Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 44
Ogri: Sambýlisþankar að er risinn bjartur dagur og erill bæjarlífsins er að færast yfir borgina. Eg fæ mér te til að slá á þá hálsbólgu sem ég sit heima með. Leiðbeinandanum lá svo mikið við að koma mér til vinnu í vikunni sem leið; kannaðist nú ekki við það að menn sætu heima með þann vírus sem væri að ganga og ég þorði ekki annað en að sjá sóma minn í að mæta daginn eftir. En hálsbólgan hvarf ekki hvað sem því leið og hefur nú tekið sig upp aftur svo nú er bara að ná þessum fjanda úr sér hvað sem tautar og raular. Það hvarflar stundum að mér, gömlum kommúnista, að leiðbein- andinn sé borgaragedda sem hafi það eitt hlutverk að koma okkur öreig- unum til vinnu til að þau sem að súp- unni sitja fái svo notið arðsins. En kommúnistunum í Ráðstjórnarríkj- unum tókst að gera hugsjónina að einræðisvaldi svo kenningar Marx eiga ekki upp á pallborðið lengur. Og þessar hugsanir mínar minna greini- lega mest á trega þankaganga nátt- trölls. s Egereinnástjái. Einn okkar nýt- ur launaðs liðsinnis við að vakna á morgnana, slík eru and- þyngslin, en stærir sig löngum af því við aðra sér miður máttugri hvað hann sé morgunhress. Undir niðri býr þó hræðsla við, að njóti hann ekki lið- veislu þessarar snúi hann sólar- hringnum algerlega við og hafi sig ekki einu sinni upp af sjálfsdáðum um hádegið, (það tekur því að vera að hafa hátt) - sem og reynist sumum erfitt. Þegar líður fram yfir hádegið bærist hvergi sá sem ætlað er að mæta í vinnu upp úr hádeginu. Hann hefur líklega eina ferðina enn setið uppi þá nóttina, reykt tíðum og drukkið drjúgt kaffi um leið og hann með andakt teygar í sig arfleifð engilsaxneskrar tónlistarhefðar. Og þarf varla að kvarta yfir því að sitja einn síns liðs því á næturnar njóta menn félags- skapar þess þriðja sem er einmitt á stjái á næturnar en sefur að degi til. Sígarettan er haldreipi og kaffið hefur fram til þessa ekki þótt færa mann- inum værastan blundinn. Kyrrðin sem nú ríkir innan veggja heimilisins er því ekki öll þar sem hún er séð, ef grannt er hlustað má heyra þungan andardrátt þeirra sem liggja fyrir fram eftir degi, en ekki mitt að amast yfir þeim svo ég læt mér þetta vel lynda og nýt þess hversu þó rrkir mikil ró. Um miðjan daginn er róin rofin. Inn geysist morgunhaninn gust- mikill og býður góðan daginn. Beiskan sígarettureykinn leggur brátt fyrir vit mín þar sem ég sit í stofunni. En félagsskaparins nýtur ekki lengi við, sígarettan er aðeins reykt til hálfs og hann er horfinn sem hvirfill með bægslagangi upp á efri hæðina þaðan sem fljótlega seiða hinir ljúfustu gítarhljómar. Nú.þaðáekkiaðraska ró manns hugsa ég, en varla hefur hugsun sú seitlað gegnum hugann er tónaflóðið tekur skyndilegan enda og viðkomandi bægslast niður tröppurn- ar og kveikir sér í annarri sígarettu. Hvaða ósköp staldrar hann stutt við á hverjum stað, ég næ varla að snúa mér við þegar ég heyri að hann er kominn í símann: Mamma - já mikið er nú alltafgottaðgetahóaðímömmu. En hvað, mamma virðist bara ekki eins hrifin og hann snýr sneyptur frá símanum. Já, það má þá alltaf líta aðeins í bók - nú svona að minnsta kosti, rétt áður en maður tekur næstu syrpu. Hinn lúni vinnukraftur er farinn að rumska, upphafinn eftir andakt nætur- innar, en skyldi takast að vekja þann þriðja í kvöldmat? Líklega fúlsar hann við matnum nú sem endranær. “Hefur ekki lyst svona nývaknaður”, enda lítur hann ekki við þessu grænmetisfóðri mínu, meira fyrir pizzur, hamborgara, kjúkl- ingabita, kók, kókópuffs og ís. Er eitthvað ekki lengur fyllilega sáttur við, hvaða mynd vaxtarlagið er að taka á sig. Ögri Meinleg brot úr minningargreinum “Það er löngu vitað að beztu og skemmtilegustu vinina eignast maður í lúðrasveitum”. * “Enda þótt María væri hálf slæm í fæti lék hún við hvem sinn fingur”. * “Hún bjó manni sínum gott heimili og ól honum 9 hraust börn, þar af tvö á sjómannadaginn”. * “Hún hafði það sterka skapgerð að smávegis rigningarsuddi setti hana ekki úr jafnvægi”. * “Drottinn minn gefðu dánum ró en hinum líkin sem lifa”. * “Þín verður saknað við jólaborðið núna. Þú varst þar jafnsjálfsagður hlutur og hangikjötið”. * “Bjössi var matmaður og þess vegna þótti honum sláturtíðin skemmtilegust allra árstíða”. 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.