Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1995, Blaðsíða 8
• • /
Haukur Þórðarson varaform. OBI.:
á samstöðuhátíð
/
Avarp
• •
Oryrkjabandalag Islands hefur um
nokkurt skeið haldið þeim sið að
efna til samstöðuhátíðar hér og þar um
landið á þessum tíma árs þegar
skammdegið er mest, þegar birtan er
styst og dimman lengst.
Tilgangurinn með samstöðuhátíð
ÖBI. í svörtu skammdeginu er af
ýmsum toga, m.a. sögulegum, því að
upphafið má rekja til einskonar
samblásturs sem brast á gagnvart
tilteknum hópi fatlaðra fyrir nokkrum
árum og bar það til á þessum tíma
skammdegisins. Þá var samstöðu
sannarlega þörf og hún gaf árangur
sem erfiði. Samstaðan leiðir ávallt til
einhvers ávinnings og okkur er hollt
að vera minnt á það af og til að
samstaða hefur samfélagslegt og
hugsjónalegt gildi, bæði tímabundið
og til frambúðar.
Fatlaðir eru margleitur hópur, að
sjálfsögðu, en þeim er það sam-
eiginlegt að eiga á einn hátt eða annan
öðruvísi tilveru og öðruvísi hlutdeild
en ófatlaðir í samfélaginu. A.m.k. einn
maður af hverjum tíu hér á Vestur-
löndum býr við einhvers konar skerð-
ingu af völdum fötlunar, að því sagt
er, eða 10% manna. Sumir nefna
jafnvel hærri hundraðstölu, 15% og
hlutfallið er að sjálfsögðu enn hærra í
þróunarlöndunum.
Ef við tökum svona hlutfallstölur
hátíðlega og alvarlega eru um
25-30 þúsund Islendingar athafna-
skertir, á einn eða annan hátt, vegna
fötlunar. Samstaða þessa hóps er brýn
Haukur Þórðarson
af augljósum ástæðum: Hópurinn
verður, raunar eins og aðrir hópar í
samfélagi manna, að vinna sjálfur að
málum sínum, því að aðrir gera það
ekki nema í takmörkuðum mæli.
Ég rakst nýlega á þá athyglisverðu
ábendingu í blaðagrein að öryrkjar og
ellilífeyrisþegar búi við býsna áþekka
aðstöðu hvað varðar ýmis réttindamál
og samneyslumál. Vel má þessi
ábending vera rétt. Á það hefur líka
verið bent að lítið er um það að fólk
úr þessum hópum veljist til ábyrgðar
eða komist til áhrifa í stjórnmálum,
eigi t.d. litla hlutdeild í sveitar-
stjórnarmálum, hvað þá störfum hins
háa Alþingis. Ellilífeyrisþegarnir
sökum aldurs, nú þykir allt að því
sjálfsagt að skipta út mönnum eins
fljótt eftir sextugt og auðið er. Hinir
fötluðu sökum þess að þá skortir flesta
að jafnaði atorkuna, aðstöðuna og
fjármagnið sem til þarf í stjórn-
málaumrótið.
Ef við leggjum þessa tvo hópa í
einn gæti samtalan verið 50 - 60
þúsund manns, eða með öðrum orðum
um fimmtungur þjóðarinnar. Það telst
vænn hópur á leiksviði stjórnmálanna
ef út í það væri farið. Ekki velti ég
þessu upp til að hvetja þá sem hér um
ræðir til að stofna stjórnmálaflokk,
síður en svo, en þessi hópur verður
að láta meira til sín taka á hinu
pólitíska sviði en hann hefur gert til
þessa, og þá hvar í þeim flokki sem
hann kýs.
Einn tilgangur samstöðuhátíðar
ÖBÍ. í svartasta skammdeginu er að
bregða táknrænni birtu á dimmuna
með því að kveikja ljós á tré. Grenitré
er jólatré, ljósin jólaljós. Það er ekki
ýkja gamall siður hér á landi að setja
ljós á tré kringum jól. Þeim mun eldri
er sá siður að lýsa upp skammdegið
með því ljósmeti sem tiltækt hefur
verið á hverjum tíma, grútartýrum,
tólgarkertum, vaxkertum og núna
rafmagnsljósaperum. Skammdeg-
islýsing er eðlisbundið viðbragð hjá
okkur sem búum á norðurslóðum til
að vinna bug á myrkrinu og til að
minna á bjarta daga og nætur fram-
undan.
Mig langar til í lok máls míns að
minnast hér eins af sonum
Skagafjarðar sem horfinn er sjónum
yfir móðuna miklu, Jóhanns Péturs
Sveinssonar, sem tókst með ofur-
mannlegum hætti að halda hlut sínum,
halda sínu striki, þrátt fyrir mjög
umtalsverða hreyfihömlun. Jóhann
sem lést langt um aldur fram á síðasta
sumri var mikið leiðtogaefni og
ótrauður baráttumaður. Það er við
hæfi að við minnumst hans hér á
slóðum uppruna hans með andar-
taksþögn.
Öryrkjabandalag fslands óskar
íbúum á Norðurlandi vestra hjart-
anlega til hamingju með stórglæsilegt
sambýli á Sauðárkróki og árnar íbúum
þess heilla og hamingju um alla
framtíð. jj þ
HLERAÐ I HORNUM
Kona óðalsbóndans kom til hans og sagði: “Þeir segja að hún Gunna vinnukona
eigi von á bami”. “Hún um það“, anzaði bóndi.“ Þeir segja að þú sért faðirinn”.
“Ég um það”, svaraði bóndi. “Er ekki von að mér sárni?” “Þú um það”, sagði
bóndi þá.
*
Boðorðin hafa bögglast fyrir brjósti manna, bæði það að læra þau og ekki
síður auðvitað að fara eftir þeim. í skóla einum gekk nemanda með afbrigðum
illa að læra boðorðin og blandaði þeim illilega saman. Einu sinni kom þetta
boðorð frá pilti: “Þú skalt ekki giftast náunga þínum”.
*
Einu sinni kom þetta svar við spurningu um hver væri undirstaða alls dýralífs
í sjó: “Botninn“.
8