Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Side 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Side 9
Eiga sveitarfélög að yfirtaka málefni fatlaðra? Ráðherra félagsmála hlýðir á norræna samkórinn. Frá afhendingu skilmæia. (Sjá bls. 4). Hinn 20.janúar s.l. var haldið fjölmennt málþing í Borgartúni 6, Reykjavík sem bar yfirskriftina: Eiga sveitarfélög að taka við mál- efnum fatlaðra? Að málþinginu stóðu: Starfsmannafélag ríkisstofn- ana, Félag þroskaþjálfa og Deild meðferðar- og uppeldisfulltrúa innan S.F.R. Hér á eftir fer stutt frásögn af málþingi þessu sem ritstjóri tók saman ásamt Kristínu Jónsdóttur þroska- þjálfa og starfsmanni hér á bæ, en hún sá um síðari hluta málþingsins, svo það efni mætti til skila komast. Málþinginu stjórnaði Sveinn Allan Morthens framkv.stjóri. Hann flutti nokkur inngangsorð og sagði að reynt yrði að reifa sem flest sjónarmið í þessum málum. Félagsmálaráðherra Rannveig Guðmundsdóttir flutti ávarp í upphafi málþings. Hún kvað almenna stefnu þá að flytja verkefni í auknum mæli til sveitarfélaga. Því fylgdi skilvirkni, hagkvæmni, betri meðferð fjármuna og hagnýting fleiri krafta, auk þess sem nálægðin væri dýrmæt mjög. Auka þyrfti völd og áhrif sveitarfélaga í stjómsýslu sem tryggði frekari valddreifingu. Minnti á reynslusveitarfélögin 12 sem ættu að geta vísað veginn. Hún minnti og á lögin um málefni fatlaðra, þar sem áherzlan væri á til- færslu síðar til sveitarfélaga. Sveitar- félögin í dag sinntu mörgum þáttum þessara laga s.s. leikskólaþættinuin, liðveizlu, ferðaþjónustu, atvinnuleit og félagslegum íbúðum. Benti á að mikilvægt væri, að þjónustan væri sem mest á einni hendi og ætti í raun að aðlagast þeirri félagslegu þjónustu sem rekin er af sveitarfélögum í dag. Tilflutningurinn væri vandasamt og viðkvæmt verkefni sem vanda yrði vel og ekki yrði að neinu flanað. En svar ráðherrans við spurningu málþings- ins: ótvírætt já. Eggert Jóhannesson framkv.stj. ræddi því næst um þjónustu við fatlaða í nútíð og framtíð. Hann kvað félagslega þjónustu vera mælikvarða á siðferðisþroska og mannlega reisn. Allt á að byggjast á sama rétti fatlaðra og annarra í nútímaþjóðfélagi. Hins vegar væri margt öfugsnúið í þessum efnum m.a. væri umsýsla fjármuna hærra metin en mannleg þjónusta. Velti upp spurningunni: Eiga afköst að ráða afrakstri eða eiga önnur jafngild sjónarmið að komast að? Fatlaðir löngum áður flokkaðir sem vandamál í stað þess að litið væri á þá sem hluta þjóðarheildar. A áttunda áratug aldarinnar ruddi sú hugmyndafræði sér braut sem við jafnrétti er kennd - og í kjölfarið varð stórstíg þróun í framfaraátt. Hann ræddi svo um hugmynda- fræði og beitingu hennar sem vissulega væri vandasöm jafnvægis- list. Varast bæri innfluttar áróðurs- kenningar, sem ekki væru aðlagaðar íslenzkum aðstæðum. Eggert taldi að áköfustu talsmenn þess að alls- herjarlausn fælist í flutningi yfir til sveitarfélaganna væru í raun að lýsa vantrausti á svæðisskrifstofumar og störfin þar. Benti á að starfsmanna- hald væri meginliður í málaflokknum og spurði hvar sparast ætti. Hann minnti á sláandi dæmi þar sem menn hefðu á ráðstefnu rætt fjálglega um tómstundir fatlaðra og nauðsynlega blöndun þar þangað til upp hefði staðið fötluð stúlka og beðið umfram allt um félagsmiðstöð þar sem “við getum verið við sjálf út af fyrir okkur”. Þetta mætti aldrei gleymast. Hann sagði svarið við spurningu málþingsins ekki geta algilt verið. Smærri sveitarfélög hefðu enga burði til þessa. Nógu öflugar einingar þyrftu til að koma, svo taka mætti við svo viðamiklu verkefni. Varaði við því að reynslu sem byggð hefði verið upp væri dreift um víðan völl. ítrekaði nauðsyn þess að hafa mið- stöðvar á svæðunum. Margrét Margeirsdóttir deild- arstjóri fór í stórum dráttum yfir stefnu félagsmálaráðuneytis, sem væri eindregin sú að færa verkefni til sveitarfélaga í auknum mæli. Hún minnti á ákveðna gerjun sem fram færi í málaflokknum sem fælist sér í lagi í þróun til meiri stoðþjónustu, enda hefðu hin nýju lög um málefni fatlaðra tekið mið af því. Margrét minnti á hina öru þróun og uppbygg- ingu á liðnum áratugum einkum eftir lagasetningu frá 1979. Stefnan ætíð verið sú að færa þjónustu í heima- byggð s.s. kostur væri. Minnti á lagasetninguna um félagslega þjónustu sveitarfélaga og um málefni FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDAFAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.