Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Side 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Side 17
Ásgerður Ingimarsdóttir frkv.stj. OBI: ÞJÓNUSTA — LÍFSGÆÐI / stefnuskrá Öryrkjabandalags íslands stendur ekki svo mikið um kröfur og kröfugerð, þar stendur meira um jafnrétti. Jafnrétti fatlaðra til þeirra hluta, sem svo sjálf- sagðir þykja ófötluðum. Jafnrétti til atvinnu, búsetu, félagslegrar þátttöku, heilbrigðisþjónustu, menntunar og jafnrétti til sambærilegra kjara við aðra þjóðfélagsþegna. Fatlaðir vilja helst ekki vera sérhópur með sérlög og sértæk úrræði. Samt hafaþó málin þróast þannig að of mikið gætir þess- ara hluta í dag. Lög um málefni fatlaðra eru um margt góð lög. En mikið æskilegra væri að til væri ein félagsmálalöggjöf þar sem málefni fatlaðra eins og ann- arra þjóðfélagsþegna væru felld inn í. Þetta er gamall og nýr draumur fatlaðra og allra þeirra sem vinna með þeim að þessum málum. Þið takið eftir að ég segi allir þeir sem vinna með þeim en ekki með þá! Ekkert er eins hvimleitt eins og þegar sagt er að þú vinnir með fatlaða. Þú vinnur með þeim alveg eins og þú vinnur með félögum þínum í hinum ýmsu atvinnugreinum þjóðarinnar. Ekkert virðist bóla á slíkri félagsmálalöggjöf sem draumurinn snýst um. Sumir draumar rætast - aðrir ekki. Ég hef ekki lengur tölu á þeim ríkisstjómum, sem hafa skipað nefndir til þess að endurskoða almannatryggingalög- gjöfina. Ekki efast ég um að þær nefndir hafi reynt að vinna sitt verk vel. En það hefur ekkert komið út úr þeirri vinnu, sem í þetta hefur verið lögð. Þegar ég hugsa um almanna- tryggingalöggjöfina dettur mér stund- um í hug sagan urn stúlkuna sem ætl- aði að prjóna peysu handa kærast- anum. Hún fitjaði upp á þann fyrsta, jók út á þann næsta, tók úr á þann þriðja og ætli hún hafi ekki svo bara fellt af. Þetta er nefnilega saga þess- arar ágætu löggjafar í hnotskurn. f stað þess að Ijúka endurskoðuninni þá er alltaf verið að breyta einstaka laga- greinum og út frá þeim ýmsum reglu- gerðum þangað til þeir sem vinna eiga eftir henni vita varla sitt rjúkandi ráð. Erindi flutt hjá Sjúkraliðafélagi s Islands Fatlaðir eru og hafa alltaf verið hluti af þjóðfélaginu. Þeir hafa samt ekki alltaf verið jafn sýnilegir og þeir eru í dag. Á árum áður voru fatlaðir að sjálfsögðu á sínum heinril- um hjá foreldrum og venslamönnum þ.e.a.s. þeir sem áttu slíka að en þeir sem voru einstæðingar áttu oft erfitt uppdráttar. Þeir höfðu kannski í sig og á með því að vera vistaðir hjá vandalausum og oftar en ekki látnir vinna verstu verkin enda úir og grúir í fyrri tíma frásögnum af illri meðferð á fötluðu fólki. Maður veltir stundum fyrir sér hvort fólk hafi verið verra hér áður fyrr eða var lífsbaráttan svo hörð að menn höfðu ekkert aflögu handa þeim sem gátu ekki bjargað sér sjálfir eða borið hönd fyrir höfuð sér. Sem betur fer voru samt undantekningar, sem reyndust öllum vel. Og frá því fólki er líka sagt í skáldsögum - hver man ekki Sölku í Heiðarbýli Jóns Trausta, sem Halla tók að sér og ekki voru húsbændur “Vitlausu Gunnu” í smásögu Einars H.Kvaran henni slæmir. En þó fatlað fólk væri svo lánsamt að eiga gott heimili var það samt svo að það fór yfirleitt ekki að heiman - ekki í vinnu og var ekki sett til mennta eins og kallað er. Og það er ekkert svo ýkjalangt sfðan að engum datt í hug að líkamlega fötluð manneskja ætti neitt erindi í skóla hvað þá þroskaheftir. Baráttan fyrir bættum kjörum fötluðu fólki til handa var löng og ströng og kannski komst fyrst fullur skriður á hana þegar fötluðum sjálfum óx fiskur um hrygg og þeir fóru að vera í fararbroddi um sín eigin mál. “Styðjum sjúka til sjálfsbjargar” er kjörorð SÍBS “Þjóðfélag án þrösk- ulda” kjörorð Sjálfsbjargar - lands- samband fatlaðra. Þessi kjörorð segja ýmislegt um þá baráttu, sem fatlað fólk hefur háð til þess að koma sínum málum fram. Dropinn holar steininn. Öryrkjabandalag Islands var stofn- að 1961 af sex öryrkjafélögum. Nú eru innan vébanda bandalagsins 24 félög. Öryrkjabandalagið spannarþví velflesta fötlunarhópa á landinu. Eftir að bandalagið var stofnað var farið að huga að hvað félögin ættu nú sameig- inlegt - hvaða málefni væri vel til þess fallið að allir gætu unnið saman að því. Og þá komu húsnæðismálin til sögunnar. SÍBS hafði látið framkvæma könn- un á húsnæðismálum öryrkja ekki síst þeirra sem veikst höfðu af berklum og voru öryrkjar vegna þeirra. Þá kom í ljós að margt af þessu fólki bjó við ákaflega léleg skilyrði í kjöllurum og háaloftum og einnig í bröggum. Þessvegna var ákveðið að snúa sér af krafti að húsnæðismálunum og Hús- sjóður bandalagsins var stofnaður árið 1966 en hann er sjálfseignarstofnun. Var síðan hafist handa um að reisa húsin við Hátún sem flestir munu kannast við. Þegar ég hóf störf hjá bandalaginu var flutt inn í elsta húsið Hátún 10 og síðan risu 10A og 10B. Það var afskaplega ánægjulegt að fylgjast með uppbyggingu þessara húsa. Þau eru að vísu börn síns tíma en gleði og ánægja þeirra sem fengu þama inni er að mörgu leyti ólýsanleg. Þarna fékk fólk sem aldrei hafði búið í góðu húsnæði. hvað þá nýju, þá ósk sína uppfyllta. Að vísu komu ekki allir úr lélegu húsnæði en ansi margir. Ég sagði að Hátúnshúsin væru börn síns tíma. Það má alltaf deila um hvort safna eigi svo mörgu fötluðu fólki saman á einn stað. En það er nú svo einkennilegt að enn þann dag í dag vilja margir fara í Hátúnið og ekk- ert nema þangað. Skýringin hlýtur að vera sú að fólk sækist eftir örygginu og félagsskapnum sem þar er að finna. Það fylgja því að sjálfsögðu ýmsir annmarkar að hafa svo marga á einum FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.