Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 13
Öryrkjabandalagsins í þágu geðfatl- aðra. Sigríður Jensdóttir mælti svo nokkur lokaorð, kvað mikilvægt að þjónusta öll við fatlaða væri undir ein- um hatti og vonaði það að sveitar- félögin væru því vaxin að sinna þess- um málefnum vel svo og að smærri sveitarfélög ynnu þá saman að verk- efnum. Þegar þessu ánægjulega samkvæmi lauk var fyrst farið í fylgd Eggerts á sambýlið að Árvegi 8 þar sem Anna Hjaltadóttir ræður ríkjum. Þar búa við ágætar aðstæður 5 ein- staklingar og fer mætavel um alla. Fólk sat við kaffidrykkju með jóla- bakkelsi þegar okkur bar að garði og gestir voru í heimsókn, en okkur sýnd herbergi heimilismanna af geislandi gleði og góðu stolti. Okkur fylgdu fallegar jólaóskir út í skafrenninginn. Sömuleiðis heimsóttum við heimilið eða þjónustuíbúðirnar að Vallholti 12 - 14, íbúðir Hússjóðs Öryrkjabanda- lagsins, en þar er afar vistlegt og gott rými fyrir hvem einstakan, en alls búa þarna 6 einstaklingar og forstöðu veitir María Jónsdóttir. Við þágum þarna rausnarlegar veitingar í einni íbúðinni, þar sem Sólrún Vilhjálms- dóttir veitti okkur vel. Þar vill ritstjóri meina að fólk búi við kjöraðstæður og veit af góðum kynnum við einn íbúanna, Eirík Harðarson, að þar fer fjarska vel um heimilisfólk allt og öllu vel til skila haldið af þeirra hálfu. Við hefðum gjarnan viljað sjá fleira af hinni ágætu starfsemi sem á Selfossi fer fram, því af nógu er að taka, en þessu öllu gerð allgóð skil áður í blaðinu. Við kvöddum heimilisfólk með hlýjum jólaóskum. En úti biðu þeir björgunarsveitarmenn og við kvöddum Eggert og hans fólk með miklu þakklæti fyrir góðar og gjöfular stundir á Selfossi. Við vitum að þar er vel að öllu hlúð og verkin sýna merkin. Þeir Trausti og Hreiðar skiluðu okkur heilu og höldnu til húsa heim svo sem þeirra var von og vísa. Við sendum Selfyssingum alúðar- þakkir fyrir vermandi viðtökur og árnum þeim allra heilla í áfram- haldandi starfi að málefnum okkar fólks. H.S. Avarp Helga Seljan Góðir heimamenn og gestir! Birta í sál og sinni sindra ljósin á tré. Vermandi ylur inni enn verður stormahlé. Halda skal heilög jól hugurinn fyllist gleði. Lýsir svo ljúft í geði lausnarans milda sól. Með þessum ljóðlínum heilsum við ykkur sem hér eruð saman komin á samstöðu- hátíð á Selfossi. Öryrkjabandalag Islands hefur undanfarin ár haft þann holla sið að halda hátíð, helga einhverjum stað, byggðarlagi eða landssvæði hátíðarstund á að- ventu, gefa um leið hið græna tré sem tákn um þökk fyrir þekk verk að málefnum okkar fólks, verðuga viðurkenningu þess þegar vel er gert, þar sem hagur fatlaðs fólks er í fyrirrúmi. Suðurlandið með Selfoss senr miðstöð þessara mál- efna varð nú fyrir valinu. Þar hefur um árabil verið afar vel á nrálurn haldið, þar hafa margir notið og njóta virkilega góðra verka sem að er sannur sómi. Hér eru heimili margra fatlaðra einstaklinga, vinnustaður sem vistun góð. Hér eru einnig virkar og vakandi fé- lagsdeildir hinna fjölmörgu aðild- arfélaga Öryrkjabandalagsins sem láta margt til sín taka og til heilla gengið á veg fram til farsældar fyr- ir okkar fólk. Jólatréð er tákn þess þakklætis sem um huga okkar fer þegar til hutverks ykkar er horft og verkin nýt að verðleikum metin. Málefni fatlaðs fólks eru víðfeðm og taka eðlilega til allra þátta mannlífsins, fötlun er mismun- andi, fötlunarstig enn frekar, þarfir og þrár ólíkar og spanna allt lífsins litróf. ð verkum þar skyldi enginn ganga með ofurstaðlaðar lausnir efst á blaði hvað þá að fara eftir forskrift einhvers einstaks fötlunarhóps. Hvergi eru alhæf- ingar hættulegri en þegar fjallað er um hina hárfínu þætti mannlegra langana, lífskjara og lífsaðstæðna allra. Ætíð verður að hafa í huga þau hollu sannindi að þeim sem örðug er lífsgangan á einhvern veg verður með ýmsum hætti að létta þá lífsgöngu, auðvelda ævisporin, byggja upp en brjóta ekki niður.Öll okkar velferðarmarknrið skulu vígð þeim sannindum. En undirstöðunni má aldrei gleyma að unandi lífskjör séu örugglega tryggð, að ekki sé hverjum degi heilsað með kvíða sakir lífsafkomunnar sjálfrar. Þar bíða okkar allra verðug verkefni þar sem varnarbaráttu þarf að snúa í sigursókn. Hér á Suðurlandi hafa menn í engu legið á liði sínu, hvorki í hinum opinbera geira eða á hinurn félagslega vettvangi. Af fullri djörfung og dáðríkri reisn hafa menn viljað vekja og hvetja, verja réttinn, vernda kjörin, veita skjól og útvega úrræði. Fyrir það er færð alúðarþökk einlægunr huga, þess vegna erum við hér í dag til að sam- fagna ykkur með árangurinn, eiga með ykkur stund í aðdraganda helgrar hátíðar. Við tendrum von- anna Ijós á vegi svo víki burt skuggar skammdegismyrkurs. Við tendrum vermandi ljós veitullar gleði með þeirri helgi hugans sem hátíð ljóss og lífs lífgar og glæðir. Megi byggð sem búendur hér blessunar njóta og farsællar fram- tíðar. Megi áfram hlúð að öllu því sem til velferðar fatlaðs fólks má leiða. Megi hinn dýri friður jólanna í fögnuði hjartans færa ykkur þá gjöf sem verðmætust er: innri hamingju á ævibraut. Eg vil svo biðja gamlan nem- anda minn austan að Guðna Ragnar Valdórsson að tendra á trénu ljósa- tjöld sem ljá nrun birtu í bæinn. Gleðilegjól. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.