Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Side 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Side 17
inga með hvers konar fatlanir væri fyrirferðarmest og m.a. í mjög aukn- um mæli misþroska börn - þjálfunin tæki raunar allt tii kornabarna. Síðan er hin almenna sjúki'aþjálfun mikil og talsvert um að eldra fólk komi í sjúkraþjálfun eða nudd. 30 manns samtals ynnu á stöðinni þegar allt væri talið. Þar eru 15 - 16 stöðu- gildi sjúkra- og iðjuþjálfa, en í raun vantaði aukna þátttöku iðjuþjálfa. Sigrún sagði að á næsta ári yrði hætt að halda úti bifreið s.s. gert hefði verið og nú kæmi til kasta Ferðaþjónustu fatlaðra að sinna akstr- inum. Það væri einfaldlega of dýrt að halda úti bifreið, þó dýrmætt væri og hefði verið í áranna rás, enda bíl- stjórinn, Sigurður Ólafsson, rómaður fyrir röskleika og lipurð. I sambandi við ferðaþjónustu vildi Sigrún koma því að, að hún teldi að Reykjavíkur- borg ætti að veita öldruðum aukna þjónustu m.a. til ferða í sjúkraþjálfun sem væri þessu fólki mikil nauðsyn til að halda sér betur við. Eins og lesendur fá um fróðleik annars staðar var æfingastöðin fyrst- til húsa á Sjafnargötu þangað til hún fluttist á Háaleitisbrautina, en hún er einmitt 40 ára á þessu ári og verður mikil afmælishátíð nú í desember. Þá verður vígð ný og fullkomin sundlaug við stöðina, 6 x 12 1/2 m., fram- kvæmd sem kostað hefur um 50 millj. kr. Rausnarlegar gjafir til Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra hafa í raun tryggt framgang framkvæmdar þess- arar. Sigrún kynnti m.a. rausnarlega dánargjöf Kiistínar Bjömsdóttur fyrr- um stafsmanns Sameinuðu þjóðanna þar sem í hlut Styrktarfélagsins komu rúmar 26 millj.kr., en Krabbameins- félagið fékk einnig sömu upphæð. Sigrún sagði að stofnaður yrði sjóður af hluta af dánargjöf þessari sem skal styrkja fötluð börn og unglinga og ganga til menntunar þeirra og sér- menntunar sem sé í samræmi við hæfni þeirra og möguleika. Sömu- leiðis myndi sjóðurinn styrkja rann- sóknir á fötlun. Sigrún ræddi svo um hið mikla hlutverk Reykjadals, en ætlunin er að veita síðar verulega góða innsýn í það verðmæta starf sem þar fer fram, en um Reykjadal sent aðra starfsemi félagsins er allnokkuð fjallað annars staðar. Sigrún vildi koma því að að styrkur Öryrkjabandalagsins til félagsins hefði komið sér afar vel m.a. til rann- sókna svo og endurnýjunar búnaðar í Petö-herberginu - þar sem ungbörnin eru. Alvaran felist hins vegar í því að halli væri á starfseminni, bæði í Reykjadal og á æfingastöðinni og á því yrði að fást leiðrétting. Hlerað í hornum Þegar kerlingu einni var sagt frá því fyrr á öldinni að samfelldurhafís lægi milli Vestfjarða og Grænlands og karl og kona hefðu farið fótgangandi alla leið til Grænlands, þá varð henni að orði: “Ja, haldið þið að það hafi verið lifnaður þarna á ísnum.” Yið gengum svo um garða og fengum góða leiðsögn m.a. lit- um við inn til Unnar Guttormsdóttur sem sér um ungbarnaþjálfun. Þar eru að meðaltali 30 - 35 börn á mánuði í vinalegu og notalegu umhverfi þar sem allt er sérhannað fyrir þessi litlu kríli. Þarna er svo rúmgóður æfinga- salur með hvers kyns tólum, tækjum og rimlum til þjálfunar - hægt er að tvískipta salnum og í öðrum helm- ingnum eru oft haldnir fyrirlestrar um hin aðskiljanlegustu efni. Svo geng- um við um þar sem allmargir klefar eru fyrir almenna sjúkraþjálfun, sem ævinlega er þéttsetin. Við komum svo inn til iðjuþjálfanna í sal þeirra þar sem markviss örvun skyn- og hreyfi- þroska fer fram og síðan einnig í minna herbergi þar sem m.a. eru æfðar fínhreyfingar. Börnin koma yfirleitt tvisvar til þrisvar í viku. Iðjuþjálfar kváðu misþroska böm t.d. sýna miklar framfarir, en þau væru oft snertifælin, vantaði fínhreyfingar og einbeitingu og eru stundum ofvirk, vildu fara úr einu í annað. Þar sem biðlisti í með- ferð væri svo langur væri leitast við að kalla börnin inn til prófunar og veita svo foreldrum, leikskólum og skólum leiðbeiningar um það sem geramætti. Þarnavinna7 iðjuþjálfar í 5 stöðugildum. Alls kyns spil og þroskaleikföng eru þarna og tölvan óspart notuð - sérstök forrit fyrir börn- in með myndum, stöfum, púsli o.fl. Síðan er þarna sérherbergi fyrir próf- anir. Iðjuþjálfar létu mjög vel af sam- starfinu við Tölvumiðstöð fatlaðra sem reyndist dýrmætt. Hér er aðeins á fáu einu tæpt af þ ví sem við fengum augum litið og vorum frædd um á þessu föstudagssíðdegi. Við færum Sigrúnu og hennar fólki einlægar þakkir fyrir vermandi við- tökur og árnum þeim og félaginu alls hins bezta í uppbyggjandi starfi og þýðingarmiklu hlutverki þess fyrir fatlað fólk í landinu. H.S. ** Þeim kom ekki alltof vel saman skipstjóra og stýrimanni á fari einu. Einu sinni þegar stýrimaður var á vakt og vissi upp á sig nokkra skömm sá hann að í skipsbókina hafði skipstjóri skrifað: Stýrimaður fullur í dag. Stýrimaður svaraði fyrir sig með því að skrifa: Skipstjórinn ófullur í dag. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.