Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Qupperneq 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Qupperneq 15
krabbamein á lífsleiðinni. Um helmingur greinist eftir 69 ára aldur. Hjá körlum eru tíðust krabbamein í blöðruhálskirtli, lungum og rnaga en hjá konum í brjóstum, lungum og eggjakerfi. Hún vék að tóbakinu sem er áhrifa- mestur orsakavalda krabbameina. Lífshorfur hafa verulega batnað og má rekja þær til framfara í meðferð, til krabbameinsleitar, mein greinast fyrr og fólk hefur betra lífsviðurværi. á var Nikulás Sigfússon yfir- læknir næstur og flutti okkur upplýsingar um hjartasjúkdóma. Hann kvað heimildir um hjartasjúk- dóma og tíðni þeirra einkum tvenns konar: upplýsingar úr heilbrigðis- skýrslum og fengnar með faralds- fræðilegum rannsóknum. Hann minnti á tvær slíkar : Hóprannsóknir Hjartaverndar á höfuðborgarsvæðinu og MONICA-rannsókn Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar. Hvað hafa skýrslur og rannsóknir sýnt helzt: Tíðni dauðsfalla vegna kransæðastíflu lítil í byrjun aldar - vex upp úr 1930 og aukning er fram til 1970 - óbreytt á næsta áratug en lækkar svo 1981 - 1992. Á þeim tíma lækkar nýgengi mjög og heildartíðni lækkar um 39% meðal karla og 35% meðal kvenna. Breytingar áhættuþátta (reykinga, blóðfitu og blóðþrýstings) leitt til minnkandi tíðni og bætt meðferð lækkað dánartíðni. Hrafn Tulinius prófessor ræddi almennt um sjúkdómaspár. Hann rakti hinar ýmsu tegundir spádóma einkum þá spádóma er á þekkingu byggðust. Því betri upplýsingar um eðli og urnfang sjúkdóma og afleiðingar þeirra, því réttari verða spár. Rannsóknir á orsökum sjúkdóma sem allra beztar hjálpa til við að átta sig á beztu fyrir- byggjandi aðgerðum sem og því hversu meðhöndla skal. Sem víðtæk- ust þekking byggð á traustri undir- stöðu orsaka og afleiðinga mun ótvírætt gera allar spár gagnlegri. Síðasta erindið fyrri daginn flutti Helgi Sigvaldason verkfræðingur um krabbameins- og hjartasjúk- dómaspár. Á Islandi býr ung þjóð miðað við aðrar vestrænarþjóðir, þ.e. ungt fólk er fjölmennt í hlutfalli við eldra fólk. Þjóðin eldist ört. Þörf fyrir heilbrigðisþjónustu mun því aukast. Hann kvað allar marktækar tölur nýttar til að gera spár sem öruggastar. Miðað við að kransæðastíflutilfellum hefur fækkað um 20% 1981 - 1992 (undir 75 ára) þá er spáð áfram- haldandi lækkun um 40% frá 1992 - 2010. Ekki er spáð frekari lækkun dánartíðni þ.e. fólksfjölgun og aldurshækkun muni vega jafnþungt og lækkun áhættu. Fjöldi krabba- meinstilfellahefuraukizt 1981 - 1992 um 22% og spáð er aukinni fjölgun, mest vegna fólkstjölgunar og aldurs- hækkunar. Svipað gildir um dánar- tíðni í spám. Að loknum þessum erindum voru almennar fyrirspurnir leyfðar og kom þar margt fróðlegt fram, þó ekki verði tíundað frekar hér, enda um margt ólíkt spurt og svör misjafnlega fræðileg og auðskilin. Síðari dagurinn hófst á erindi Rúnars Vilhjálmssonar félags- fræðings urn íslenzkt þjóðfélag og heilsufar. Hann sagði yfir allan efa hafið að samfélagið hefði áhrif á hamingju og velferð fólks. Fólk með vinnu almennt við betri heilsu. Atvinnuleysi hefði ótal alvarlega fylgifiska. Rakti erfiðleika - mest félagslegs eðlis - bæði í fjölskyldu semútávið. Ymsir annmarkar fylgt aukinni atvinnu- þátttöku kvenna, enda ekki brugðizt við sem skyldi af samfélaginu. Því betra samband sem væri milli foreldra og barna, því betri hegðan barna og heilbrigðari lífsstíll þeirra. Hann fór svo ítarlega yfir könn- un varðandi álag á fólk sem aðallega stafaði annars vegar af áföllum, hins vegar af viðvarandi erfiðleikum. Niðurstaðan ótvírætt sú að félagsleg vandamál hefðu mikil áhrif á heilsuna. Heilsugæzlan yrði því að efla persónulega og félagslega aðstoð enn meira, því varðandi erfiðleika ýmiss konar væri samhjálpin grundarvallar- atriði. Pétur Pétursson heilsugæzlulækn- ir á Akureyri var næstur og ræddi ný heilbrigðisvandamál . Vandamál vegna breyttra lífshátta og þjóð- félagsgerðar: alnæmi, þrákvef, vefja- gigt, síþreyta, hálshnykkur, bein- þynning, ofnæmi, sjónvarpsgigt og ófrjósemi karla. Vandamál vegna breytts verðmætamats umbúðaþjóð- félagsins: lyfjamisnotkun í íþróttum, ofstækisþjálfun, megrunarþráhyggja og þunglyndi yngra fólks og barna. Úrkynjunarvandamál : barna- drykkjuskapur, margvíslegt otbeldi og vandamál tengd hnignun mennta- kerfis og sundurgliðnun heimilis. Vandamál sköpuð af heilbrigðis- þjónustunni: sýklalyfjaónæmi, lækningaslys, vaxandi fjöldi öryrkja, aukin kvillahyggja, læknisfræðileg súrsun þjóðfélagsins , kukl og hjá- lækningar. Hann varpaði fram þeirri spurn, hvort umfang heilbrigðisþjón- ustunnar væri í einhverju samræmi við þýðingu hennar fyrir þjóðar- heilsuna og svaraði því með miklum efasemdum á sinn skemmtilega og ögrandi hátt. á var komið að Sigrúnu Gunn- arsdóttur verkefnastjóra sem Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.