Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 47
Eldhúsverkin í algleymingi í iðjuþjálfun á Reykjalundi. marka sameigin- lega stefnu til frambúðar. Ekki sízt mun þessa þörf, ef flytja á verkefni mála- flokksins til sveit- arfélaga, að hér séu sem hreinastar línur. Öryrkjabanda- lagið mun leita allra leiða til þess að hér verði varan- lega frá málum gengið til heilla fyrir fatlaða. *** Geta skal þess sem gert er - þetta hefur verið boðorð okkar hér á bæ - jafnhliða því að halda uppi hiklausri gagnrýni á það sem miður hefur farið. Þegar fjárlög ársins 1995 eru skoðuð og litið er til málaflokksins: Málefni fatlaðra í félagsmálaráðu- neyti og borið saman við fjárlög síðasta árs, kemur í ljós að framlög hafa hækkað um 40 milljónir kr. sam- tals og það ber að meta á niðurskurð- artímum. Það sem mestu máli skiptir í þessu efni er sú staðreynd að þar er gert ráð fyrir með fjárveitingum - að vísu aðeins síðustu mánuði ársins - nýjum rekstrarverkefnum í Reykjavík og á Reykjanesi, þar sem þörfin er sannanlega brýnust. Þetta þýðir í reynd það að rekstur er heimilaður til tveggja nýrra sam- býla í Reykjavík og til nýrrar skamm- tímavistunar á Reykjanesi og um leið hvílir sú skylda á Framkvæmdasjóði fatlaðra að veita fé til þessara þriggja verkefna á þessu ári þ.e. við útdeilingu sjóðsins sem nú stendur yfir og verður trúlega lokið þegar þessar línur koma lesendum fyrir sjónir. Megináherzla hefur verið á það lögð á liðnum árum að fá fjárveitingar til nýs rekstrar, þar sem þörfin kallar svo víða að og full ástæða til að fagna þessu. Hins vegar leiðir þetta til þess að staða Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra verði skoðuð nú í ljósi þessara tíðinda. Sannleikurinn er sá að skuldbind- ingar sjóðsins eru ærnar orðnar eins og greint var frá hér að framan, 40% hans fara í ýmis rekstrarverkefni og þó þar innifalin stofnframlög vegna útskrifta af Kópavogshæli, viðhalds- verkefni fjárfrek og knýjandi, aðgeng- isverkefni brýn til úrbóta og skuld- bindingar þar á ofan vegna framlaga liðins árs, allt kallar þetta á ákveðna skoðun varðandi forgangsverkefni sjóðsins. I huga ritstjóra er enginn vafi á því, að þar eiga stofnframkvæmdir æðstan sess, nú eins og þegar sjóð- urinn kom upphaflega til og það hljóta áfram að vera meginmál sjóðsins til úrlausnar. Sem dæmi um bein rekstr- arverkefni skal aðeins minnzt á umsóknir nú um frekari liðveizlu, en þær nema að fjárhæð nálægt þriðjungi alls sjóðsins s.s. hann er á fjárlögum nú. Þeim sem útdeila eiga fé til svo margra misleitra verkefna er því vissulega vandi á höndum, en vonandi að vel takist til. Nú þegar sagt er að allt sé til batnaðar að breytast í þjóðlífinu ætti einmitt að vera til þess tækifæri að létta af Framkvæmdasjóði fatlaðra viðbótarálögum og gera hann á ný virkan í nýjum krefjandi stofnfram- kvæmdum sem leyst geta vanda þeirra mörgu fötluðu sem nú búa við hinar verstu aðstæður. Við bíðum og sjáum hvað setur. Lengi hefur Öryrkjabandalag íslands barizt fyrir því að trygg- ingabætur - laun öryrkjanna - væru greidd fyrirfram í byrjun hvers mánaðar. Ekki alls fyrir löngu náðist sá áfangi að greiðsludagur bóta var færður fram um viku - frá því að vera 10. hvers mánaðar í að vera 3. hvers mánaðar. Og nú um áramótin tóku gildi lög sem færðu rétt lífeyris- þega til fulls sam- ræmis við aðra launþega hjá því opinbera, þannig að nú eru bætur greiddar út 1. hvers mánaðar. Þessu ber sannarlega að fagna, því fáir þola ver að þurfa að bíða sinna launa en einmitt þeir sem hvað minnst bera út býtum í samfélaginu. Ráðherra og löggjafi eiga hér þakkir skildar. *** Um áramótin 1993-94 gengu í gildi ný lög um öryrkjavinnu og í framhaldinu var farið í vinnu að sem vandaðastri reglugerð þar sem Amþór Helgason og undirritaður komu að verki frá Öryrkjabandalagi Islands. Lögin voru góð framför frá eldri lögum þar sem þröng ákvæði gildis- tíma og greiðsluhlutfalls voru vel rýmkuð og það sem mestu skiptir að bætur féllu ekki niður á samn- ingstíma heldur taka skerðingu á sama veg og af öðrum launatekjum. Reglugerðarvinna dróst á langinn af ýmsurn ástæðum, en var lokið í desember s.l. og þá fljótlega send ráðuneyti tryggingamála til staðfest- ingar. Vonandi verður búið að stað- festa reglugerðina þegar þessar línur koma fyrir lesenda sjónir, því margir bíða þess nú þegar að nýta sér þennan kost, sem nú er næsta fýsilegur fyrir öryrkja jafnt sem atvinnurekendur. Góðir hlutir gerast hægt segir einhvers staðar. Megi það gilda um árangur þessarar vinnu. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS 47

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.