Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Page 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Page 10
Hlutverk frjálsra félagasamtaka: Ráðstefna á vegum s Mannréttindaskrifstofu Islands Mannréttindaskrifstofa íslands bauð til ráðstefnu dagana 13. - 15. júní undir yfirskriftinni “Hvert er hlutverk frjálsra félagasamtaka í sam- félaginu”. Eg hafði þá ánægju að sitja þessa ráðstefnu sem fulltrúi ÖBI. Aðstoðarframkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofunnar í Dan- mörku, Birgit Lindsnæs, opnaði ráð- stefnuna með inngangserindi. Hún ræddi sérstöðu og skilgreiningu á frjálsum félagasamtökum sem á ensku kallast non-governmental organiza- tions skammstafað NGOs. Birgit rakti upphaf frjálsra félaga- samtaka allt til síðustu aldar. Á stofn- fundi Sameinuðu þjóðanna var sam- þykkt að félagasamtök skyldu gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi stofn- unarinnar. Þar með fékkst alþjóðleg opinber viðurkenning á mikilvægi frjálsra félagasamtaka í þróun lýðræð- is og mannréttinda í heiminum. Fjöldi frjálsra félagasamtaka og áhrif þeirra hafa aukist gífurlega siðustu áratug- ina. Á fyrstu árum Sameinuðu þjóð- anna var 41 félag með ráðgefandi stöðu en ætla má að þau séu orðin um 1000 ídag. Frjáls félagasamtök eru skilgreind sem samtök einstaklinga sem starfa að sameiginlegum hagsmunum. Þau eru ekki hluti af ríkis- valdinu né heldur viðskiptaheiminum. Frjáls félagasamtök hafa því oft verið kölluð þriðja aflið í lýðræðisþjóðfélagi við hliðina á ríkis- valdinu og frjálsum markaði. Styrkleiki frjálsra félagasamtaka er talinn liggja í lítilli skriffinnsku eða sveigjanleika og frumleika við lausn erfiðra félagslegra vandamála. Þá gegna þau mikilvægu eftirlits- og aðhaldshlutverki auk þess að vera góður skóli fyrir hugmyndir lýðræðis og mannréttinda. Frjáls félagasamtök eru jafnframt talin hafa góða samn- ingsstöðu gagnvart ríkisvaldinu. Þessir eiginleikar gera félagasamtökin mjög hæf til þess að beita sér í sam- félaginu þar sem ríkisvaldið og mark- aðurinn hafa brugðist. Á ráðstefnunni urðu líflegar um- ræður um skuldbindingar sem gætu fylgt fjárhagslegum tengslum við ríkisvaldið í gegnum styrki eða þjón- ustusamninga. Það komu upp þau sjónarmið að frjáls félagasamtök mættu ekki þiggja opinbert fé né reka þjónustu fyrir hið opinbera heldur yrðu þau að halda “hreinleika” sínum svo ekki færi broddurinn af hags- muna- og réttindabaráttunni. Á móti var bent á að með fjárhagslegum stuðningi hins opinbera væri verið að viðurkenna nauðsyn frjálsra félaga- samtaka fyrir samfélagið og því væri sjálfsagt að þiggja slíka styrki. En til þess að fyrirbyggja eða í það minnsta draga úr hugsanlegum hagsmuna- árekstrum við fjárveitingavaldið komu fram nokkrar ábendingar. Allir Útskriftaraðall í Hringsjá ásamt kennurum og stjórnarformanni. Sjá bls. 13. samstarfssamningar við hið opinbera yrðu að vera mjög skýrir. Félögin ættu ekki að nota sjálfsaflafé sitt til að reka samfélagsþjónustu sem ætti að vera í höndum annarra og þau ættu að forðast að lenda í þeirri aðstöðu að útdeila takmörkuðum gæðum til fé- lagsmanna sinna. Setja þyrfti almenn- ar reglur um tjárstuðning ríkisins við félagasamtök svo þau væru ekki háð duttlungum einstakra stjórnmála- manna eða fjárlagavaldsins á hveijum tíma. Nokkuð var rædd sú staða eða það tómarúm sem skapast þegar dregur úr getu eða vilja rfkisvaldsins til þess að reka sjálft samfélagslega þjónustu og gera í þess stað samninga við hinn frjálsa markað eða hags- munaaðila um reksturinn. Hæfileiki frjálsra félagasamtaka til þess að leysa ýmsan vanda sem ríki og markaðurinn ráða ekki við er óumdeildur en hvem- ig eiga þau að bregðast við þessum breytingum á rekstrarformi hluta sam- félagsþjónustunnar? Að mínu viti ættu menn fyrst og fremst að keppa að því að þjónustan verði bæði meiri og betri og komi fyrr en seinna fremur en að deila um hver eigi að reka hana. Það er farsælla og árangursríkara að vinna með þeim sem vill samstarf frekar en að pína þann sem ekki vill. Ég þakka ÖBÍ fyrir þá ánægju að fá að sitja þessa merku ráðstefnu og legg það að lokum til að þessi fjölmennu frjálsu fé- lagasamtök sem Öryrkjabandalagið er gerist formlegur aðili að Mannréttinda- skrifstofu íslands. Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.