Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 21
Stjórnarmenn busla í Bláa lóninu. um og sölustarfsemi ýmiss konar, og landsbyggðadeildir fá að auki styrk frá viðkomandi sveitarfélagi. I árslok 1994 voru félagsmenn 22.000 - allir virkir þátttakendur í starfseminni, því Svíar hafa þann hátt á að afskrá í lok hvers árs þá sem ekki hafa greitt félagsgjaldið fyrir árið, en gefa þeim jafnframt tækifæri til að endurheimta félagsskírteinið með því að greiða skuldina á fyrstu mánuðum næsta árs. Litli bróðir. Sem félagi í NordPso bandalaginu hafa íslensku samtökin greiðan að- gang að öllu fræðsluefni sænsku sam- takanna sem og félaganna á hinum Norðurlöndunum. Það er ómetanleg stoð fyrir févana líknarfélag eins og SPOEX með rúmlega 1.500 félags- menn að fá í hendur - ókeypis - úrvals fræðsluefni í formi bæklinga og vídeomynda. Og ekki má gleyma veglegu telagsriti Svíanna og stór- fróðlegum og læsilegum greinum pró- fessorsins frá Gautaborg. Höfuðverk- ur okkar er ekki annar en að koma efninu á þekkilegt íslenskt mál - og svo auðvitað að standa undir prent- kostnaði og öðru í sambandi við útgáfu félagsblaðs SPOEX. Þýðing- arnar eru þó ekki eins mikill höfuð- verkur og ætla mætti því norrænu tungumar 4 eru ótrúlega líkar og oft er auðvelt að ráða í merkingu orðanna þó þekking á viðkomandi tungu sé engin eða takmörkuð. Þetta á þó eink- um við um hið ritaða mál því taktar og tónar talmálsins lúta öðrum lög- málum en við þekkjum. Og svo er finnskan náttúrulega allt annað - og óskylt - mál og engin leið að ráða í þær rúnir hjálparlaust. Hver gæti t.d. látið sér detta í hug að “kiitos viimei- setá” útleggst “takk fyrir síðast”? En áhrif Finnanna em engu niinni þótt móðurmál þeirra sé okkur lítt skiljanlegt. Og vissulega er það vösk sveit rúmlega 50.000 félagsmanna sem skipa NordPso bandalagið í dag - og rödd þeirra er sterk og berst víða. Helga Ingólfsdóttir. KYNNING Nú kynnum við Björn Her- mannsson, nýjan framkvæmda- stjóra Félags heyrnarlausra. Björn var beðinn að rekja náms- og starfsferil og segja fáein orð um væntingar sínar í starfi. * Eg er fæddur í Reykjavík 26. ágúst 1958 og hóf störf sem framkvæmdastjóri hjá Félagi heyrnarlausra í nóvember sl.. Eftir nám í Verslunarskóla Islands hóf ég störf hjá Brunabótafélagi Islands árið 1979. Þar starfaði ég sem forritari í tölvudeild og sem markaðsstjóri í söludeild. Árið 1989 starfaði ég að fræðslu- og starfsmannamálum hjá Vátryggingafélagi Islands eftir sameiningu Samvinnutrygginga og B.í. Haustið 1991 hóf ég nám í Samvinnuskólanum á Bifröst og lauk þar rekstrarfræðiprófi vorið 1993. Síðastliðinn vetur var ég síðan gestanemi í upplýsingafræði við Árósa-háskóla í Danmörku. Ég hef starfað í Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík frá 1977 auk þess að vera félagi í ýmsum félagasamtökum sem vinna að málefnum er snerta áhugasvið mín. Þegar ég byrjaði, höfðu afskipti mín afmálefnum fatlaðra, hvað þá heyrnarlausra verið lítil sem engin. Þekking mín á stöðu þeirra í íslensku samfélagi var mér alveg hulin. Ég var t.d. engin undantekning þeirra sem hélt að táknmálið væri alþjóðlegt. Eins og flestir íslendingar varð ég helst var við samfélag þeirra þegar ég sá táknmálsfréttir í sjónvarpi. Mörg brýn verkefni bíða úrlausnar og er verið að vinna að mörgum mikilvægum málum í dag. Fyrst má nefna rétt heyrnarlausra til túlkunar en stór áfangi náðist á dögunum þegar félagsmálaráðherra skipaði nefnd til að gera tillögur um skipulag túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa. Atvinnuleysi er mikið meðal heymarlausra og er nú sérstakt átak í gangi í samvinnu við Svæðisskrif- stofu Reykjavíkur og Vinnumiðlun Reykjavíkur til að útvega heyrnar- lausum vinnu og bind ég miklar vonir við það starf á næstu misserum. Að lokum má nefna að heilbrigðisráð- herra hefur ákveðið að endurnýja skuli textasíma heyrnarlausra með kaupum á tölvubúnaði með módemi. Óhætt er að fullyrða að með þessum búnaði opnast nýr heimur fyrir heyrnarlausa í Iandinu. Auk áðurnefndra verkefna bíða niörg önnur úrlausnar á málefnum heyrnarlausra. Auk þess að sjá um rekstur skrifstofu félagsins mun ég einnig starfa að hagsmunamálum heyrnarlausra og vænti ég góðs sam- starfs við alla þá aðila sem vinna á þeim vettvangi. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.