Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 35
Lionshreyfingin
og “Rauða fjöðrin”
Lionshreyfingin hefur staðið fyrir
landsöfnunum með sölu “Rauðu
fjaðrarinnar” allt frá árinu 1972. Með
góðri aðstoð landsmanna hefur
hreyfingin lagt verðugum verkefnum
lið og margur hugsar með hlýhug til
framtaksins. Hér verður rakin stutt
saga fjaðrarinnar.
1972 - Rauða fjöðrin seld í fyrsta
skipti. Fénu var varið til kaupa á
tækjum í augndeild Landakotsspítala
og tækjum til glákulækninga.
1976 - Önnur landssöfnunin. Söfn-
unin var helguð þroskaheftum og
keypt voru tannlækningatæki á fjórar
tannlæknastofur þar sem þroska-
heftum er veitt læknisþjónusta.
Styrktarfélagi vangefinna á Vest-
fjörðum var afhent það fé sem safn-
aðist í heimabyggð og í Reykjavík var
hluta af söfnunarfénu varið til að
koma á fót vernduðum vinnustað fyrir
þroskahefta.
1980 - Þriðja landssöfnunin. Safnað
var fyrir lækningatækjum á háls-,nef-
og eyrnadeild Borgarspítalans.
1985 - Fjórða landssöfnunin. Söfn-
unarfénu var varið til kaupa á línu-
hraðli í K -byggingu Landspítalans,
tæki sem markaði þáttaskil í sögu
krabbameinslækninga á íslandi.
1989 - Fimmta landssöfnunin.
Söfnunarféð rann til húsbyggingar
fyrir sjö gjörfatlaða einstaklinga.
Húsinu var valinn staður á Reykja-
lundi og hlaut nafnið Hlein.
1995 - Málefnið verður “Rann-
sóknarstofnun Islands í gigtar-
sjúkdómum ”
HLERAÐí
HORNUM
Líkkistusmiður í Reykjavík var eitt
sinn spurður að því, hvort hann hefði
nóg að gera. Hann svaraði: - Núna yfir
hásumarið er það lítið, en þetta lagast
þegar kólnar í veðri.
*
Sýslumaður einn á Suðurlandi hélt
ráðskonu, er Jensína hét. Eitt sinn,
þegar sýslumaðurinn var að heiman,
kom gift kona til Jensínu og svaf í
rúmi hennar um nóttina, án þess að
sýslumaður vissi af því. En þegar liðið
Fréttir frá MND
félaginu!
Nú hefur stór draumur rætst í
sögu MND félagsins, við
höfum opnað skrifstofu að
Höfðatúni 12 b. Það má segja að
starfsemi félagsins hafi aukist til
svo mikilla muna að skrifstofan og
aðsetur félagsins má ekki minni
vera. MND félagið er farið að
halda fundi með stuðningshópum
og sjúklingum sem er mjög góð
reynsla af og vonumst við til þess
að þetta muni auka starfsemi og
virkni félagsins. A þessa fundi er
fengið fagfólk, læknar, hjúkrun-
arfólk eða aðrir þeir sem koma
nálægt og - eða vinna með MND
sjúklinga. Þessir fundir eru mjög
mikilvægir fyrir okkur til þess að
styrkja fólk í átökunum við illvígan
sjúkdóm og það sem framundan er
í baráttunni. Félagið hefur sent
fulltrúa á þing alþjóðasamtaka
MND félaga síðastliðin tvö ár, nú
síðast til Noordviig í Hollandi. Á
þessu þingi var mikið rætt um ný
lyf sem eru að koma á markað á
þessu ári og áhrif þeirra og auka-
verkanir.
Um er að ræða þrjú lyf sem
komatilmeðað virka á sitt
hvorn þáttinn og vinna þannig
sameiginlega að því að hægja á
sjúkdómnum. Hér er ekki um nein
töfralyf að ræða heldur eru þetta
fyrstu lyfin sem koma á markaðinn
og bara byrjunin á löngum ferli
sem er rétt hafinn og á vonandi eftir
Rafn Jónsson
að þróast hratt. Einnig fór Hall-
gerður Bjarnhéðinsdóttir hjúkrun-
arfræðingur á okkar vegum á
ráðstefnu sem læknar og annað
hjúkrunarfólk hélt á sama tíma, þar
sem fjallað var um það nýjasta í
meðhöndlun MND sjúklinga.
Tekist hefur gott samband við
starfsfólk á taugalækningadeild
Landsspítalans og væntum við
góðs af því samstarfi í framtíðinni.
Þetta ár verður mikilvægt í starf-
semi okkar og er þegar hafinn
undirbúningur að því að fá
alþjóðaráðstefnu MND félaga
hingað árið 1996, en næsta ráð-
stefna verður haldin í Chicago í
nóvember n.k.
Þau eru mörg málin sem þarf
að berjast fyrir í þágu fatlaðra á
þessu ári til að fá okkur viður-
kennda sem fullgilda þjóðfélags-
þegna. Megi þetta verða gott ár.
Rafn Jónsson form.
er á nótt, vaknar gesturinn við það að
sýslumaðurinn er kominn í rúmið til
hennar og farinn að láta vel að henni.
Kunni hún því illa og snéri þegar í
hann baki og hrinti honum fram á gólf.
Þá lést yfirvaldið vakna og sagði: -
Guð hjálpi mér, er ég þá ekki farinn
að ganga í svefni.
*
Jónas bóndi kom eitt sinn heim mjög
óhreinn úr slátrun, og þvoði sér þá um
andlit og hendur upp úr vatni því sem
var á hverfiskassanum. Kona hans
vítti hann fyrir að þvo sér upp úr
slíkum óþverra, en hann svaraði: -
Vertu ekki að þessu kona, ég ætla að
fara að hátta.
*
Séra Bjólfur átti jarpa hryssu, sem
hann hafði miklar mætur á. Eitt sinn
var hann á ferð með manni, er einnig
reið jörpum hesti. Þegar þeir áðu,
skipti samferðamaður prests um
reiðver á hestunum, án þess að prestur
tæki eftir því. Þegar hesturinn svo
kastaði af sér vatni, hugði prestur það
vera Jörp sína og sagði: - Guð komi
til, er rifinn kviðurinn á skepnunni.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
35