Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Page 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Page 41
Gluggað í góð rit og gott betur sem fór til Noregs til náms í blindra- hundatamningu, en það er þriggja ára nám. Hún kveður Labrador og Golden retriever hunda hafa reynzt bezt. Auður leggur áherzlu á að blindrahundur sé hvorki galdraverk- færi né gæludýr og oft getur verið vandaverk að para saman hund og eig- anda eins og hún kallar það. Auði dreymir um að brátt komi tík sem hún er með í þjálfun til Islands, verði fyrsti hundurinn sem til Islands komi - og hann verði þá fullkominn! Halldór Sævar Guðbergsson sem er blindur á öðru auga og með 10 % sjón á hinu útskrifaðist sem íþróttakennari 1995, en áður hafði hann tekið stúdentspróf. Halldór Sævar segir frá íþróttaþátt- töku sinni og ótal keppnisferðum á lifandi og fjörlegan hátt. Nám hans í Iþróttakennaraskólanum, erfiðleikar sem unnar þrautir, er vel tíundað. Eftir útskrift hefur Halldór Sævar kennt sund m.a. og þjálfað í frjálsum íþrótt- um. Hans starf nú er fjáröflunarfulltrúi Blindrafélagsins og kveðst hann hafa nógu að sinna. Gísli Helgason segir frá útgáfunni á Völdum greinum í 20 ár, en Gísli sér vel um þær. Áskrif- endur eru nú á afmælisári tæplega 170. í hers höndum nefnist einstak- lega skemmtilegt viðtal við Helga Guðlaugsson níræðan en hann býr Hópur í blindrabolta. fiskframleiðslu í þunkklefum. Margs fróðari er sá er á fund við Helga Guð- laugsson. Guðmundur Viggósson yfirlæknir Sjónstöðvar skrifar afar fróð- lega grein um aldursrýrnun í augn- botnum. Algengi kvillans vex eðlilega ört við aldur, er t.d. 2.3 % í aldurs- flokki 60 - 65 ára, 27 % í hópnum 75 - 80 ára og yfir 50 % hjá eldri en 80 ára. Nánast enginn munur er eftir kynjum. Fyrstu einkenni yfirleitt versnandi lestrarsjón. Guðmundur greinir svo frá gangi sjúkdómsins og mögulegri meðferð. Aðstoð Sjón- stöðvar felst aðallega í útvegun sjón- hjálpartækja. I framhaldi af grein Guðmundar eru í blaðinu viðtöl við Aldísi Magnúsdóttur og Þorstein Löve sem bæði urðu fyrir aldursrýrn- un í augnbotnum. Þrátt fyrir ærna erfiðleika eru bjartsýni og baráttuvilji í fyrirrúmi hjá báðum. Auga fyrir auga er nafn á viðtali við Stefán Baldursson Þær stöllur segja frá af sannri sagnagleði, en sér í lagi var ferðin far- in til að kynnast að- búnaði og umönnun einstaklinga með Bat- tens - sjúkdóminn. Bartiméus - stofnunin varð fyrir valinu en hún er áþekk litlu þorpi, þar sem búa og starfa um 600 manns og þar er nánast öll sú þjónusta sem þörf er á. Stofnunin er ríkisrekin en fjárhagslega styrkt mjög vel af kristilegum samtökum, enda segja þær stöllur allt hafa til hreinnar fyrirmyndar verið. Auk þess er í Blindrasýn frásögn Jóns Sig. Karlssonar rekstrarstjóra Sjónstöðvar af rannsókn á ytri og innri högum sjónskertra og blindra sem hann ásamt öðrum hefur áður kynnt vel hér í blað- inu. Ábyrgðarmaður Blindrasýnar er Helgi Hjörvar en ritstjórn annast Helga Einarsdóttir og Jóhann Hauks- son. Myndarlegt rit og mætagott efni. * 2. tbl. Velferðar málgagns og frétta- bréfs Landssamtaka hjartasjúkl- inga hefur borist okkur með ýmsu ágætu efni. Það er Sigurjón Jóhanns- son sem fleyinu af farsæld stýrir. Fyrst er frá því greint að heildarsala á merkjum vorsins “Merki á mann” hafi numið ámilli 7 og 8 millj. kr. Sigurjón ritstjóri á leiðara sem nefnist: Bjart framundan, þar sem m.a. segir að nú Sjá næstu síðu Blindrasýn, málgagn Blindra- félagsins, 1. tbl. þessa árs er í stóru broti og með afar stóru og læsilegu letri, sem vera ber. Formaður Blindrafélagsins, Ragnar R. Magn- ússon ritar leiðara og segir þar að starfsemi félagsins hafi verið kröftug á sviðum hagsmunabaráttu og þjón- ustu á árinu. Hann segir framundan m.a. átak í viðhaldsmálum Hamra- hlíðar 17 svo og sé stefnt að því að kaupa íbúðir til leigu fyrir félagsmenn. Skemmtilegt viðtal er við Auði Björns- dóttur frá ísafirði einmitt í Hamrahlíð 17. “Helgi er í vissum skilningi Islandssaga þessarar aldar. A.m.k. samnefnari í sögu verkalýðsins,” segir í inngangi. Hann segir frá bemsku- og æskuámm í basli og fátækt, kreppunni og atvinnu- leysinu, hinu fræga dreifibréfsmáli sem brezka setuliðinu var lítill sómi að og fangelsisdvöl hans af því tilefni. Svo rekur hann starfsferil sem pólitískan feril og stofnun harð- augnsmið. Hann gefur okkur góða innsýn í það mikla nákvæmnisverk sem smíði gerviauga er. Hér á landi eru 274 sem þurfa þjónustu augn- smiðs. Stefán bendir m.a. á hve nauð- synlegt sé að ná fram eðlilegum augn- hreyfingum. Hann segist líka smíða yfir skemmd augu, eins konar linsur. I lokin segir hann að nú sé fátíðara en áður að menn missi augu í slysum og varla lengur af völdum sjúkdóma. á er ferðasaga tveggja kvenna- frásögn af kynning- arferð til Hollands. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 41

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.