Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 5
samvinnu - innan Evrópusam-
bandsins.
Þá voru pallborðsumræður sem
hófust með stuttum framsöguerindum
góðra gesta: Geirharðs Þorsteinssonar
arkitekts, Hafsteins Pálssonar verk-
fræðings, Jóns Ólafs Ólafssonar
arkitekts, Margrétar Margeirsdóttur
deildarstjóra og Sigurðar Thoroddsen
aðstoðarskipulagsstjóra ríkisins.
Þar var m.a. leitast við að svara
þessum spumingum: Hvaða mögu-
leikar eru fyrir hendi í norrænni
samvinnu til þess að stuðla að fram-
fömm á sviði ferlimála?
Hvaða möguleikar eru fyrir hendi
í evrópskri samvinnu til þess að stuðla
að framförum á sviði ferlimála?
Hvernig getur Norræna nefndin
um málefni fatlaðra starfað áfram að
ferlimálum fatlaðra á byggðu bóli?
Guðrún Jónsdóttir umræðustjóri
dró svo saman glögga úttekt á
helztu niðurstöðum í máli manna að
loknum allmiklum almennum um-
ræðum. Ritari fundarins var Einar
Karl Haraldsson framkvæmdastjóri
og unnt verður hér á vettvangi
Öryrkjabandalagsins að ganga eftir
frásögn af því helzta sem þetta ágæta
málþing bauð upp á.
Vonandi hefur þetta þarfa málþing
einhver áhrif út í þjóðlífið, skilmælin
með sínum boðum þó sér í lagi, en
þau skilmæli eiga sem sé við öll
Norðurlöndin og svo er að sjá hvert
þeirra verður fyrst til að skila keflinu
heilu í höfn til fatlaðra. H.S.
Qfbkilmœli
um aðffengijYrir alla á bYcfgðu bóli
Land okkar á nú aðild að reglum Sameinuðu þjóðanna, sem eiga að
tryggja fötluðu fölki jafnrétti og fulla þátttöku í samfélaginu.
Bræðraþjóðir okkar á Norðurlöndunum eru einnig aðilar að þeim reglum.
Ein afþessum reglum fjallar um aðgengi á byggðu bólL
Á því sviði höfum við Norðurlandabúar það sameiginlega sjónarmið að állir,
þeirra á meðal fatlaðir, skuli hafa óheftan aðgang og not afbyggingum og
öðrum mannvirkjum í samfélaginu. Það er einnig ífleiri veigamiklum
atriðum sem norræn sjónarmið eru frábrugðin sjónarmiðum margra
annarra Evrópulanda.
Við álitum mikilvœgt að koma á framfœri í evrópskri samvinnu
þeirri sameiginlegu norrœnu sýn sem kynnt er hér í dag.
Þessvegna hvetjum við nú forsvarsmenn á hinum Norðurlöndunum, ásamt
okkar eigin, að standa vörð um hinn sameiginlega norræna árangur á
sviði skipulags- og byggingarmála varðandi aðgengi fatlaðra í samfélaginu
og
tryggja með því móti að Norðurlöndin geti haldið stnu jafnhliða frekari
þróun, ásamtþví að stuðla að framförum í öðrum löndum Evrópu.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
5