Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 11
Helga ræddi málið út frá sjónarmiðum landsbyggðarinnar, en hún starfar úti á landi sem meðferðarfulltrúi. Hún taldi frekari sameiningu sveitarfélaga vera nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að unnt verði að flytja málaflokkinn alfarið út til sveitarfélaganna. Hún ræddi sérstaklega um það starfsnám sem nú er í boði fyrir meðferðar- og uppeldisfulltrúa, en þessi stétt manna í S.F.R. mun fylla fjögur hundruð. Helga spurði hvort öruggt væri að sveitarfélögin byðu upp á slikt nám. Hún sagði að nauð- synlegt væri að skoða alla fleti á málinu áður en að ákvörðun kæmi. Formaður Félags þroskaþjálfa Hrefna Haraldsdóttir var síðust með viðhorfserindi. Hún kvað félag sitt ekki hafa markað stefnu í málinu en stjórnin hins vegar fjallað um það. Hún spurði beint að því, hvort tryggt væri, að allir fatlaðir fengju jafngóða þjónustu án tillits til búsetu, ef af flutningi yrði. Hún benti á þá stað- reynd að þjónusta við fatlaða hefði verið og væri í sífelldri þróun og kostnaður yrði ævinlega mikill við þjónustuna og af því yrði að taka mið. Málaflokkurinn vissulega á tíma- mótum og eflaust komi sveitarfélögin til með að taka við þessum málaflokki fyrr eða síðar. En markmiðið hlýtur að eiga að vera það að tryggja betri þjónustu. Hún kvað mikilvægt að réttindamál þroskaþjálfa og annarra þeirra starfsstétta sem vinna að málefnum fatlaðra verði vel tryggð, ef af tilfærslu verður. á var að pallborðsumræðum komið, en þeim stjórnaði Kristín A. Olafsdóttir fyrrv. borgarfulltrúi. Þar tóku þátt: Dísa Guðjónsdóttir, Eggert Jóhannesson, Hafdís Hann- esdóttir, Loftur Þorsteinsson, Margrét Margeirsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir og Ögmundur Jónasson. Sýnishorn af spurningum og svörum verða gefin hér á eftir: Margrét var að því spurð hvort ráðuneytið hefði látið framkvæma úttekt á kostum og göllum á flutningi málaflokksins til sveitarfélaganna. Hún kvað það almenna skoðun að því nær sem þjónustan væri hinum fatlaða því betri væri þjónustan, því í sveitarfélaginu vissu menn betur um þarfir fbúanna. Óheppilegt væri að hafa stjórnun á mörgum stöðum s.s. væri nú. Samráð hefði verið við hags- munasamtök fatlaðra en samráð ekki verið við fagfólk. I þessu sambandi undirstrikaði Sigríður Kristinsdóttir það að slíkt samráð við fagfólk, þroskaþjálfa, kennara o.fl. væri sjálfsagður þáttur í undirbúningnum. Eggert var að því spurður, hvort núverandi fyrirkomulag kæmi í veg fyrir jafna þjónustu við fatlaða. Eggert kvað það meginatriði að tryggja vel starfhæfar einingar til að þjóna fötluðum og bætti við, að ef málaflokkurinn flyttist til sveitar- félaganna væri meiri hætta á mis- munun en þó er nú. Loftur var að því spurður, hvort byggðasamlög hefðu verið rædd sérstaklega við sveitarstjórnarmenn. Hann kvað ekki hafa farið fram formlegar viðræður um byggðasam- lögin en hans skoðun væri sú að einhvers konar samruni sveitarfélaga þyrfti að eiga sér stað, ef unnt ætti að vera að standa sómasamlega að þjónustunni. Dísa var að því spurð hvort ekki stæði til fagleg úttekt á því hvort tilfærslan hefði sparnað í för með sér. Hún sagði að ætlunin væri að gera úttekt á kostum og göllum. Mikilvægt að hafa samráð við samtök fatlaðra svo og aðra aðila er þetta snerti. Ögmundur taldi stærstu sveitar- félögin bezt í stakk búin til að taka við málaflokknum s.s. flestir væru sammála um. Sameining sveitar- félaga þyrfti að vera sem sjálfsagður undanfari tilfærslunnar. Sömuleiðis þyrfti að tryggja afkomu sveitar- félaganna til að tryggja góða þjónustu. Margrét fékk þá spurningu hvort það lægi fyrir hver kostnaðarskiptin yrðu, ef tilfærsla yrði staðreynd. Hún sagði ekki unnt að nefna neina eina upphæð í því sambandi. Vinna þyrfti svokallaðan þjónustulykil til að meta þörf fatlaðra fyrir þjónustu. Umræður allar urðu hins vegar miklar og inn á margt komið. Fólk var í raun á einu máli um það að ekki skyldi óðslega fara. Binda þyrfti alla enda, áður en ákvörðun yrði tekin. M.a. kom fram sú spurning hvort möguleikar væru á vali í þessu fyrir sveitarfélögin þ.e. að minni sveitar- félögin gætu áfram haft málaflokkinn hjá ríkinu, en hin stærri tekið mála- flokkinn að sér. Hafdís Hannesdóttir sagði áherzlu hagsmunasamtaka fatlaðra nú sem áður vera þá að tryggja jafnrétti fatlaðra. Málþingið stóð í rúma fjóra klukkutíma og hér aðeins drepið á fáein eftirtektarverð atriði í máli manna. Helgi Seljan Kristín Jónsdóttir HLERAÐ í HORNUM Mæddur öryrki kom til ritstjóra og innti hann eftir því hvort hann vissi hvaða stétt væri bezt að hafa alveg atvinnulausa og varð ritstjóra fátt um svör á alvörutíð atvinnuleysis. “Nú læknana auðvitað, þá væru allir alltaf við hestaheilsu”. * Karl einn eystra var svo yfirmáta kurteis að þegar honum var t.d. boðið aftur í bollann og hann vildi ekki meir þá svaraði hann með þessari romsu: “Kærar þakkir takk, nei takk”. Og var húsmóðir þá oft byrjuð að hella aftur í bollann enda karl seinmæltur. * Sóknarprestur sem var að hætta vegna aldurs og ætlaði að flytja suður hitti lóðsinn á staðnum og sá spurði prest hvort hann ætlaði nú alveg að setjast í helgan stein og ekki gera neitt. “Nei, ætli það,“ sagði klerkur með hægðinni,“ ætli ég verði ekki bara lóðs.” * Fiðlarar eru yfirleitt hárprúðir vel. Það vakti því mikla kátínu þegar maður einn kvartaði yfir allt of miklu hári og sagði svo við félaga sína: “Ja, nú verð ég annað hvort að fara að láta klippa mig eða ég fer og kaupi mér fiðlu”. * “Veiztu af hverju páfinn fer alltaf í sundskýlu í bað?” “Nei”. “Hann þolir ekki að horfa á atvinnuleysingjann”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.