Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 36
Félag heyrnarlausra 35 ára Tvær heillakonur í blómstrandi bolum. Hinn 11. feb. sl. var þess minnzt myndarlega að Félag heymar- lausra hefur nú náð 35 ára aldrinum. Messað var í Áskirkju kl. 12.30 þenn- an dag, þar sem prýðisprestur þeirra heymarlausu, séra Miyako Þórðarson, leiddi hátíðlega athöfn sem alltaf áður, en guðsþjónustur heymarlausra bera með sér þann helgiblæ, að hver maður hrífst með. Þessi mun ágæt hafa verið. Klukkan 14 hófst afmælishátíðin svo að Hótel Islandi og var þar mikill mannfjöldi saman kominn, félagar sem gestir þágu veitingar góðar sem andlega fæðu. Það var Vilhjálmur G. Vilhjálms- son sem bauð gesti velkomna, fór yfir nokkur atriði til áréttingar.og kynnti svo atriði hátíðarinnar röggsamlega og vel. Það var formaður félagsins, Anna Jóna Lárusdóttir, sem flutti hátíðarræðuna. Hóf mál sitt á ham- ingjuóskum til allra félaganna og bauð sérstaklega velkomin félagsmálaráð- herra Rannveigu Guðmundsdóttur og Guðjón Magnússon skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu. Hún hvarf til baka til þess tíma, þegar heyrnarlaus hjón í Reykjavík höfðu í raun ævin- lega opið hús fyrir alla heyrnarlausa. Þangað komu heyrnarlausir og röbbuðu saman yfir rjúkandi heitu kaffinu. Hún sagði svo frá tildrögum að stofnun félagsins, en fyrsti for- maður þess var Sveinn Björnsson, sem nú er búsettur í Danmörku. Aðsetur félagsins fyrstu árin var í Heymleysingjaskólanum. Hún minnti á, að þá hefði táknmál ekki verið kennt. Þarna komu heyrnarlausir saman til skrafs og ráðagerða, aðal- afþreying fólst í félagsvist og bingóum. Það góða við þetta var að þarna mynduðust tengsl milli allra aldurshópa. Hún minnti svo á for- mannstíð Hervarar Guðjónsdóttur, sem unnið hefði félaginu afar vel m.a. þá verið ráðist í húsakaup, en fyrsta húsnæði félagsins var á Skólavörðu- stígnum. Svo var flutt á Klapparstíginn og fyrsti starfsmaður félagsins var Anna María Einarsdóttir. Smám saman færðist starfsemi félagsins meira í þá átt að vinna að baráttu- málum heymarlausra. Hún minnti á ýmsa áfanga og aðeins fátt nefnt hér. Næsta haust eru 15 ár frá því táknmálsfréttir hófust í sjónvarpi. 1975 hófst þátttaka í norrænu samstarfi. 1981 fékk félagið sérstakan prest - séra Miyako - sem hún færði sérstakar þakkir. 1986 var fyrsta norræna menningarhátíðin hér á landi. 1983 var fyrsti heyrnarlausi fram- bjóðandinn valinn, en það var einmitt Vilhjálmur kynnir. 1984 fengust textasímar og allnokkru síðar texta- miðstöð. 1987 hófst táknmálskennsla í Þroskaþjálfaskólanum. Samskipta- miðstöð heyrnarlausra fékkst svo 1991. Elliheimili var sett á stofn 1993. Félag daufblindra stofnað á liðnu ári. Minnti svo á að atvinnuleysið væri heyrnarlausum afar erfitt og kæmi þungt niður á þeim. Þar væri nú verið að vinna að sérstöku átaki í samvinnu við aðra aðila. Anna Jóna kvað textavarpið vel hafa reynzt. Fagnaði því að Heyrn- leysingjaskólinn væri nú tvítyngdur og allt þar í örri framþróun. Opinber viðurkenning táknmáls aðalbaráttu- málið. Nú væri félagið búið að fá túlk og færði félagsmálaráðherra þakkir fyrir það. Margt fleira kom fram í ágætri og yfirgripsmikilli ræðu Önnu Jónu. Að lokinni ræðu hennar flutti Rannveig Guðmundsdóttir ávarp og færði félaginu hlýjar hamingjuóskir í tilefni afmælisins. Hún sagði Félag heymarlausra meira virði fyrir félaga sína en önnur félög yfirleitt, því þar væri vettvangur heymarlausra í starfi og leik, baráttuvettvangur um leið. Hún kvað samfélagsástandið almennt hafa mikla þýðingu fyrir heyrnar- lausa, ekki síður en aðra. Hún sagði viðurkenningu táknmáls jafnréttis- mál- mannréttindamál um leið. Greindi frá skipan nefndar, sem gera ætti tillögur til frambúðar varðandi þjónustu við heyrnarlausa. Færði félaginu 300 þús kr. frá ráðuneytinu. Minnti á áfangasigra sem ýmis brýn mál nú, sem hún kvaðst vilja leggja lið. Brýnt væri að huga að fjölskyld- um heyrnarlausra, skapa þeim sem bezt skilyrði. Ámaði félaginu velfarn- aðar. Guðjón Magnússon flutti kveðjur heilbrigðisráðherra og árnaðar- óskir. Hann sagði ráðuneyti sitt í mörgu hafa mætavel stutt við félagið og baráttumál þess. Nú væri búið að tryggja fjármagn til þess að fá tölvu- síma nýja í stað gömlu textasímanna og áður yrði námskeið haldið til að kenna notkun þeirra. I þessum málum gilti bezt gagnkvæm virðing. Ávinn- ingarnir í þessum málum ekki hvað sízt árangur félagasamtaka fatlaðra. Sami eldurinn sem brennir viðinn, herðir líka stálið, sagði Guðjón að lokum. ína Jónasdóttir frá Engey - Lionsklúbbi - flutti hamingjuóskir og færði félaginu 100 þús kr. til gerðar myndbands fyrir börn, en þessi 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.