Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 40
Rauðir úlfar - Lúpus - hvað er það? Frá fundi Lúpus-hópsins. Greinarhöfundur lengst til vinstri í aftari röð. egar haft var samband við mig og ég beðin að segja frá nýstofn- uðum samtökum áhugafólks um rauða úlfa, datt mér í hug að best væri að byrja á því að útskýra hvað rauðir úlfar eru, því fæstir hafa hug- mynd um það og eitt af markmiðum þessa fyrmefnda hóps er einmitt að auka þekkingu á sjúkdómnum í sam- félaginu. Fyrir mig er þetta heiti ekk- ert nýtt, því ég ólst upp með þetta vandamál allt í kringum mig, móðir mín og systir voru með þennan sjúkdóm og margir aðrir, sem mér eru skyldir og tengdir. Mun ég nú í stuttu máli segja frá því helsta, sem ein- kennir þennan sjúkdóm, sem er flókinn og margvíslegur. Rauðir úlfar (latneska heitið er SYSTEMIC LUPUS ERYTHE- MATOSUS) er bandvefssjúkdómur sem stafar af því að ónæmiskerfi líkamans starfar ekki eðlilega, það ræðst gegn eigin frumum og í blóði finnast mótefni, sem beinast gegn eigin vef. Sjálfsmótefni þessi geta leitt til vandamála í sérhverju líffæri sjúkl- ingsins og er þessi sjúkdómur því oft nefndur “fjölkerfasjúkdómur”. Mót- efni geta sest í húð, loðað við æða- veggi eða tekið sér bólfestu í nýrum, heila, lungum eða svo til hvar sem er. Lúpus er latína og merkir úlfur. Vísar nafnið til örmyndunar eftir útbrot, sem ná yfir vanga og nef og voru talin lrkj- ast úlfsbiti. Konur em í miklum meiri- hluta þeirra, sem fá þennan sjúkdóm og flestar á bameignaaldri, en getur þó komið fram á öllum aldri. Umrædd systir mín lést aðeins ellefu ára en móðir mín er orðin 72ja ára og er við bærilega heilsu. Rauðir úlfar geta byrjað skyndilega með mjög alvarleg- um einkennum (svo sem bólgu í nýrum) en í öðrum tilvikum þróast sjúkdómurinn hægt, þannig að hann er ekki greindur árum saman. Ein- kennin eru sveiflukennd sjúkdóms- virkni, svo sem inflúensuleg einkenni með þreytu, höfuðverk, vöðva- og liðverkjum. Stundum fylgir hiti og oftast alveg ótrúlegt magnleysi, sem er varla hægt að lýsa fyrir þeim, sem ekki hafa reynt. Sjaldnast verða þó verulegar liðskemmdir en verkir í vöðvafestum og sinum geta verið mjög slæmir. s Iraun má segja að erfitt sé að útskýra eðli rauðra úlfaogerþað einkum vegna margþættrar og flók- innar brenglunar í ónæmiskerfinu. Að hluta til erfist tilhneigingin til að fá þennan sjúkdóm en að hluta liggur orsökin í umhverfinu, þótt ekki sé vitað með vissu hvað veldur því að sjúkdómurinn brýst út. Ekki hefur tekist að finna lækn- ingu á þessum sjúkdómi. Reynt er að halda sjúkdómnum niðri með lyfjum sem bæði em dýr og krefjast nákvæms eftirlits. Er þar einkum um að ræða ónæmisbælandi lyf og stera, sem hafa margvíslegar aukaverkanir. Flestar okkar í Kjarnanum lifa nokkuð eðli- legu lífi, stunda atvinnu og hugsa um sitt heimili, þótt stundum komi erfið tímabil. Síðastliðinn vetur hittust nokkrar konur, sem hafa þennan sjúkdóm til að kanna hvort grundvöllur væri fyrir stofnun áhugahóps innan Gigtarfélags Islands. Við höfðum aldrei fyrr haft tækifæri til að tala við hóp af fólki, sem hafði sömu reynslu og maður sjálfur og var það eftir- minnileg upplifun. Eg hélt svona hálft í hvoru að ég væri bara einhver sér- stakur aumingi, því ég þekkti engan sem var eins máttlaus og þróttlaus og ég var eftir hverja sýkingu, þótt ekki væri um annað en meinlaust kvef að ræða. Nú komst ég að raun um það að við vorum allar svona ! Við töluð- um og töluðum, um allt milli himins og jarðar, læknana, lyfin, orkuleysið, erfiðleikana við að stunda vinnu, kynlíf, reiðina og vonleysið, sem stundum grípur mann, skilningsleys- ið, örorkubæturnar, sem eru svo skammarlega lágar, hringlið í heil- brigðiskerfinu og allt annað. Við ákváðum að kalla þennan undirbún- ingshóp Kjarnann, því eitt af ein- kennum sjúkdómsins er myndun mótefnis sem ræðst á frumukjamann. Við sáum að það var sannarlega þörf fyrir svona félagsskap, því margir eru þarna úti í samfélaginu, sem aldrei hafa fengið þetta tækifæri til að tala um sameiginlega reynslu og finna raunverulegan skilning. Við höfum heyrt um svona félög erlendis og hrifist af þeim krafti og samhjálp, sem felst í svona starfi. 40

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.