Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 32
Ur fórum Guðmundar Magnússonar Fræðslustjórinn á Austurlandi, Guðmundur Magnússon á Reyðarfirði hefur sent rit- stjóra syrpu góða til frjálsra afnota fyrir Fréttabréfið og færðar eru honum þakkir beztu fyrir það. Guðmundur hefur haft mikil og góð afskipti af málefnum fatlaðra á Austurlandi og m.a. setið í svæðisstjórn og svæðisráði nú. Hér verða birt nokkur sýnishorn úr syrpunni, en blað kemur eftir þetta blað og þá mun fleira á fjörur lesenda reka af góðmálmi Guðmundar. En þó vorið sé enn allfjarri birtast hér fyrst vorstökur sem Guðmundur nefnir: Vor í Munaðarnesi. Frjálst um loftið fljúga fuglar smáir, kvaka. Blóm á grundu gróa gaman er að vaka. Lifna blómin, laufgast björk lífsins hljómar gjalla. Vorsins ómar vítt um mörk vinarrómi kalla. Guðmundur sendir okkur líka skrýtlur góðar og munu þær birtast í Hierað í homum, en þessar munu allar úr bókinni Meira skólaskop. Aðeins sem sýnishorn: Kennari nokkur kom eitt sinn með stærðfræðipróf inn í bekk sinn og sagði alvarlegur á svip: “Að minnsta kosti 60% af bekknum falla á þessu prófi”. Þá heyrðist einn nemandinn hlæja ógurlega, en síðan kom: “Það eru nú ekki einu sinni svo margir í bekknum”. En Guðmundur yrkir af ýmsu tilefni og af því áramót eru ekki svo löngu að baki þá fer vel á því að byrja á stöku Guðmundar: I nýársfagnaði. Stakan gjörða styrkir móð stendur vörð um land og þjóð. Drengir klárir, kjamafljóð kveðja ár og syngja ljóð. Þá er vísa ort til vinar: Þú lézt oft í stuðlastaf stöku falla að nýju. Og tíðast söngst og ortir af innri þörf og hlýju. Til skólabróður sem nefndi ljóðabók sína: 75% Astarljóð. Oft hefur þér fagurt fljóð funa kveikt í hjarta. Öll þín beztu ástarljóð yndi og fegurð skarta. Guðmundur sendir einnig lítið ljóð sem ort var til barna í kór kirkjuskólans (áður sunnudagaskóians), en Ijóðið er undir laginu: Kvöldið er fagurt: Liðið er sumar, floginn fugl og fölnuð blóm um völl. Við skulum syngja sólskinsljóð og saman vera öll. Við þráum frelsi, fagurt líf og frið um alla jörð. Blessa Guð, faðir börnin þín og byggð við Reyðarfjörð. Fallegt er það og hugsunin að baki hlý og umvefjandi. Svona mætti áfram halda, en ekki mun eiga illa við að enda þennan pistil úr fórum Guðmundar vinar míns á vísum nokkrum ortum til lottóvélar á Reyðarfirði í þeirri von auðvitað að áhrif mættu hafa: l.júlí'89: Eg ætla að stofna stóran sjóð og styrki veita hæsta. Veldu nú fyrir mig vélin góð vinninginn þann stærsta! 8.júlí'89: Eg ákalla þig í annað sinn yngismærin rjóða! Vænstan gefðu mér vinninginn vélin undurgóða. 15.júlí'89: Þá er ég kominn í þriðja sinn þig skal ég ætíð mæra! Ef velur þú stærsta vinninginn vélin sómakæra. Ef allt um þrýtur!!! 29.júlí'89: Ég þoli ekki lengur þessa pín, það er mál að linni. Skilaðu nú skömmin þín skuldinni stærstu þinni!! og sem eftirmáli: Það er ekki umtalsvert að yrkja ljóð og þjóra! Þetta er allt til gamans gert, en gott væri að fá þann stóra! Um leið og Guðmundi er vel þakkað þetta hans ljómandi framlag, sem mörgum mun yndi vekja skal vonað að hann verði einhvem tímann bænheyrður að marki. H.S. Guðmundur Magnússon 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.