Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 26
Molar til meltingar
í sjúkraþjálfun Reykjalundar reyna menn á kraftana.
að vill verða svo, að við fáum hér
afar mörg mál til athugunar á
ýmsan veg og mörg þeirra eru
umhugsunarverð vel, ekki aðeins fyrir
okkur hér á bæ, heldur ekki síður hina
fjölmörgu lesendur okkar, sem mættu
þá gjarnan leggja orð í belg eða láta
vita af ýmsu því sem til athugunar ætti
að verða. Eins og nafnið ber með sér
er ætlunin að minna rétt á mál án þess
að þau séu reifuð ítarlega eða rædd frá
hinum ýmsu sjónarhornum.
Það rnætti vel kalla þetta viðbót
við hinn fasta þátt blaðsins: I brenni-
depli, því sannast sagna finnst okkur
hér mjög þarft að vísa slíkum
umræðuefnum út til félaga okkar og
fá frá þeim viðbrögð en ekki síður
nræta mola. Og mundi nú inngangur
ærinn orðinn. En þið lesendur eigið
leik.
xxxxx
vísköttun lífeyrisgreiðslna hefur
ærið oft á dagskrá verið að
undanfömu og ekki að ástæðulausu.
Mönnum þykir skattheimtan orðin
býsna nærgöngul við Iaunafólk
almennt, þó ekki sé greiddur skattur
af sömu upphæðinni tvisvar eins og
gerist, þegar menn greiða skatt af
sínum greiðsluhlut inn í lífeyrissjóð-
ina og svo aftur af lífeyri sínum frá
hinum sömu sjóðum í fyllingu tímans.
Landssamband aldraðra hefur
eðlilega tekið þetta mál mjög rækilega
upp og barist fyrir því að tvísköttun
þessari linnti, en án alls árangurs þar
til nú. I nýsamþykktum lögum frá
Alþingi um tekju- og eignarskatt segir
svo: “Frá tekjum manna sem em 70
ára eða eldri má draga 15% af greidd-
um lífeyri úr lífeyrissjóðum”.
Um þetta mál allt urðu töluverðar
umræður, m.a. út af því hvort
skattaívilnunin ætti að koma á greiðsl-
ur launþega inn í lífeyrissjóðina eða
svo sem þama var ákveðið og sýndist
sitt hverjum. Ekki síður var mjög um
það rætt, hvers vegna þessi ívilnun
væri takmörkuð við 70 ára og eldri,
en ekki látin ná yfir alla þá sem
greiðslur fengju úr lífeyrissjóðum.
Öryrkjar sem fá úr sínunr lífeyris-
sjóðum verða sem sé að bíða 70 ára
aldurs, að ívilnunin komi þeim til
góða. Þingmálið sem þetta varðaði
kom seint fram og var afgreitt í flýti
miklum og því gafst ekki tækifæri
fyrir okkur að ganga svo til verks sem
þurft hefði, því svo virtist sem þing-
menn hefðu á sjónarmiðum öryrkja
fullan skilning, þó ekki næði útvfkkun
ákvæðisins fram að ganga.
Að þessu þarf virkilega að vinna
°g tryggja það sem fyrst að öryrkjar
fái þarna náð vopnum sínum og
ótvíræðum rétti saman borið við aðra.
Skilningur virðist vera fyrir hendi og
þann skilning verður að virkja til
fullrar framkvæmdar. Fyrst þessi leið
var valin á hún að ná til allra, ekki sízt
öryrkja, sem að yfirgnæfandi hluta búa
við lök lífskjör og veitir ekki af ívilnun
sem þessari, svo endar nái saman.
xxxxx
Nefndir Alþingis vinna mikið og
gott starf yfirleitt og þáttur í
vinnu þeirra er að kalla fólk til sam-
ræðna um hin ýmsu mál sem verið er
að vinna að. í allri umfjöllun fjölmiðla
sem annarra vill þessi þáttur gjörsam-
lega gleymast, svo sem eins og
umræður í þingsal séu hin eina vinna
þingmanna. En ekki orð um það meir.
Við erum alloft kölluð til skrafs og
ráðagerða út af hinum mörgu þingmál-
um, er varða á einhvern veg okkar fólk
og oft förum við fram á það að fá að
tala máli okkar til útskýringar og
áréttingar. A einum slíkum fundi nú
fyrir jólin talaði undirritaður á þann
veg, að allir hlytu að eiga að vita urn
alla þætti þess máls sem þá var til
umræðu. Einn þingmanna kvaðst þá
hreinskilnislega lítið sem ekkert um
málið vita og bað um frekari útskýr-
ingar til skilningsauka. Fleiri spurðu
á líkan veg og þetta minnti undirritað-
an á eigin þingveru, þegar málafjöld-
inn keyrði úr hófi og hversu sem vel
var reynt, var ævinlega jafnerfitt að
kryfja mál til mergjar og kunna skil á
sem skyldi.
En einmitt þessi leið að fá
umsagnir um mál og inna svo í
áframhaldi eftir svörum sem beztum
og skýrustum kom manni bærilega á
sporið - lýsti inn í mál og leiðbeindi.
Svona vinnulag eykur gagnkvæman
skilning, kemur báðum að gagni og
umfram allt gerir góð mál betri og
vond mál örlítið skárri; ef allt gengur
upp sem bezt. En minnisstæð verða
einnig viðbrögð mörg, ekki sízt frá
ýmsu ráðuneytis- og stofnanafólki, þar
sem visst yfirlæti allt yfir í hroka
einkenndi öll svör og mætti nefna unr
það mörg dæmi, en aðeins tilgreint eitt
nýlegt, þegar um ákveðna lagasetn-
ingu var rætt. Þá var svar ráðuneytis-
fulltrúans yfirfullt af yfirlæti: “Þetta á
ekki að vera þannig, að einhver græði
á þvf’.
Já, þvílík býsn, ef allslausir öryrkj-
ar færu nú að græða á lagasetningu.
Þvílík frekja!
26