Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Síða 29
vegna fjárskorts og vegna þess að
sérþekkingu og aðstöðu vantar.
Sennilega þarf ekki að hafa miklar
áhyggjur af stærri sveitarfélögunum
víða út um land en það eru hin smærri
sem átt geta í erfiðleikum. Það er því
ljóst þar sem svo háttar til að sveitar-
félög verða að sameinast um þjónustu
við fatlaða. Sem betur fer hafa smærri
sveitarfélög reynslu af slíku samstarfi
bæði í þjónustu við íbúana svo sem í
skólamálum og heilbrigðismálum en
einnig líka í ýmsum framkvæmdum
á vegum sveitarfélaganna.
í nefndarstarfinu var rætt við ýmsa
sveitarstjómarmenn og fór formaður
nefndarinnar alivíða um landið,
heimsótti fatlaða á heimilum þeirra og
vinnustöðum og kannaði viðhorf
sveitarstjórnarmanna og þeirra sem
veita fötluðum þjónustu. Ahyggjur af
smæð sveitarfélaganna komu svo
sannarlega fram en í langflestum til-
vikum töldu aðilar að sveitarfélögin
réðu við þjónustuna með því sam-
starfsformi sem þau þekkja.
í framtíðarþjónustu við fatlaða er
afar mikilvægt að sveitarfélögin geti
sótt ráðgjöf og stuðning til fagfólks í
nágrenninu. Eðlilegast er að nýta þá
þekkingu og ef til vill aðstöðu sem
svæðisskrifstofurnar hafa en þó með
breyttu rekstrarformi. Þá er einnig
ljóst að fatlaðir þurfa að njóta öryggis,
þ.e.a.s. öryggis sem felst í eftirliti með
hagsmunum þeirra, réttindum og eðli-
legri þjónustu. Bæði hvað varðar
ráðgjöfina og eftirlitið er nauðsyniegt
að slíkt sé að fá í heimabyggðum og
héruðum og sé ekki miðstýrt frá
höfuðborginni.
Réttindamál fatlaðra eru við-
kvæmur þáttur, þáttur sem
aldrei má líta af. Það eru hins vegar
skiptar skoðanir um hvernig best sé
að gæta slíkra réttinda. Ymsir mögu-
leikar koma til greina svo sem að
sveitarfélögin sjálf komi réttinda-
gæslu á fót eða stofnað verði embætti
umboðsmanns fatlaðra eða sérstök
eftirlitsnefnd á landsvísu starfi að
réttindamálunum.
Það er í anda laganna og flutnings-
ins til sveitarfélaganna að ætla þeim
að koma á fót því eftirliti sem nauð-
synlegt er. Og jafnframt að fatlaðir
eigi öruggan málskotsrétt, auk þess
sem styrkja þarf hagsmunasamtök
fatlaðra.
í framhaldi af starfi nefndarinnar
um breytingu á lögum um málefni
fatlaðra mælti félagsmálaráðherra
fyrir lagabreytingu sem náði fram að
ganga í lok árs 1996. Meginatriðið
var flutningur málaflokksins til sveit-
arfélaganna l.janúar 1999. Nokkrar
breytingar aðrar voru gerðar á lögun-
um en þær voru fyrst og fremst vegna
breytinga á öðrum lögum svo sem
lögunum um fræðslumál og fleira. I
framhaldi af þeirri lagasetningu mun
væntanlega nú á næstunni fara af stað
samningsferli og ítarlegur undirbún-
ingur að flutningnum bæði hvað
varðar lagabrey tingarnar og ýmis þau
framkvæmda- og hagsmunamál sem
tengjast málefnum fatlaðra. Það er
afar brýnt að fatlaðir hafi fullt yfirlit
yfir þessa þróun, láti hana sig skipta
og eigi sína fulltrúa í því starfi.
að var mjög ánægjulegt að vinna
með nefndinni sem gerð hefur
verið að umtalsefni í þessari grein. Eg
gerði mér far um kynna mér málefni
fatlaðra eftir því sem tök voru á. í
því skyni heimsótti ég heimili fatlaðra
og vinnustaði þeirra og átti rnörg og
ítarleg samtöl við það fólk sem best
þekkir til og veitir fötluðum þjónustu.
Þá sótti ég einnig heim ýmsa staði úti
á landi og kynntist högum fatlaðra
víða. Eitt af því sem mér sýndist vera
augljóst var að stórfelldar breytingar
og framfarir hafa orðið í málefnum
fatlaðra á síðustu árum. Sá aðbúnaður
sem fatlaðir hafa víða út um land er
góður þó svo að breyttar áherslur
hljóti að kalla á að fatlaðir geti valið
sér búsetu og aðbúnað eftir eigin vali.
Um leið og áherslan á sambýli hlýtur
að minnka þurfa fatlaðir að fá húsnæði
og þjónustu sem næst heimahögum
sínurn við þær aðstæður sem þeim
henta í hverju tilviki. Þá er það einnig
ljóst að nokkrir hópar fatlaðra eiga við
svo erfiðan vanda að glíma að ekki er
hægt að ætla einstökum sveitar-
félögum eða jafnvel hópi sveitar-
félaga að leysa slíkt. Þessi tilfelli eru
afar alvarlegs eðlis en eru ef til vill
ekki mjög mörg. Heppilegast virðist
vera að taka á þeim á landsvísu þannig
að sérstök búseta og þjónusta sé
sköpuð fyrir þessa hópa fatlaðra, þar
sem örugg og sérhæfð þekking og
þjónusta sé til staðar.
Við skoðun á þjónustu við fatlaða
blasir einnig við að hinar
stórfelldu umbætur í aðbúnaði og
þjónustu við fatlaða hafa orðið rnestar
út um land. Því miður hefur Reykja-
vík hins vegar setið eftir hvað þetta
varðar. Nú er nauðsynlegt að á þessu
verði breyting. Þegar þjónusta við
fatlaða er færð frá rrki til Reykjavík-
urborgar eins og um hefur verið samið
þarf að gera ráð fyrir miklum fjár-
festingum og bættri þjónustu við fatl-
aða í Reykjavík. Slíkt hlýtur að vera
forgangsverkefni þegar horft er til
næstu ára.
Olafur Örn Haraldsson
alþingismaður
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
29