Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 27
s Friðrik Agústsson: Hugleiðingar um sambýli Sjálfsbjörg - landssamband fatl- aðra - hefur á sínum vegum starf- andi tryggingamálanefnd, sem hefur farið vandlega yfir hina fjölmörgu þætti tryggingamála og um leið hversu þeir snúa að öryrkjum á ýmsan veg. Þarna er að verki fólk sem veit afar góð skil á viðfangsefninu, er þaul- kunnugt þessum málum og fylgist m.a. vel með ýmsum hræringum og breytingum í tryggingakerfinu. Hér verður ekki farið ofan í einstakar úttektir og ábendingar en hitt virðist glöggt að í mörgu hefur verið þrengt að hag öryrkja, í sumu ekki svo ýkja mikið en þrengt þó, í öðru allverulega þó annað sem gert hefur verið sé tekið með í reikninginn. Heildarniðurstaða í samantekt þeirra Arnórs, Braga og Sigurrósar er sem sé sú, að á liðnum árum hafi öryrkjar átt undir högg að sækja í ákvörðunum stjómvalda og í of mörgu hafi á verra veg gengið. Samtök fatlaðra hafa vissulega orðið þessa vör í baráttu sinni við að verja kjörin og vissa mín sú að án þess vökula varnarstríðs hefði margt á annan og lakari veg gengið fram, og sömuleiðis fullljóst að án góðs atfylg- is launþegahreyfingar hefði allt ver gengið. Hins vegar verður svo að minna stjórnvöld vel á það nú, þegar menn stæra sig stöðugt af stórkost- legum kaflaskiptum í efnahagslífinu og miklum fyrirsjáanlegum bata að sá bati skili sér örugglega til þeirra sem minnst bera úr býtum og örðugt eiga og utan efa eru öryrkjar þar í hópi. Ráðamönnum væri hollt að lesa úttekt Sjálfsbjargarfólks, þegar þeir fara að útdeila batafénu til fólks með réttlæti og jöfnuð að sjálfsögðu leiðarljósi. Það mundi auðvelda þeim mjög allt sitt vonandi veglega starf. xxx Skjótt skipast veður í lofti. I fyrstu molunum hér að framan var greint frá lagasetningu um tvísköttun lífeyrisgreiðslna. I nýgerðum kjarasamningum ar annar póll í hæðina tekinn sem sé sá að afnema í áföngum skatt af því sem menn greiða í lífeyrissjóð. Nú er að sjá hvort hvoru tveggja haldist eða hvort nýsett lög sem minnt var á í upphafi verði látin víkja. Við sjáum hvað setur. H.S. að er laugardagur og ég sit heima við borð sem við borðum við hérnaá sambýlinu Asparfelli 12. Þegar ég lít til baka til þess tíma þegar ég kom hingað finnst mér í senn að sumar mínúturnar hafi liðast áfram, verið ótrúlega lengi að líða, en í heild sinni hafi þetta verið örstutt ferli. Þó er ég búinn að vera hérna í tvö ár. Þegar ég kom hingað fann ég fljótlega inn á það að hér giltu ákveðnar reglur sem ég varð að setja mig inn í. í fyrstu varð ég að leggja töluvert á mig til að halda öllu í horfinu, elda mat og stunda þrifin. En eftir því sem tíminn hefur liðið hefur það orðið minna mál. En það sem vegur e.t.v. þyngra á metunum eru óskráðu reglurnar. Hvernig við umgöngumst og tökum tillit hvert til annars. Þarna er einhver hárfínn þráður sem liggur í loftinu og allt fellur og stendur með. Þarna hefur okkur hér á sambýlinu að mínu áliti tekist nokkuð vel til. Sambýli fyrir einstaklinga sem eiga við geðræna erfiðleika að stríða eins og það hefur verið orðað, næmir fyrir hvers kyns blæbrigðum í atferli hvers annars. Sem stendur vinn ég á vernduðum vinnustað og finnst mér ég verða ómögulegur ef ég hef ekkert að gera samanber fríið sem ég fór í í sumar. Þó finnst mér það ekki vera skilyrði fyrir því að búa í svona sambýli. Ef menn hafa eitthvað áhugavert að sýsla hérna heima við og eru ánægðir með það, þá finnst mér það líka allt í lagi. En ég er algerlega á móti því að hér eigi að vera einhver stofnana- bragur á. Eftir því sem við getum litið betur á þetta sem heimili okkar, því betri möguleikar á því að okkur geti liðið vel hérna. Svo flott húsgögn finnst mér ekki atriði heldur umfram allt að hér sé heimilislegt. En þetta byggist allt á okkur sjálfum þó visst aðhald sé allt í lagi. Það er fremur gráskýjað úti og eins og ég sagði áðan Friðrik Ágústsson er laugardagur og ég sit við matborðið en Valdimar er að horfa á sjónvarpið. Hinir tveir eru ekki heima. Einhvem tímann hefði mér t.d. alls ekki dottið í hug að ég ætti eftir að lenda hérna. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er og sennilega er til eitthvað verra hlutskipti en þetta. Og ef Guð lofar mun okkur e.t.v. heppnast þetta áfram. Þessari hugleiðingu um sambýli fyrir “geðfatlaða” vil ég ljúka á erindi úr Hávamálum. Ungur var eg forðum fór eg einn saman Þá varð eg villur vega auðigur þóttumst er eg annan fann maður er manns gaman. Friðrik Ágústsson. HLERAÐí HORNUM Það var í skíðaskálanum. Þar kom maður að sem annar var að bursta tennur sínar og spurði sá höstugur hvers vegna hann væri að bursta tennumar með sínum tannbursta. “Æ, ég hélt að þetta væri skíðafélagstann- burstinn”, svaraði sá með tannburst- ann. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.