Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 31
Af stjórnarvettvangi
Fundur var haldinn í stjórn
Öryrkjabandalags íslands þriðju-
daginn 14. feb. sl. og hófst kl. 16.45.
16 stjórnarmenn mættu. Formaður,
Ólöf Ríkarðsdóttir, setti fund og
stjómaði honum. Hún gerði grein fyrir
breytingum á nefndum þar sem Ólafur
H. Sigurjónsson hefði tekið sæti
Amþórs Helgasonar í stjórn Vinnu-
staða ÖBÍ. og Hafdís Hannesdóttir
sæti Arnþórs í
norrænni nefnd,
sem úthlutar
styrkjum til verk-
efna á Norður-
löndurn. Auk þess
hefði Arnþór sagt
sig úr stjórn Starfs-
þjálfunar fatlaðra
og hans sæti þar
tekið Ólöf Ríkarðs-
dóttirog sömuleið-
is sagt sig úr stjórn
Sjóðs Odds Ólafs-
sonar og varamað-
ur þar, Helgi
Seljan, tekið hans
sæti.
Ólöf fór svo
yfir ýmislegt af því
sem gerzt hafði frá síðasta stjórnar-
fundi. Minnti sérstaklega á sam-
stöðuhátíðina á Sauðárkróki sem hér
er frá sagt í blaðinu. Greindi frá marg-
víslegum baráttumálum í heilbrigðis-
og tryggingamálum sem fengizt hefði
verið við s.s.uppbótarskerðingu hjá
T.R., tvísköttun lífeyrisgreiðslna,
tilvísanakerfi o.fl. Gat nokkuð um
samstarf við Landssamband aldraðra
og forystu launþegasamtakanna.
Minnti bæði á nefndarstarf um aukið
námsframboð á höfuðborgarsvæðinu
þar sem Guðrún Hannesdóttir situr af
hálfu Öryrkjabandalagsins svo og um
áætlun Stúdentaráðs um betri náms-
tilboð og aðstöðu m.a. fyrir blinda og
sjónskerta. Einnig hefði Iðnnema-
samband Islands á 50 ára afmæli sínu
samþykkt að beita sér fyrir aðgengis-
málum fatlaðra í Iðnskólanum og
íbúðum honum tengdum.
Hún sagði því næst frá Norður-
landaráði fatlaðra þar sem þær
Asgerður eiga sæti fyrir Islands hönd,
en þar yrði stórfundur í byrjun marz á
vegum S.Þ. og verður frá honum
greint á sínum tíma. Hún kvað
bráðabirgðauppgjör liggja fyrir af
stórráðstefnunni: Eitt samfélag fyrir
alla og lofaði það góðu um afkomu.
Guðjón Ingvi Stefánsson gerði mál
verndaðra vinnustaða að sérstöku
umræðuefni, þar yrði bæði að
samræma kjör sem bezt og sjá til þess
að félagsleg réttindi væru tryggð.
Vonir standa til að atvinnumálanefnd
félagsmálaráðuneytis geri tillögur í
þessum efnum, sagði Ólöf.
á var komið að tjárhagsáætlun
bandalagsins sem gjaldkerinn,
Hafliði Hjartarson, fór vel og glögg-
lega yfir. Hann skýrði einstaka liði,
en gat þess um leið að áætlun fyrra
árs hefði staðizt frábærlega vel.
Helztu tölur eru þessar: Laun og önnur
rekstrargjöld rúmar 13 millj. kr.
Fréttabréfið 5.3 millj. kr. Erlend sam-
skipti 2 millj. kr. Ymis kostnaður s.s.
fundakostn. kynningarkostn. ofl. 2
millj. 550 þús. kr. Starfsþjálfun fatl-
aðra 1 millj. 150 þús kr. (húsaleigu-
styrkur). Styrktarsjóður Odds Ólafs-
sonar: 1 millj. kr. Ýmis önnur gjöld
s.s. samstarf við Þroskahjálp, ráð-
stefnugjöld, Tölvumiðstöð fatlaðra
o.fl. 1 millj. 350 þús. kr. Styrkir eru
samtals 8 millj. kr. Atvinnumál
fatlaðra - skuld 10 millj. Vinnustaðir
ÖBÍ 4 millj. Niðurstöðutölur eru 48
millj. 390 þús. kr.
Ráðgert er að hlutfall Hússjóðs af
tekjum íslenzkrar getspár hækki úr
64% í 67% og hlutur bandalagsins
lækki þá að sama skapi. Aætlunin var
einróma samþykkt.
æst var fyrir tekin umsókn
íþróttasambands fatlaðra að
Öryrkjabandalagi Islands. Fram-
kvæmdastjórn hafði rætt málið og
kynnt sér það, að íþróttasambönd á
Norðurlöndum eru
ekki innan öryrkja-
samtaka þar. Sam-
þykkt að aðild væri
ekki möguleg, enda
félagar íþrótta-
sambands fatlaðra
innan fjölmargra
félaga bandalags-
ins nú þegar. Hins
vegar var sam-
þykkt að efla sam-
vinnu milli þessara
tveggja aðila.
Næsti dagskrárlið-
ur var frásögn
Helga Hróðmars-
sonar starfsmanns
samvinnunefndar,
sem sagði frá ferð
sinni til Brussel í tengslum við Helios
II verkefni, en samþykkt hafði verið
að Öryrkjabandalag Islands fengi
áheyrnaraðild að þessum samtökum
innan Evrópusambandsins. Vísast um
margt til greinar Margrétar Margeirs-
dóttur um Helios - verkefnið sem
birtist á liðnu ári í Fréttabréfinu. Helgi
fór svo yfir hina ýmsu möguleika, sem
verkefnið kynni að búa yfir fyrir
bandalagið s.s. varðandi ferðaþjón-
ustu, menntunarmál, aðgengismál o.
fl., en auk fræðslu um hin ýmsu atriði
væri styrkja von ef vel til tækist. Helgi
mun síðar koma inn á þetta í grein í
blaðinu.
Síðast gerði Emil Thóroddsen
grein fyrir vinnuferli sem áætlað væri
í stefnuskrárvinnu fyrir bandalagið, en
auk hans sitja í stefnuskrárnefnd Ólöf
og Haukur, formaður og varaformað-
ur bandalagsins. Hann kynnti vinnu-
tilhögun þar sem öll aðildarfélög
bandalagsins kæmu að verki. Fleira
kom ekki fram á fundinum og var
honum slitið um kl. 18.30. H.S.
Frá Starfsþjálfun fatlaðra. Kolbrún Dögg þakkar fyrir sig og sína.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
31