Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 18
REYKJALUNDUR 50 ÁRA Hinn 1. febrúar sl. átti Reykjalundur 50 ára afmæli. 1. febrúar 1945 komu fyrstu íbúarnir á Vinnuheim- ilið að Reykjalundi til starfa og náms, berklasjúklingar sem höfðu háð hina hörðu baráttu við vágestinn mikla, hvíta dauðann. Frumkvæðið var þeirra sjálfra, fram- kvæmdin þeirra sjálfra, þessu hafði hið vaska viljaþrek, ódrepandi bjartsýnin og dugn- aðurinn skilað þeim og þá sögu er hverjum hollt að kynna sér, slík afrekasaga sem þar er á ferð, lýsandi dæmi þess hvað unnt er að gera, ef hugsjón og viljakraftur hald- ast í hendur. Af þessu tilefni var margt til hátíðabrigða gert. Opnuð var í Perlunni hin ágætasta sýning sem sýndi ljóslega söguna og hið marg- slungna starf sem unnið hefur verið og er á Reykjalundi. Við vorum þar leidd aftur til þess, er frumherjar ruddu braut við hinar erfiðustu aðstæður, fengum innsýn í baráttuna við berklana,ógnvaldinn mikla, sem rændi fólk fjöri og heilsu, svo og lífinu sjálfu alltof oft. Við fengum að fylgjast með hraðfara þróun og gifturíkum áföngum allt yfir til dagsins í dag - til þeirrar viðamiklu og flóknu endurhæfingarstarf- semi sem nú fer fram á Reykjalundi, svo og þeirra ágætu framleiðsluvara sem Vinnuheimilið er að verðleikum rómað fyrir. Starfsfólki og vistfólki var haldin veizla góð á afmælisdeginum sjálfum og síðast en ekki sízt var sett upp leiksýning í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ í tali og tónum í tilefni afmælisins, metnaðarfull vel í fróðleik og skemmtileg hið bezta en Valgeir Skagfjörð leikari, höfundur og leikstjóri. Verkið heitir: Ævintýrið um Reykjalund. Stríð fyrir lífið sjálft. En þó má með sanni segja, að hápunktur þessa hafi verið mikil og fjölsótt hátíð í Perlunni þar sem þessara tímamóta var veglega minnzt. Ritstjóri var þar í fagnaði góðum og tók niður nokkra punkta til fróðleiks fyrir lesendur. Hátíðin var sunnudaginn 5. feb. og hófst kl. 14. Björn Astmundsson framkv.stj. Reykjalundar setti hátíðina og stjórnaði henni. Hann bauð gesti velkomna og fór nokkrum orðum um sýninguna á 1. hæð Perlunnar sem hann kvað hafa vaxið mjög í undirbúningi öllum og þar væri reynt að gefa sem heild- stæðasta mynd af starfinu í 50 ár. Minntist á þá starfsemi sem SIBS stæði að ýmist eitt eða í góðri samvinnu við aðra. Reykjalund bæri hæst - þar væri stærsta endurhæf- ingarstöð landsins og fram- leiðslustaður mjög fjölbreytts vöruúrvals, sem víða færi. Gat svo um Hlein og Múla- lund - stærsta vinnustað landsins af því tagi. Sömu- leiðis um samvinnuverkefni eins og Múlabæ, Hlíðabæ og HL - stöðvar í Reykjavík og á Akureyri. Lfmfangið væri því umtalsvert og nauðsyn þessa efaði enginn. Björn Ólafur Hallgríms- son form. stjórnar Vinnu- heimilisins á Reykjalundi flutti því næst ávarp og minnti fyrst á kjörorð SÍBS- manna: Styðjum sjúka til sjálfsbjargar. Hann fór til baka og minntist opnunar Reykjalundar fyrir 50 árum, þar sem Maríus Helgason varaform. SÍBS hefði stjórn- að, séra Hálfdán Helgason flutt vígsluræðu og Finnur Jónsson heilbrigðisráðherra fært árnaðaróskir stjórnvalda. Þar hefði og verið í fylkingu fremst fyrsti framkvæmda- stjórinn og yfirlæknirinn Oddur Ólafsson. Hann lýsti aðdragandanum, hinni vösku baráttu Sjálfsvarnar- félaganna þar sem markmiðið hefði verið vinnuheimili fyrir útskrifaða berklasjúklinga. Byggingartíminn ótrúlega skammur og á fyrsta starfsdegi verið 20 vistmenn. A verkstæðunum þá unnu menn 4,5 st. á dag og lögðu heimilinu til andvirði tveggja stunda þar af. Fljótt færðist framleiðslan yfir í plastið og svo er enn. Endurhæfingarstöðin getið sér góðan orðstír vítt um lönd og orðið mörgum fyrirmynd. Hann minnti á að fullgildur iðnskóli hefði verið rekinn á Reykjalundi í fleiri ár. Vék svo að nútímanum og kvað þörfina mikla sem áður, u.þ.b. 750 manns nú á biðlista. Reykjalundur lagaði sig að þörfum tímans. Nú færi þar fram fjölbreytt endurhæfing á ótal sviðum. Þar eru m.a. hjartasjúklingar, lungna- sjúklingar, fólk með stoðkerfisvandamál, geðfatlaðir, helftarlamaðir, slysafólk o.fl. ofl. Hann kvað erfiðleika vera í rekstri nú vegna of lágra daggjalda en vonandi yrði bót á Framkvæmdastjóri og yfirlæknir með forseta Islands. Endurhæfingin í algleymingi 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.