Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 23
Annað sem þau lærðu var hversu auðvelt það er að vera á ferðalagi í útlöndum. Við “stúderuðum” strætis- vagnaferðir í Southampton og neðan- jarðarlestina í London og nú geta allir farið allra sinna ferða án vandræða. Það er bara að kunna litina og fylgja þeim og náttúrulega vita hvert maður er að fara. Þau kynntust einnig vel Heathrow flugvelli. Við biðum þar í nokkra tíma því Gunnar Már fór í loftið þrem tímum á undan okkur hinum. Ómetanleg reynsla Reynsla þessara ungmenna er þeim ómetanleg því þau sáu og lærðu að þau eru hluti af miklu stærri heild og eiga sér samferðamenn um allan heim. Hér fengu þau tækifæri til að hitta unglinga á sama reki í sömu aðstöðu og eiga þau nú vini hér og þar í Evrópu. Þau sáu einnig muninn á að tala táknmál og á þeim sem höfðu æft varalestur. Táknmálstalandi hóp- urinn var fljótur að grípa það sem sagt var og snöggur að ná nýjum táknum en varalestrarkrakkarnir áttu í stórum vandræðum með að skilja og gera sig skiljanlega á útlenska tungu. Næsta fjölskylduhátíð Næsti aðalfundur FEPEDA verður íPrag 1995 og verðurfjölskylduhátíð í tenglsum við hann og öll vilja þau fara þangað til að hitta aftur sína nýju vini, fá fleiri kunningja og sjá meira af heiminum. Að lokum vilja þau færa fram sínar allra bestu þakkir til allra þeirra sem gerðu þessa ferð mögulega. Ragnheiður Kristiansen HLERAÐ I HORNUM Opinberum embættismanni sem hafði hrökklast úr starfi var komið fyrir í einu ráðuneytanna. Hann var æði verklaus þar, las mest Moggann fyrir hádegi og DV eftirhádegi. Fyrirjólin var svo verið að ræða um hvort menn ættu nú ekki að vinna af sér dagana milli jóla og nýárs. Þá spurði sá verklausi: “Nú, sitjið þið þá bara dálítið lengur?” Gátuvísur Magnúsar Jónssonar Lesendur hafa haft óblandna ánægju af hinum glöggu gátuvísum sem birzt hafa í tveim síðustu blöðum og margir haft á því orð, að ágætt væri að fá þar framhald sem bezt. Nú hefur Magnús ritað mér bréfkorn og boðizt til þess að leyfa lesendum að spreyta sig út allt þetta ár - tíu vísna skammtar í hvert skipti og munu margir hýrgast við Og þá er fyrsti skammtur ársins af skemmtilega gerðum þrautum sem mikill fjöldi lesenda metur vel. 1. Festur hliðgrind er ég í, svo allvel dygði. “Betri en kelda,” seggur sagði. Svo er ég á móti bragði. 2. Fleirtölu þú árla í þau öll munt fara, olíu mun ílát vera, allskyns fæðu líka bera. 3. Jarðar þar um svörð má sjá, söngvarar því flíka, klaufinn hefur ekki á, er í krossvið líka. 4. Lagður húsgrind lárétt í af lagnum brögnum, rýnt á mig af réttarveggnum, rennur vélindað í gegnum. 5. Bein er þetta blómaröð sem bezt má hæla, afmarkaður er í skóla, einnig gildi margra stóla. 6. Undir bolla lágt mig legg, lóðréttur með sænum, gagnstætt mér er örþunn egg, oft sem nafn á bænum. 7. Að því keppir ungdómur sem er að læra, við knattspymu þá hróp má heyra, hnífi brugðið lambs á eyra. 8. Verkaseinn og víst er á mér værðarbragur, óvandaður er ég vegur og um tún mig hestur dregur. 9. Fyrst á vorin fær mig hrafn fjallsins kantur þunni, birzt ég get sem bæjarnafn, brýnd, svo skera kunni. 10. Malarsigti skellt á ská af skörpum höndum, vorsins tíð þá húmi hrindum, hljóðfæri á englamyndum. Svo mörg voru þau orð og aðeins að vona að lesendur megi rétt geta sér til um góðar lausnir. Magnúsi færam við miklar þakkir og munum glöð við meiru taka. Svör við gátuvísum eru svo á bls. 29. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.