Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Side 8
að leggja vanga við vanga, pabbi
kyssti alltaf mágkonur sínar. Maður
fær svo mikið út úr innileika og snert-
ingu. Mikil undirstrikun, ef klappað
er hlýlega á öxl. Tillitssemi er ótrúlega
mikils virði fyrir fatlað fólk.
Það er erfitt að mæta kveðjunni:
“þú þekkir mig auðvitað!” og vera
settur í streitu getgátunnar. En jafn
elskulegt að fá kveðjuna: “komdu
sæll, þetta er ég...” Útgeislun fólks
er margvísleg. Sumir bera með sér
öryggi, aðrir óöryggi - fyrir þá sem
eru í návist þeirra.
Eg hef ekki séð bamabömin mín,
en þau faðma afa sinn alltaf. Mérþyk-
ir afskaplega vænt um að fjölskyldan
er ekki feimin við blinduna. Strákarn-
ir eru jafnvel montnir af að eiga blind-
an afa.”
- HVERS SAKNARÐU MEST
AÐ SJÁ EKKI?
“Auðvitað sakna ég þess að geta
ekki blaðað í bók. Held samt, að ég
sjái mest eftir málverkunum. Ég hafði
svo geysilega gaman af að sökkva mér
ofan í vel gerða mynd. Við hjónin fór-
um mikið á málverkasýningar og
keyptum málverk sem hrifu okkur.
Það er hægt að ímynda sér sól og
fjöll og veðráttu og láta lesa fyrir sig,
en útilokað að sjá málverk með aug-
um annarra. Enginn les myndmálið
eins. Líka mikill sjónarsviptir að hafa
ekki séð fallega konu í 22 ár,” bætir
Halldór við með eftirsjá í röddinni.
Samt er ég gœfumaður
“Þegar ég lít um öxl yfir líf mitt,
finnst mér að ég hafi verið mikill láns-
og gæfumaður. Ég fæðist með sjald-
gæfan og þá lítt þekktan augnsjúk-
dóm, sem hefði getað valdið blindu á
unga aldri, en ég held sjón til fimm-
tugsaldurs. Ég kemst að nokkru leyti
fyrir tilviljun í undirbúningsdeild
Einars Magnússonar. Næ inntökuprófi
í Menntaskólann í Reykjavík og
heppnast að klára hann sómasamlega.
Síðan fer ég í Háskólann og lýk þaðan
embættisprófi í lögfræði eftir sex ára
nám. Átján ára fer ég að vinna með
námi, hef alltaf haft vinnu síðan og
getað séð fjárhagslega vel fyrir mér
og mínum.
Rúmlega tvítugur kynnist ég yndis-
legri dugnaðarstúlku, Þorbjörgu Jóns-
dóttur frá Seyðisfirði. Við giftum okk-
ur árið 1946. Alla tíð síðan hefur hún
staðið eins og klettur við hlið mér í
gegnum súrt og sætt. Við eignuð-
umst þrjár dætur sem allar eru andlega
og líkamlega heilbrigðar. Dætur okk-
ar eru giftar og fyrirmyndar húsmæð-
ur - hafa menntað sig til ólíkra starfa
og njóta allar virðingar hver á sínu
starfssviði. Þær eru: Ásthildur sér-
kennari í Engjaskóla, Jónína fóstra á
Akranesi og Andrea sem er við stjórn-
unarstörf í íslandsbanka.
Ég á mjög marga vini og fáa óvild-
armenn, enda veit ég ekki til þess að
ég hafi af ásettu ráði gert á hluta ann-
ars manns. Þrátt fyrir sjóndepru og
blindu, hefur mér heppnast að lifa
góðu og árangursríku lífi og er ham-
ingjusamur eldri borgari í dag. Ég hef
aldrei í bænum mínum beðið guð um
að gefa mér sjón, aðeins að gera mig
færan um að lifa lífinu eðlilega með
þeirri sjón sem nrér er gefin hverju
sinni. Finnst það bara frekja að biðja
guð um sjón, þegar maður á að vera
blindur.”
Rapsódía lífsins á sér tilgang
Halldór sækir styrk sinn í trúna.
“Ég er afskaplega trúaður og mikill
dýrkandi Maríu meyjar og Jesú Krists.
Einnig hef ég leitað til huglæknanna,
Einars frá Einarsstöðum og Harrý
Edwards í Bretlandi.” Halldór segir
sig engu skipta, þótt báðir séu látnir.
Þeir hjálpi sér enn að lifa sem blindur
maður.
Halldór hefur persónulega reynslu
af krafti bænarinnar. Fyrir átta árum
kvaldist hann af truflun í blöðruháls-
kirtli og lagðist á bæn. Skurðaðgerð
er ákveðin eftir ítarlega skoðun. “Ég
er keyrður á skurðstofuna og svæfður.
Vakna á skurðarborðinu þegar sagt er:
“Við fórum að athuga þetta nánar,
Halldór minn - það er ekkert að þér!”
Halldór beitir líka rökhugsun,
þegar hann leitar svara við lífsgátunni:
“Við sleppum ekki við líf eftir
dauðann, þótt Cicero segi: - Hvað er
yndislegra en að fá að sofna eftir erfrð-
an vinnudag! Allt kerfið í tilverunni,
allt sólkerfið bendir til lífs eftir dauð-
ann. Hinn órjúfanlegi lífshringur er í
öllum trúarbrögðum.
Ég er örlagatrúar, trúi því að allt
sem kemur fyrir mann, eigi sinn til-
gang. Otrúlegt, hvað lagt er á sumt
fólk - slrkt getur ekki verið án tilgangs.
Ekkert vit í því að allt sé lagt á einn,
á meðan annar sleppur. Það er sann-
færing mín - að hver lífsraun sé
vígsla fyrir erfiðara hlutverk á öðru
lífsskeiði.”
Þétt handtak í kveðjuskyni. Síðan
horft á eftir vörpulegum karlmanni,
teinréttum í baki, sem gengurhiklaust
inn í húsið sitt. Halldór virkar ekki
blindur. Hann missir sjónina á besta
aldri og verður því alltaf ungur í hugs-
un. Elli kerling mun seint ná tökum á
Halldóri.
Oddný Sv. Björgvins
Þakkað fyrir sig
Eins og lesendur eflaust vita fengu allir miðaeigendur í
Happdrætti SÍBS hina ágætustu og eigulegustu bók nú í ágúst.
Bókin heitir Lífið sjálft og hefur að geyma Ijóð - handskrifuð af
höfundunum sjálfum. Einn umboðsmanna happdrættisins, Ásgeir
Metúsalemsson á Reyðarfirði fékk að launum fyrir afhendingu
bókarinnar einkar vel gerða vísu, en höfundur hennar er listapenninn
Bragi Björnsson frá Surtsstöðum í Jökulsárhlíð. Ásgeir hringdi í
ritstjóra og hér er svo vísan væna:
Hægt þó sígi á ellieykt
eytt sé þrekið langt um hálft
mér hafa gleði kvæðin kveikt.
Kæra þökk fyrir Lífið sjálft.
Bragi Björnsson.
8