Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 6
Samstöðuhátíð á Sauðárkróki Eins og lesendum mun mætavel kunnugt hefur Öryrkjabandalag íslands gengist fyrir samstöðu- hátíðum á aðventunni undanfarin ár. Hin fjórða var svo haldin norður á Sauðárkróki 14. desember s.l., en áður hafa þær verið haldnar við Langholtskirkju í Reykjavík, á Egilsstöðum og í Mosfellsbæ (Hlein). Hefur jafnan verið frá þeim greint hér. Það var fjölmennt lið sem flaug til Sauðárkróks (að vísu fyrst til Húsavíkur, svo var Flugleiðum fyrir að þakka). Allt framkvæmda- ráðið fór norður: Ólöf Rík- arðsdóttir, Haukur Þórðar- son, Hafdís Hannesdóttir, Hafliði Hjartarson og Ólafur H. Sigurjónsson. Fram- kvæmdastjóri bandalagsins Ásgerður Ingimarsdóttir og Helgi Hróðmarsson starfs- maður samvinnunefndar voru og í för svo og undirritaður, þannig að Fréttabréfið færi ekki var- hluta af ferðasögunni. Eftir þægilegt flug og þingeyska lofttöku á Húsavík var komið til Sauðárkióks um hádeg- isbil. Eftir góðan málsverð með heimamönnum var haldið til fundar með svæðisráði Norðurlands vestra í Skagfirðingabúð, en þar er aðsetur Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. Formaður svæðisráðs Valgarður Hilmarsson setti fund og bauð alla velkomna. Framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu, Sveinn Allan Morthens fór yfir og útskýrði þau úrræði sem yfir væri búið á Norðurlandi vestra. Hann fór fyrst yfir búsetumál og þróun síðustu ára. Fyrsta sambýlið kom 1984 á Siglu- firði, á Gauksmýri var svo komið upp sambýli 1990 og nú á þessu ári tóku tvö til starfa þ.e. á Blönduósi og Sauðárkróki en það myndarlega tvíþætta átak var einmitt tilefni þess að ákveðið var að samstöðuhátíðin skyldi haldin nyrðra þar. Sveinn Allan fór svo yfir íbúðir þær á svæðinu sem þessu tengdust og þar með flutning íbúa af sambýlum yfir í íbúðir, sem væri hin gleðilega þróun þar sem víðar. Hann kvað búsetumál geðfatlaðra óleyst enn, en það væri eitt brýnasta verkefnið framundan. I umræðum kom fram að brýnt væri að tryggja næga þjónustu varðandi búsetu geðfatlaðra svo hún mætti heppnast, svo og að vafasamt væri að þjappa of mörgum geðfötluðum saman. Næst ræddi Sveinn Allan um dreifingu þjónustunnar um kjör- dæmið sem væri allsvipuð í öllum héruðum þess. Hann ræddi sér í lagi þjónustu við fötluð börn og gat þess í því sambandi að leikfangasöfn væru á Blönduósi, Sauðárkróki og Siglu- firði. Hann sagði sumardvöl fyrir börn allvel tryggða og varðandi stoð- þjónustu gat hann þess m.a. að iðja/ dagvist væri á þrem stöðum, einnig færi fram þjónusta á atvinnusviðinu með verkstjórn og ráðgjöf inn í fyrirtækin, svo og með skipulegri atvinnuleit. Hann sagðist telja að varðandi þjónustu við fatlaða almennt gilti öðru fremur að dreifa henni, færa hana heim til fólks sem bezt, jafnvel þó gæði yrðu ekki eins mikil. I umræðum hér að lútandi kom fram að aukið val á þjónustu væri aðalatriðið - að fólkið sjálft gæti valið. Komið var inn á frekari liðveizlu og það frumskilyrði fyrir henni að sveitarfélögin sæju vel fyrir lið- veizluþættinum. Næst var rætt um endurhæfingu fatlaðra á svæðinu sem væri heldur bágborin, ef frá væri talin sjúkraþjálfun sem væri víða. Héraðslæknirinn Sigursteinn Guðmundsson ræddi í því sambandi þá nauðsyn að koma upp á einum stað á svæðinu endurhæfing- araðstöðu s.s. stefnt væri að á Blönduósi. Haukur Þórðarson minnti á að með afnámi endurhæf- ingarlaganna 1983 hefði vægi endurhæfingar innan málaflokksins minnkað. Hann taldi á því nauðsyn að á hverju svæði væri miðstöð þjónustu af þessu tagi. Síðan urðu allmiklar umræður um skólamál og fyrirhugaðan flutning grunn- skólans alfarið yfir til sveit- arfélaganna. Álit manna ótvírætt að það mál þyrfti lengri og vandaðri undirbúning og alveg sér í lagi yrði að vera tryggt að sérkennsla fatlaðra sæti ekki eftir við skiptin. á var komið að umræðum um hlutverk og störf trúnaðarmanns fatlaðra á svæðinu. Sveinn Allan kvað þessa skipan hafa sannað gildi sitt, enda aðhald nauðsynlegt. Hann kvað samstarf trúnaðarmanns og Svæðis- skrifstofu afar gott og mikið leitað til trúnaðarmanns af hálfu starfsfólks sambýlanna. Hann taldi of þröngan stakk skorinn varðandi verkefni trúnaðarmanns þar sem eingöngu væri urn eftirlit á stofnanatengdri starfsemi að ræða og mætti kalla þetta eins konar friðþægingu kerfisins sjálfs. Séra Stína Gísladóttir sem gegnir starfi trúnaðarmanns fatlaðra greindi frá reynslu sinni. Hún kvað mestan tíma hafa farið í að kynnast heimilis- fólki sem starfsfólki, enda afar dýrmætt að ná sem beztu sambandi í byrjun. Hún sagði mikla nauðsyn á því að útvíkka starfssvið trúnaðar- manns svo allir fatlaðir mættu njóta krafta hans sem allra bezt. Hluti hópsins á hátíðinni 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.