Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 9
fulltrúa til Svíþjóðar í sumarbúðir á sumri komanda og göngum við svo út frá því að þessir einstaklingar verði í forystu æskulýðsdeildarinnar. Við bindum miklar vonir við slíka deild í framtíðinni. Og fastir liðir eins og venjulega eða hvað? Já, fræðslumál eru alltaf í brenni- depli, útgáfa fræðslubæklinga er brýn, þýðingar á ýmsum góðum fróðleik o.s.frv. Ekki má svo gleyma hinni sívaxandi hagsmunagæslu sem m.a. felst í kynningu á okkar málum við heilbrigðisyfirvöld. Við höfum mikinn hug á því að búa til og gefa út sem mest tæmandi upplýsingabækl- ing fyrir sykursjúka, sem allir gætu að komið sem best sem um fjalla mest, þannig að fólk fái á einum stað sem heildstæðastar upplýsingar um allt sem máli skiptir varðandi sjúk- dóminn, eðli, afleiðingar og með- höndlan alla. Þetta er í raun knýjandi verkefni til að vinna að.Við höfum að jafnaði gefið út eitt allvandað blað á ári. Ætluðum að gefa út afmælisblað en af óviðráðanlegum orsökum varð ekki af því á síðasta ári, en vonandi kemur það út nú í mars. Hins vegar höfum við í hyggju að breyta blaða- útgáfunni og stefnum að því að gefa þá út 3 - 4 blöð á ári - aðeins minni þá. Eitthvað heyrði ég um kynningarfund í Kringlunni. Segðu mér frá honum Þess má geta hér svo sannarlega að 16. nóvember sl. vorum við með kynningarstand í Kringlunni í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra sem er 14. nóvember. Þar vorum við í samstarfi við lyfjafyrirtæki sem buðu gestum og gangandi í blóðsykursmælingu. Nú, það er skemmst frá því að segja að sykur var mældur hjá 1500 - 2000 manns og reyndust 13-15 vera með of háan blóðsykur og var þeim bent á að leita læknis til frekari rannsókna. Við hjá Samtökum sykursjúki'a vitum að minnst 6 manns reyndust vera með sykursýki. Þetta sýnir okkur hversu nauðsynlegt er að koma á virku eftir- liti á einhvern hátt til að finna sykur- sjúka. Sannleikurinn sá að einstakl- ingur með sykursýki án eftirlits og meðferðar getur verið orðinn illa haldinn af fylgikvillum sykursýkinn- ar, þegar hann greinist. Hvað er svo FSBU þarna hjá ykkur? Þetta er skammstöfun fyrir For- eldrafélag sykursjúkra barna og ungl- inga sem er deild innan Samtaka sykursjúkra. FSBU hefur starfað í rúm tvö ár og hefur félagið nú þegar náð geysilegum árangri og er starfsemi félagins í miklum blóma, enda hefur Hlerað í Oft er sagt að vinnubrögð í ungl- ingavinnu séu ekki upp á marga fiska. Einn ágætur maður sagði að þeir hefðu greinilega tileinkað sér kjör- orðið alkunna: Markmiðið er ekki að vinna, bara að vera með. ** Og svo einn andstyggilegur ljósku- brandari: “Hvaða persóna er bara með tvær heilafrumur?” Svar: “Ljóska sem gengur með barni.” það notið sterkrar handleiðslu Jóhönnu Geirsdóttur fv. formanns. Nú nýverið tók Jónína G. Jónsdóttir við formennsku af Jóhönnu og væntum við góðra verka áfram sem hingað til. Hvað um fjárhaginn? Helsta fjáröflun Samtaka sykur- sjúkra er sala jólavara s.s. jólakorta, jólapappírs, límmiða (til og frá) og kerta. Stefna samtakanna er sú að allir bæklingar sem frá samtökunum koma, hvort heldur til einstaklinga eða stofnana, verði án endurgjalds, en öll- um sem eitthvað geta lagt af mörkum er velkomið að gera svo enda vel þegið. Svo erum við auðvitað með okkar félagsgjöld. Eitthvað sérstakt framundan? Við munum halda hér stórfund í haust þar sem forseti heimssamtak- anna IDF og tveir forystumenn norsku samtakanna munu mæta til skrafs og ráðagerða. Við höfum í hyggju að bjóða til þessa fundar okkar heil- brigðis- og trygginganefnd Alþingis og fulltrúa ráðuneytis og knýja sem best á um svör við því, hver stefna heilbrigðisyfirvalda sé og verði í okkar málum. Væntum við mikils af þessum fundi. Og svo að lokum? Við lítum bjartsýn til framtíðar- innar, en eigum mikið verk fyrir hönd- um. Samtökin eru með aðstöðu sína á Laugavegi 26 eins og áður sagði. Síminn er 562 5605 og skrifstofan er opin frá 17 - 19 á miðvikudögum og símatími er á sama tíma á mánudög- um. Sigurði þökkum við veittan fróð- leik um félagið og óskum honum og félaginu farsældar og góðs brautar- gengis. H.S. hornum Maður einn bauð afar stórskorinni konu upp í dans, en hún þvemeitaði, enda maðurinn heldur óstyrkur á fótum. Hann snéri frá en kom svo aftur og sagði við konuna: “Þú ert sú næstljótasta kona sem ég hefi kynnzt”. Nærstaddur maður spurði þann góðglaða hvers vegna hann hefði ekki sagt “sú ljótasta”. “Hvað erþetta maður. Heldurðu að ég hafi ætlað að móðga konuna?” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.