Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 41
SAMHUGUR Blátt land - blátt haf björt framtíð sem gaf okkur sagnir, sögur, Ijóð, eitt land - ein þjóð. Blá fjöll - björt nótt blikar haf sem gaf okkur allt í sarp og sjóð eitt land - ein þjóð. Hvít fjöll - hvít mjöll fellur þung - færir burt fólk sem sefur, grið ei gefur grimmt land - gott fólk. Allt er hljótt - er eilíf nótt? Gefðu þeim guð þinn frið. Þöglar bænir safnast í sjóð eitt land - ein þjóð. Kemur vor - eykur þor grimms vetrar gengin spor. Lífsins vonir safnast í sjóð mitt land - mín þjóð. Ásgerður Ingimarsdóttir. • • / Stjórn Oryrkjabandalags Islands Fámennið á auðvitað eftir að há okkur eitthvað í þessu sem öðru, en hér á íslandi eru um 130 manns með afdráttarlausan úrskurð og annar eins hópur með óljósari greiningu. Nú þegar höfum við haldið tvo fundi. Stofnfundurinn var haldinn í maí og var mjög vel sóttur. Þar gerðust um 65 manns félagar og við vorum mjög ánægðar með undirtektir. Helgi Jónsson, gigtarsérfræðingur talaði um rauða úlfa og síðan voru fjörugar umræður og veitingar veittar. Annan fund héldum við í nóvem- ber og þar talaði Kristján Steins- son gigtarsérfræðingur um nýjustu rannsóknir á rauðum úlfum og erfð- um. Það var líka mjög fróðlegt og mikið spurt og spjallað. Þar kom fram að á íslandi eru tvær ættir, sem hafa óeðlilega tíðni af rauðum úlfum og öðrum alvarlegum bandvefssjúkdóm- um og fara nú fram miklar rannsóknir á þessu fólki í samvinnu við erlenda háskóla og verður spennandi að sjá niðurstöður . Við í Kjarnanum erum með ýmis- legt á prjónunum, því ekki á þetta aðeins að vera félagsskapur sem held- ur fræðsluerindi, þótt þau séu sann- arlega mikilvæg. Okkur langar til að fá fólkið í félaginu til að taka þátt í starfinu, því margt þarf að gera, útvega fræðsluefni, stofna stuðnings- hópa og ótalmargt annað. Allir sem hafa áhuga á þessu málefni eru vel- komnir í félagið og er ekkert skilyrði að hafa þennan sjúkdóm, en félagar verða um leið meðlimir í Gigtarfélagi Islands. Við þurfum að kynnast og finna samkennd, því reynslan erlendis hefur sýnt að það er mikilvægasti þáttur svona félaga og getur gert okkur auðveldara að gera það sem allir króniskir sjúklingar verða að gera - að lifa með sjúkdómi sínum á sem bærilegastan hátt. Sigríður Gunnarsdóttir, talsímavörður. HLERAÐ í HORNUM Kona hældi sér af því að hafa misst 90 kíló á einu bretti. „Og hvemig þá?“ var spurt. „Jú ég skildi við karlinn og 90 kíló af skvapi um leið“. Anna Jóna Lárusdóttir: Félag heyrnarlausra. Dagfríður Halldórsdóttir: Félag nýrnasjúkra. Eggert Sigurðsson : Alnæmissamtökin á Islandi. Elísabet Á. Möller: Geðvemdarfélag íslands. Emil Thóroddsen : Gigtarfélag íslands. Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir: Blindravinafélag Islands. Guðjón Ingvi Stefánsson : Heymarhjálp. Hafdís Hannesdóttir: MS félag íslands. Hafliði Hjartarson : Styrktarfélag vangefinna. Halldór S. Rafnar: Blindrafélagið. Haukur Þórðarson : S.Í.B.S. Hugrún Þórðardóttir: F.A.A.S. Jóna Sveinsdóttir: Foreldra - og styrktarfélag heymardaufra. Kristjana M. Thorsteinsson : Parkinson - samtökin. Olafur H. Sigurjónsson : Umsjónarfélag einhverfra. Ólöf S. Eysteinsdóttir : MG félagið. Ólöf Ríkarðsdóttir: Sjálfsbjörg. Sigrún Bára Friðfinnsdóttir: Geðhjálp. Valgerður Auðunsdóttir: S.P.O.E.X. Þórey J. Ólafsdóttir : L.A.U.F. Þórir Þorvarðarson : Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Framkvæmdastjórn Ö.B.I.: Formaður : Ólöf Ríkarðsdóttir Varaformaður: Haukur Þórðarson Ritari: Þórey J. Ólafsdóttir Gjaldkeri : Hafliði Hjartarson Meðstjóm. : Hafdís Hannesdóttir FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 41

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.