Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Side 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Side 46
• I B RENNIDEPLI Nýtt ár færir ævinlega með sér ný viðfangsefni til úrlausnar á ýmsan veg, ný baráttumál sem vinna þarf samhliða þeim eldri sem ævar- andi eru mörg hver. Breyttar áherzlur kalla oft á ný viðhorf, nýtt stöðumat sem aftur krefst endurmats hjá okkur á ýmsu því, sem algilt hefur áður þótt. Þannig heldur þróunin áfram, von- andi alltaf á veg umbóta og framfara sem allra mestra. Ekki sízt eiga þessar staðreyndir við um málefni sem enn eru í mótun, þar sem fjölbreytilegar þarfir og um margt alls ólíkar koma við sögu og sinna þarf sem bezt á hverri tíð. Viðamikill málaflokkur og við- kvæmur um leið í einstaklingsbund- inni viðmiðun sinni s.s. er um málefni fatlaðra kallar á vökula varðstöðu, víða lífssýn og framsýni raunsæisins í hverju einu. Fötlun getur af margvíslegu tagi verið, samþætting mismunandi fatl- ana hjá ýmsum kemur einnig til og þess þurfa samtök fatlaðra ævinlega að gæta og gera öllum sem jafnast undir höfði, berjast víða á vettvangi fyrir réttindum og jafnræði og varast að einblína á eina fötlun öðru fremur. Þess hefur verið gætt svo vel sem kostur er af hálfu Öryrkjabandalags Islands, þó eflaust megi um áherzlur deila í einstökum tilvikum. Hagur fatl- aðra almennt, hver sem fötlunin er, hefur í fyrirrúmi allrar baráttu verið, þó ýmsum muni þykja sem árangur sé ekki sá sem skyldi. Þá ber þess og að gæta að við höfum nú að undan- förnu upplifað ærið samdráttarskeið með tilheyrandi útgjaldasparnaði á ýmsan veg, en þess í leiðinni getið þó að í mörgu hafa stjórnvöld hlíft þess- um málaflokki. En sóknin fram á við hefur að sjálfsögðu goldið þessa ástands sem vonandi sér nú fyrir end- ann á. Nú um stundir er umræðan allra helzt á þann veg að málefni fatlaðra eigi að færast frá ríki yfir til sveitar- félaga og oft rætt svo, sem þar sé ein allsherjarlausn fundin og málefni fatlaðra þar með afgreidd í eitt skipti fyrir öll. Vissulega er mikils virði að færa vald heim í hérað, vissulega á það að vera af hinu góða að færa málin nær fólki til úrlausnar, nálægðin hefur sína kosti svo sannarlega en allt þetta segir þó ekki alla sögu um hversu til muni takast. Það sem mestu skiptir er auðvitað hvernig til tekst um yfirfærsluna, hvaða fjármunir fylgja yfir í mála- flokkinn hjá sveitarfélögunum, hversu séð er til þess að eðlilegt framhald þróunar eigi sér stað, hversu sértækir þjónustuþættir ásamt öllum aðbúnaði eru áfram tryggðir og einfaldlega það að fatlaðir missi einskis en hafi af ávinning, ekki sízt til framtíðar horft. Verkefnatilfærsla án slíkra trygginga og annarra áþekkra hefur enga þýð- ingu, gerir fötluðum ekkert gagn. Það vefst nokkuð fyrir mönnum að flytja grunnskólaþáttinn alfarið heim í hérað svo langþróaður sem hann er þó og vissulega er það rétt að þar er margs að gæta. En hvað þá um málaflokk í mótun með ótal óleyst verkefni s.s. er um málefni fatlaðra ? Að því skyldu menn gæta grannt við slíka yfirfærslu, að farsælt fram- hald góðra framfara sé tryggt og það taki til allra fötlunarhópa. Það skulu mín eggjunarorð á ári nýju. *** Samhliða fjárlagaafgreiðslu fyrir næstliðin jól voru samþykkt lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum en lög þessi hafa í áranna rás fengið hið óvirðulega heiti: bandormurinn, sakir þess að þarna er um liðskipt lög að ræða sem taka til margra mismunandi laga. Þriðja grein þessara laga fjallar um Framkvæmdasjóð fatlaðra. Þar segir “að þrátt fyrir ákvæði laganna um hlutverk Framkvæmdasjóðs fatl- aðra er á árinu 1995 heimilt að verja allt að 40% af ráðstöfunarfé sjóðsins til eftirfarandi verkefna o.s.frv.” Síðan eru þau verkefni talin upp sem þannig á að fjármagna með fé sjóðsins í stað þess að fyrir þeim útgjöldum sé séð beint á fjárlögum. Þessi verkefni eru: a) frekari liðveizla skv. 25. og 29. gr.; b) félagsleg hæfing og endurhæfing skv. 26. og 27. gr.; c) kostnaður við starfsemi stjórnar- nefndar; d) greiðsla rekstrarkostnaðar á sam- býlum skv. 3. tölul. 10. gr. sem hafinnerreksturáeftir l.jan. 1995 og e) til greiðslu kostnaðar við stuðn- ingsfjölskyldur mikið fatlaðra barna skv. 21. gr. Allar lagatilvitnanir eru í lög nr. 59 1992 um málefni fatlaðra. Hér eru mörg verkefni komin saman og þegar allt er talið og tíundað mun næsta öruggt að þessi 40% sjóðs- ins verði fullnýtt til rekstrarverkefna. Eins og fólk eflaust man þá er þetta annað árið sem Framkvæmda- sjóður fatlaðra skal fjármagna verk- efni sem eru utan lögboðinna verkefna hans í raun. A liðnu ári mátti verja allt að 25% af fé sjóðsins til aukaverkefna að boði “bandormsins” þá og láta mun nærri að svo hafi eftir farið. Svo sem nú var þetta bráðabirgðaákvæði sem aðeins gilti til ársins, en alkunna er varðandi önnur lög að slík ákvæði eru ekki svo glatt komin út aftur. *** Hér má því miklu fremur reikna með varanlegu ákvæði og þá hljóta samtök fatlaðra að taka málið upp til vandlegrar umræðu og fá við- ræður við stjórnvöld um hversu með skuli farið. Eins og sjá má er hér um veigamikil verkefni að ræða sem miklu skipta fyrir gengi og þróun málaflokksins og marglofað samráð við samtök fatlaðra því nauðsynlegra. Að þessu sinni var ekki einu sinni við samtökin rætt, þó ekki væri nema til kynningar. Meginspurningin lýtur auðvitað að því, hvort því skuli unað, að sjóðurinn sé til rekstrar nýttur umfram lögin um málefni fatlaðra og það í svo ríkum mæli nú að nálgast helming fjármagnsins. Hér duga ekki árlegir duttlungar löggjafa og stjóm- valda, og því þarf að taka málið upp með nýrri ríkisstjóm og fara vandlega ofan í sauma málaflokksins í heild og 46

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.