á upptalningunni. Þegir um stund en segir svo: “En ég sá Hannes hvergi”. * Sami kennari varsettur skólastjóri við skóla nokkurn nyrðra, þegar skóla- stjórinn féll frá. Kennari þessi var afar kurteis og hafði þann sið áður að berja varlega að skrifstofudyrum skóla- stjóra, ef hann átti við hann erindi. Nú fór svo að hann sást oft standa úti fyrir dyrum eigin skrifstofu og berja kurt- eislega að dyrum, og heyrðist þá tauta: “Er hann virkilega ekki við”. * Og svo var það á árum áður að prófessorinn spurði læknanemann að því, að hverju læknirinn ætti að spyrja sjúklinginn allra fyrst. “Hvort hann eigi fyrir viðtalinu”, sagði lækna- neminn. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.