Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 10
HEIMSÓKN TIL MS FÉLAGSINS s fram er haldið þeim ágæta sið að heimsækjafélög- in og fá af því fregnir hvað þar er helzt uppi á teningn- um. Einn fallegan febrúar- dag fórum við í heimsókn að Sléttuvegi 5 þar sem er dagvist MS félagsins og um leið bækistöð félagsins. Olöf formaður, Asgerður framkvæmdastjóri og rit- stjóri voru þama á ferð og allt var í fullum gangi þegar á staðinn var komið. Húsa- kynnin eru björt og hlýleg hið bezta og áður gerð grein fyrir þeirn hér í blaðinu. Hitt er enn meira um vert, hversu andrúmsloft allt er gott, hlýlegt og heimilislegt og maður finnur þennan góða heimilisanda mæta sér þegar inn er komið. Þegar við komum var fólk að horfa á sjónvarp og hlegið vel, enda var efnið frá Spaugstofunni og Hemma Gunn. Annars staðar var verið að spila vist og aðeins sagnir upp á hálfa eða heila og ekkert múður með það. Sömuleiðis var fólk í handavinnu og allir virtust una sér hið allra bezta. ama var fólk á ýmsum aldri, en þó meira af eldra fólki. Flensan hafði sagt til sín eins og víðar og m.a. var hin ágæta sjúkra- þjálfun dagvistar hreinlega lokuð. Forstöðumaður dagvistarinnar Oddný Fjóla Lámsdóttir, var einnig fjarri vegna veikinda og var það miður. En þær Gyða J. Ólafsdóttir og Elín Þorkels- dóttir, formaður og gjald- keri MS félagsins, tóku hið bezta á móti okkur og veittu okkur allar upplýsingar. Svo fyrst sé að dagvist vik- ið þá var hún áður í Áland- inu. Þar var hún fyrst þrjá daga í viku en endaði í því að vera opin alla virka daga. Fyrst var leyfi til dag- gjalda fyrir 15, með við- bótarrými í Álandinu fengust daggjöld fyrir 25 og nú er leyfi fyrir 35, en á skrá voru þegar við komum alls 51 einstaklingur sem njóta þarna aðhlynningar og skjóls. Dagvistin er opin frá kl. 8 á morgnana fram undir kl. 5 á daginn, en fljótlega upp úr síðdegiskaffinu fer fólk að tínast heim. Þarna fær fólk morgunkaffi, há- degisverð og síðdegiskaffi, enda er þama hið ágætasta eldhús og rúmgóð aðstaða fyrir fólk að matast. MS félagið semur við verktaka, Sigurður heitir hann Stefánsson og hefur mikla reynslu af ferðaþjónustu við fatlaða, um ferðir fyrir fólkið fram og til baka, en eitthvað er um að Ferðaþjónusta fatl- aðra korni inn í myndina. Læknir dagvistarinnar er hollvinur félagsins John Benedikz og þar er ekki í kot vísað. Fólk kemur mis- oft í dagvistina, sumir þrisvar í viku og upp í það að koma alla daga og vera lungann úr deginum. Flestir eru með MS sjúkdóminn, svo eru heilablóðfalls- skaðaðir, Parkinsonfólk og fólk með MND er þarna einnig. Alls munu vinna við dagvistina 14 manns í 9 stöðugildum. Gyða segir að starfsfólkið gangi í raun í öll störf þannig að veik- indaforföll séu t.d. borin uppi af öðru starfsfólki. Dagvistin er rekin á dag- gjöldum, en heimilt er að rukka hvem sem þama nýt- ur dagvistar um 500 kr. á dag. Það er hins vegar ekki gert, enda segja þær Gyða og Elín að slíkt yrði alltof mörgum hreinlega ofviða. Þetta veldur því hins vegar að endar rétt ná saman. Og svo er farið yfir það helzta sem gjört er fólki til yndis og heilsubótar um leið. Almenn aðhlynning fólks skipar eðlilega öndvegið, mismikil þörf fyrir hana, enda fólk misilla farið.Tvisvar er farið í viku hverri í sund upp á Grens- ásdeild og sér bílstjórinn áðumefndi um þá flutninga alla með miklum sóma. Þarna er mikil og góð sjúkraþjálfun, tveir sjúkra- þjálfarar eru þarna í fullri vinnu og yfirleitt eru þarna tveir nemar í sjúkraþjálfun í verklegri þjálfun. Svo er handavinnan og föndrið, en þar er kennari til leiðbein- ingar: leirvinna, almenn handavinna, vefnaður og silkimálun stunduð, svo eitthvað sé nefnt. Svo er mikið spilað og þar er glatt á hjalla. Og ekki má gleyma dansinum, því dansað er tvisvar í viku og þá er mikið fjör m.a. drffa sjúkraliðamir þá upp úr stólum er þar sitja jafnan og dansa við þá, en sjúkraliðar eru 5 - 6 á staðn- um. Ritstjóri hefur þarna á vettvangi verið, þó ekki hafi hann svo heppinn verið að hitta á danstímana, og getur borið um þá um- hyggjusömu alúð sem öll- um er sýnd, enda lætur fólk hið bezta af vistinni. Kona ein sagði ritstjóra að hún mætti ekki til þess hugsa að komast ekki í dagvistina, fá félagsskapinn, njóta þess sem í boði væri, halda sér við s.s. unnt væri og gleðja geðið umfram allt. Ekki má gleyma hvíldarherbergjun- um, sem eru afar mikilvæg, því ekki er það amalegt að geta hallað sér, þegar þrey ta og lúi fara að ásamt afleið- ingum slæmra sjúkdóma. Þau em sannarlega nýtt vel. Þær stöllur vildu svo láta það koma fram sem verð- ugt er að á sumrin er farið með það fólk er það vill upp á Reykjalund á hestbak og er talsvert vel nýtt. Nauð- syn þessa sem æfing fyrir jafnvægið er yfir allan efa hafið. Við fengum svo kaffi og heimabakaða afbragðs- köku, en við vorum þarna einmitt á kaffitíma og þar var kátt í koti og aðstoð öll veitt þeim sem á þurftu að halda. 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.