Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 7
fatlaðir verið vanmetnir sem viðskiptahópur og þörfum þeirra lítið sinnt. Þegar ferðaskrifstofa gerir samn- ing við hótel t.d. á Kanaríeyjum þá er væntanlega farið á staðinn og hótelið tekið út svo hægt sé að kynna staðinn á réttan hátt. Ég geri mér í hugarlund að um einhvers konar tékklista geti verið að ræða þar sem farið er yfir þau atriði sem menn telja að skipti máli. Mér finnst það eðlileg krafa að þeir sem skoða aðstæður á hótelum og öðrum ferðamannastöðum með það í huga að eiga við þá viðskipti hafi þekkingu á þeim þáttum sem varða aðgengi fyrir alla. Flestallir staðlar um aðgengi eru til og er því leikur einn fyrir ferðaþjón- ustufólk að gera fullnægjandi úttekt sé áhugi fyrir hendi. Staðreyndin er sú að úti í heimi er aðgengi mjög mis- jafnt. A sama svæði geta verið mjög vel hannaðir staðir og einnig ger- samlega ófærir. Ef við hugsum okkur ferðaskrifstofu sem hafi þann metnað að vilja þjóna landsmönnum öllum þá getur hún ekki staðið undir þeim metnaði nema tilboðin séu aðgengileg öllum. Islenskir ferðaþjónustuaðilar gætu hæglega sett sér þau markmið að eiga frekar viðskipti við þau hótel sem byðu uppá fullnægjandi aðstöðu. Þannig myndu þeir senda hinum alþjóðlega ferðaþjónustumarkaði skilaboð um afstöðu og kröfur íslenskra ferðamanna. Ef við skoðum ísland sem ferða- mannaland fyrir fatlaða er ég hræddur um að einkunnin yrði ekki ýkjahá. í uppbyggingu ferðaþjónustu hér á landi hefur engan veginn verið hugað nægjanlega að þörfum fatlaðra. Hvernig er aðgengið um þjóðgarð- ana? Getur maður í hjólastól komist á klósett á leiðinni yfir Kjöl eða Sprengisand? Getum við treyst því að veitingastaðir við helstu þjóðvegi séu fyrir okkuröll. Fatlaðir eiga sjald- an gott með að búa í tjaldi. Getum við treyst því að hótelin út um landið t.d. Eddu-hótelin séu sæmilega aðgengileg en ekki dulbúin fjölbýlis- hús eins og Hótel Norðurland á Akureyri er sagt vera? Getur maður í hjólastól komist með áætlunarbílum með viðunandi hætti? Geta menn fengið haldgóðar upplýsingar um aðgengi fatlaðra og hvar myndu þær þá vera? Er nóg að hafa einn til tvo rútubíla á öllu Islandi sem eru með lyftu fyrir fatlaða? Eru þarfir fatlaðra alltaf hafðar í huga þegar umferð er skipulögð um viðkvæm en stórbrotin svæði? Er eðlilegt að menn detti unn- vörpum við Dettifoss? Er nýja tveggja hæða Eddu- hótelið á Kirkju- bæjarklaustri með lyftu eða eru Klaustursmenn kannski búnir að fá fjölbýlishús eins og Akureyringar? Eru burðarstólar á flugvellinum á ísafirði, Húsavík, Vestmannaeyjum, Egilsstöðum, Höfn og svo framvegis? Býður íslensk ferðaþjónusta fatlaða ferðamenn velkomna er þeir hyggjast sækja Island heim? Þetta eru margar spurningar sem snerta ýmsa þætti ferðaþjónustunnar. Það er samt sem áður vel hægt að svara þeim öllum með einföldu neii. Samt eru ljós í myrkrinu. Ferða- þjónusta bænda hefur í samráði við ferlinefnd Sjálfsbjargar hafist handa um úttekt á aðgengi hjá bænd- um sem bjóða gistingu. Þó nokkrir bændur hafa staðið mjög myndarlega að málum og sífellt fleiri bætast við. Hingað til hafa upplýsingar um þessa aðgengilegu bæi ekki legið á lausu en úr því hyggst Ferðaþjónusta bænda nú bæta. Upplýsingar um aðgengi og óaðgengiþurfaaðliggjafyrir. Ferða- málayfirvöld þurfa að vera meðvituð um þessi atriði, og menn verða að vita hvert leita á til að fá upplýsingarnar. Mjög víða er upplýsingaþjónusta ferðamanna (tourist information ). Þar þurfa menn að geta svarað skil- merkilega til um aðgengi á sínu svæði. Það er ekki nóg að segja “ Það á að vera “ eða “ Svo er sagt.” Ef vel á að vera þurfa menn að hafa hlutina á hreinu. Við gerum ekki kröfu um minna. Það kom bréf frá útlenskum ferða- manni í sumar sem leið þar sem spurt var um aðgengilegar snyrtingar við hringveginn. Hann ætlaði að koma til íslands og hafði grun um að klósett- mál væru ekki í lagi. Liggur ein- hversstaðar frammi hvar aðgengilegar snyrtingar eru við helstu þjððvegi og reyndar á hálendinu lfka? Svona upplýsingar þurfa að vera á vegakortum og eða bæklingum sem gefnir eru út fyrir ferðamenn. Æ fleiri fatlaðir bjóða vandanum byrginn og ferðast um landið, innlendir sem erlendir og ferðamálayfirvöld verða að þekkja sinn vitjunartíma. ✓ Eg hef tínt hér til margt sem betur mætti fara og víst er að samtök fatlaðra þurfa að fylgjast vel með ferðamálum og samstarf við fólkið í ferðaþjónustunni þarf að efla sem kostur er. Þess þarf að krefjast að Alþingi sýni velvilja í verki þegar lög og reglur eru settar sem snerta ferða- mál. Slys eins og er að gerast hjá Hótel Norðurlandi má ekki verða fordæmisgefandi. Ef hótel eru fjöl- býlishús þá er reglugerðin sem segir svo óaðgengileg. Menn verða að vera samstíga ef þokast á í rétta átt. Það er vissulega vandi að ferðast í Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.