Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 33
Geðverndarfélags Islands Af vettvangi Geðverndarfélag íslands er með aðsetur sitt hér í Hátúni 10 og þar eigum við hér á bæ góðan granna þar sem er Elísabet A. Möller fram- kvæmdastjóri félagsins. Elísabet er jafnframt stjórnarmaður hjá Öryrkja- bandalagi íslands fyrir sitt félag. Til að fræðast nú frekar um störf Geðverndarfélags Islands og umsvif þess öll tók ritstjóri Elísabet tali og innti hana fyrst eftir því, hve lengi hún hefði starfað sem framkvæmdastjóri félagsins og hvað væri nú verið að bardúsa daglega ? Ég hóf störf í apríl 1985 og hefi starfað samfleytt síðan. Ég þarf að sinna alls konar skrifstofustörfum, sem lúta að rekstri endurhæfingar- stöðvar félagsins og sambýlanna, sem er talsvert viðamikið. Þá vinn ég að útgáfu tímarits, fræðslurita, svo og þarf ég að sinna viðhaldi á eignum, vasast í mannahaldi o.fl. Ég spyr þá þessu næst, hver séu helztu viðfangsefnin sem Geðverndarfélagið fæst við í dag? Hjá okkur má segja að tvennt sé efst á blaði: endurhæfing á sjúklingum er hafa að baki langa sjúkrahúsvist og síðan sem bezt fræðsla um geðfötlun. I því síðamefnda hefur Öryrkjabanda- lag Islands lagt okkur gott lið. Hvað um útgáfustarfsemi og aðra félagslega starfsemi? Félagið gefur út tímaritið HLERAÐ I Mamman: “Bjössi minn, þú máttekki vera svona eigingjarn. Þú verður að leyfa bróður þínum að hafa sleðann jafnmikið og þú“. Bjössi: “Hann fær það. Ég renni mér niður og hann dregur hann upp“. * Og svo var það hann Óli sem kom alldrukkinn inn á skrifstofu forstjór- ans og sagði: “Góðan daginn, herrar mínir. Óskið mér til hamingju. Ég eignaðist þríbura í nótt“. “Til ham- ingju, en af hverju segirðu herrar mín- ir, ég er hér einn“, sagði forstjórinn. “Heyrðu annars, ég ætti kannski að “Geðvernd” sem kemur út einu sinni á ári og hefur að undanfömu fjallað um ákveðið meginefni hverju sinni. Einnig var gefið út fræðslusmáritið “Aðeins eitt líf’, sem hugsað var sem hjálptilhandaungufólki. Myndaður var starfshópur sem fór í framhalds- skóla víða um land, kynnti efnið og ræddi við nemendur. Nú eru í vinnslu tvö smárit sem koma munu út nú á þessu ári. Hverjir skipa svo stjórn félagsins nú? Formaður stjórnarinnar er Jón G. Stefánsson geðlæknir, en aðrir stjómarmenn eru: Gylfi Ásmundsson, HORNUM fara og skoða þríburana betur“, sagði Óli þá ráðvilltur vel. * Fyrir löngu gerðist alleinkennilegur atburður við jarðarför norður í landi. Stúlka ein, tónelsk vel, en fákæn að öðru leyti var við jarðarförina, en árátta hennar var sú að hún mátti ekki nálægt hljóðfæri koma þá lék hún uppáhaldslög sín á þau utan enda og við hvaða aðstæður sem var. Stúlkan var á kirkjuloftinu hjá organista og þegar kistan hafði rétt verið borin út úr kirkju og organistinn hætti útgöngulagi og stóð upp þá snaraðist stúlkan að orgelinu og lék af öllum Halldór Hansen, Þórunn Pálsdóttir, Sigurrós Sigurðardóttir, Jón K. Ólafsson og Tómas Helgason. Hvað viltu svo segja í lokin um málefni geðfatlaðra almennt og það sem þú teldir brýnast að gera í þeirra málum? Geðfötlun er vissulega mjög viðkvæmt mál fyrir þá sem veikjast og ekki hvað sízt fyrir aðstandendur. Enn vill fólk gjarnan fara í felur varðandi sjúkdóminn. Þetta minnir á það hversu leynt var farið með það hér áður fyrr, ef fólk veiktist af krabbameini. Vonandi tekst okkar kynslóð að opna umræður meira en orðið er um verndun hugans og það sem fyrir ber innra með okkur. Ég held það yrði öllum til góðs. Það sem ég tel brýnast alls er að komið verði á fót bráðamóttöku fyrir fólk í vanda þar sem margir veigra sér við að leita til geðdeilda, ef brýna þörf ber að. Finnar hafa rekið svona stöðvar í þremur borgum og segja þær hafa komið að mjög góðu gagni. Það er ljóst af þessum orðum Elísabetar, þó af mikilli hógværð séu sögð, að ærið margt er erjað og til gæfu gert á vettvangi Geðverndar- félags Islands. Um leið og Elísabet eru þökkuð greinargóð svör hennar er henni og félagi hennar alls góðs árnað fram á veginn til frekari starfa. H.S. lögum hratt og fjörlega: “Komdu og skoðaðu í kistuna mína”. * Karl einn undir Eyjafjöllum keypti á sama árinu þrjátíu almanök, og þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði gjört þetta, sagði hann: - Það stendur alveg á sama hvenær maður kaupir þetta og ég fékk þessi með afslætti. * Ágúst átt tvo syni, Daníel og Eyjólf. Daníel var félagsmaður mikill og talsvert áberandi í héraðinu, en Eyjólfur vann búi föður síns. Einu sinni sagði maður við Ágúst, að hann Daníel sonur hans væri vel gefinn. Gústi svaraði: - Eyvi er ekkert ver gefinn, hann fer bara betur með það. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.