Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Side 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Side 34
Emil Thóroddsen framkv.stj. Gigtarfélagsins: RAUÐA FJÖÐRIN 1995 íslenskt frumkvæði í gigtarrannsóknum s Aundanförnum árum hefur Gigtarfélag íslands lagt áherslu á eflingu rannsókna á gigtarsjúk- dómum hér á landi. Veigamesta ástæðan er sú að Island er fámennt og erfðafræðilega einsleitt þjóðfélag og því ákjósanlegur vettvangur fyrir slíkar rannsóknir. Almennt er álitið að orsakir gigt- arsjúkdóma liggi í flókinni víxlverkun erfðaupplags og umhverfisþátta. Ættfræðikunnátta er hér góð og vís- indamenn hafa aðgang að ítarlegum ættfræðiskrám. Þegar hefur töluverð- ur árangur orðið af samstarfi gigtar- lækna, erfðafræðinga og ónæmisfræð- inga hér á landi og niðurstöður rannsókna þeirra vakið athygli á erlendum vettvangi. Hér hefur merkunr gögnum verið safnað um ættgengi gigtarsjúk- dóma. Ný tækni í erfða- og ónæmis- fræði skapar einstakt tækifæri til þess að nýta þennan efnivið og gefur sér- fræðingum okkar einstakt tækifæri til þess að eiga þátt í því að leysa gigtar- gátuna. Lausn gátunnar er öllum mikil- væg, því segja má að gigtin láti engan ósnortinn ef viðeigandi er að nota það orðalag. Einn af hverjum fimm Islendingum er með gigt og nrun fleiri fá gigtarköst. Allir þekkja í sínu nánasta umhverfi einstaklinga sem þjást af gigt. Þá hefur verið reiknað út að gigtin kosti íslenska þjóðarbúið um 10 milljarða árlega. í skýrslum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar er fjallað um að gigt- arsjúkdómar séu hvað dýrastir í með- förum og hvað vanræktastir í heirnin- um. Eitt er víst að gigtarsjúkdómar valda rnjög mörgum ómældri þján- ingu. Gigtarfélaginu hefur nú borist mikill liðsstyrkur í þessari baráttu því Lionshreyfingin á Islandi mun standa að landssöfnun dagana 31. mars til 2. apríl með sölu á “Rauðu fjöðrinni”. Ákveðið var á fjölumdæmisþingi hreyfingarinnar sl. vor að ágóða af Emil Thóroddsen Rauða fjöðrin sölunni skuli verja til gigtarrann- sókna. Ákvörðun Lionshreyfingarinnar gerir það að verkum að áhugamál Gigtarfélagsins um rannsóknarstofn- un í gigtarsjúkdómum er í sjónmáli. Undanfarin ár hefur vísindaráð félagsins unnið að stofnun slíkrar rannsóknarstofnunar í samvinnu við Háskóla íslands og Landspítala. Hlutverk stofnunarinnar er hugsað: að nýta sem best sérstöðu Islands til rannsókna á orsökum og eðli gigtarsjúkdóma; að vinna úr þeim mikla efniviði sem þegar hefur verið safnað hérlendis. Islendingar eiga mjög hæfa vísindamenn á sviði gigtarsjúkdóma. Rannsóknarstofnunin mun bæta úr brýnni þörf þeirra fyrir aðstöðu til að beita hinni nýju tækni á þann efnivið sem fyrir er og við verður bætt. Reiknað er með að þeir fjármunir sem safnast muni verða nýttir til kaupa á tækjabúnaði og í starfsemi undir forystu rannsóknarprófessors. Góður stuðningur landsmanna við málefnið og framtak Lionshreyfingar- innar mun gera kleift að hleypa þessari starfsemi af stokkunum sem vonandi mun gagnast “gigtarfólki framtíðarinnar”, þ.e. að það geti lifað án gigtar. Emil Thór Hvers vegna gigtarrannsóknir á Islandi? * Erfðaupplag íslendinga er óvenju einsleitt * Þjóðin býr yfir einstakri ættfræðiþekkingu og vísindamenn hafa aðgang að ítarlegum ættfræðiskrám * Fámennið gerir auðvelt að ná til allra sjúklinga og ættingja þeirra * Hér hefur þróast náin samvinna gigtarlækna, erfðafræðinga og ónæmisfræðinga * Miklum efniviði hefur þegar verið safnað hér á landi til rannsókna á gigtarsjúkdómum * Ný tækni í erfða- og ónæmisfræði skapar einstakt tækifæri til að nýta þennan efnivið * íslendingar eiga mjög hæfa vísindamenn á þessu sviði. Hvað er gigt? Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vísar heitið Rheumatic dis- eases til sjúkdóma í bandvef svo og sársaukafullra kvilla í stoðkerfi líkamans. í íslensku máli er gigt samheiti yfir slíka sjúkdóma, en hinir einstöku gigtarsjúkdómar teljast hátt á annað hundrað. I daglegu tali eru helst nefndir: Iktsýki (liðagigt), slitgigt, vöðva- og vefjagigt og beinþynning svo fáir séu nefndir. 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.