Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Qupperneq 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Qupperneq 22
Fjölskylduhátíð FEPEDA í Southampton sumarið 1994 Arnar með pólskan vin sinn. Snemma vors óskuðu nokkur ungmenni eftir að fara á fjöl- skylduhátíð Evrópusamtaka foreldra barna með alvarlega heyrnarskerð- ingu (FEPEDA) í Southampton í Englandi. Þau voru: Arnar Ægisson, Camilla Björnsdóttir, Hilmar Þór Pétursson, Stefán Henrysson og Gunnar Már Olafsson sem býr í Noregi. Höfundur greinarinnar er foreldri eins ferðalangsins og var fararstjóri í ferðinni. Þau fjögur fyrstnefndu eru öll 15 ára og voru í unglingavinnu í Fjölskyldugarðinum í Laugardal. I vinnunni voru dagarnir taldir niður og spenningurinn jókst eftir því sem nær dró brottfarardegi. Loks var svo hinn langþráði dagur 23. júlí upprunninn og allir mættu í Keflavík. Á Heathrow flugvelli í London hittum við svo fimmta ferðalanginn, GunnarMá, 16 ára. Hópurinn var síðan keyrður í litlum langferðabíl til Southampton. Með í förinni var Sigurveig Alexand- ersdóttir sem er í stjórn FEPEDA og hefur sótt allar fyrri ráðstefnur félagsins svo við vorum ekki á flæðiskeri stödd. Hátíðin var sett seinnipart sunnu- dagsins 24. júlí svo við höfðum fyrsta kvöldið til að kynnast umhverfinu og frameftir sunnudegi til að fara inn í borgina og skoða okkur um. Ráðstefnugestir snæddu svo saman kvöldverð eins og við gerðum síðan alla daga. Og þar með var ballið byrjað. Stíf dagskrá var fyrir unglingana alla daga frá klukkan 8 á morgnana og langt fram á kvöld, en þó að skipulagðri dagskrá lyki ekki fyrr en seint á kvöldin hindraði það ekki unglingana frá að sitja uppi og spjalla langt fram á nætur (enda voru þau öll orðin græn í framan af þreytu þegar við komum heim). Samskipti auðveld Unglingarnir voru alveg frábærir að ferðast með. Aldrei neinar kvartanir, alltaf ánægð og mætt á réttum tíma, glöð og í góðu skapi þó við værum pínd áfram af harðri dagskrá. Sjálfsöryggi ungmennanna jókst þegar þau sáu fram á að þau gátu gert sig skiljanleg og að fólk “útlendingar” gerði allt sem í þeirra valdi stóð til að aðstoða og skilja þau, í verslunum, í skemmtigörðum og yfirleitt allstaðar þar sem við komum. Margir ákváðu að vera iðnari við enskunámið í vetur. Upprifjun ferðar Við hittumst þann 2. október síð- astliðinn og ræddum um ferðina, og ég spurði hvað væri eftirminnilegast úr förinni? Fyrst var allt sem við gerðum talið upp: Fyrsta daginn fórum við í skemmtigarð sem heitir Thorpe Park og liggur í útjaðri London. Tíminn var notaður út í ystu æsar og allir skemmtu sér hið besta. Við sáum einnig glæsilega sýningu dýfingar- fólks frá Las Vegas. Næsta dag var svo farið í sund í ævintýralaug með öldugangi og rennibrautum og síðan í Sea World þar sem við sáum hákarla og aðra fiska sem synda í sjónum kringum England. Eftir kvöldverð var „discotek“ fyrir unglingana. Miðvikudagurinn var kannski hápunkturinn. Þá var farið til London og dvalið þar í rúma 6 tíma. Við geng- um um miðborgina og sáum mann- lífið að ekki gleymdu fuglalífinu á Trafalgar Square. Það var heitt í Lon- don en öllum leist vel á borgina. Það var verslað í tölvubúð, farið í neðanjarðarlest og gengið að síðustu aðeins inn í Hyde Park. Mikið fjör Fimmtudagurinn var notaður til að skoða bílasafn og staðinn þar sem Nelson flotaforingi lét byggja skip sín. Síðan var farið í stutta bátsferð. Síðasti dagurinn var ævintýralegastur fannst krökkunum, þá fórum við á innanhússskíði, lærðum að skjóta af boga og sigla á kajak. Þessi heimsókn endaði með miklu fjöri þar sem allir hoppuðu út í sjóinn frá hárri bryggju. Klæðnaðurinn var ákaflega sérstakur: kafarabúningur, björgunarvesti, hjálmur og strigaskór. Kvöldið endaði með „discoteki“ og síðan var rabbað langt fram á nótt að venju. Samskipti og ferðalög Þegar búið var að rifja upp allt sem við höfðum gert og upplifað við mikinn fögnuð viðstaddra, þá fóru þau að hugsa. Eitthvað var það nú meira sem þessi för lét eftir sig. Vinirnir sem þau eignuðust og hvað í raun var auðvelt að skilja aðra þótt þeir töluðu annað táknmál. Auðveldast var að skilja danska vininn síðan kom pólska-, franska og enska táknmálið. Öll eiga þau sér nú nýja pennavini og skrifast á reglulega. 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.