Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 30
Vinastaðir - vel unnið Ekki fer hjá því þegar á vett- vangi öryrkjamála er starf- að, að ýmsum hæpnum full- yrðingum sé hampað um öryrkja al- mennt, fullyrðingum sem vissulega geta við einhverja átt, en alhæfingin fjarri öllu lagi. Eitt sem oft heyrist er það, að öryrkjar hirði ekki um að bjarga sér, hirði aðeins bæturnar og reyni ekki hót að bæta efnahagslega og félagslega stöðu sína með því vinnuframlagi sem þeim er fært að inna af hendi. Vitaskuld eru þessa dæmi, e.t.v. of mörg m.a.s., en hin fleiri og gleðilegri þai' sem öryrkjar reyna eftir fremsta megni að nýta starfsorku sína sem allra bezt. Það vill oft gleymast í umræðu daganna, enda eru öryrkjar þeir sem þann- ig gera allt sér til bjargar yfirleitt ekki að auglýsa það fyrir al- þjóð. Inn í þetta allt spilar svo óneit- anlega mjög alvarlegt atvinnuástand í landinu nú um hríð sem hefur gert það að verkum að miklu erfiðara er fyrir öryrkja en áður að hasla sér völl á vinnumarkaðnum og víða er öryrkjum einmitt sagt upp fyrst þegar að þrengir hjá fyrirtækjunum. En nóg um það. Um hið dýrmæta vinnuframlag öryrkja eru vissulega rnörg lýsandi dæmi og verðug þess að minna á þau hér í þessu blaði og sannast sagna væri ritstjóri afar feginn, ef honum bærust frásagnir af slíku eða fréttir til frásagnar. Eitt lítið dæmi hér um skal stutt- lega rakið hér. Uppi í Breiðholti búa hjón með börnum sínum, mað- urinn er 75% öryrki eftir bakáfall sem hann ber alvarlegar menjar eftir. Þau hjón bjuggu áður úti í Vestmanna- eyjum þar sem maðurinn stundaði sjó af kappi og hafði nýlokið vélstjórn- arnámi þegar ósköpin dundu yfir. Þessi maður heitir Kristófer Guð- laugsson og kona hans heitir Þórunn Þorbjörnsdóttir. Ritstjóri átti við Kristófer stutt spjall og fer hluti þess hér á eftir. Kristófer segist hafa fatlast svona alvarlega árið 1990, haldið lengi í vonina um bata, en því miður hafi fötlunin einungis ágerzt. Hann sagðist hafa séð að eitthvað yrði til bragðs að taka svo hann fór í Tómstundaskólann sem hann rómar mjög og nam þar útskurð o.fl. Hann réðist síðan í það að setja upp vinnustofu úti í Eyjum þar sem hann stundaði útskurðinn, gerði við húsgögn og í lokin þar voru þau hjón byrjuð keramikvinnslu. Kristófer getur þess að til þessa verk- efnis hafi hann fengið styrk frá Svæð- isskrifstofu Suðurlands sem hafi kom- ið sér vel. Af vissum ástæðum urðu þau hjón að flytja frá Eyjum um nútt ár 1996, en Kristófer var ekki af baki dottinn með að bjarga sér sem bezt hann gæti. Hann fékk hið ágætasta húsnæði til leigu í Eddufelli 8 og það var hafizt handa um innréttingar og frekari tækjakaup m.a. mót til kera- mikgerðarinnar. Mágkona Ki'istófers sem er 75% öryrki hafði sjálf verið með keramik- vinnslu heima hjá sér og gekk nú til liðs við þau hjón og 1 .júlí 1996 opn- uðu þau keramik- og handverksvinnu- stofuna Vinastaði. Iðnlánasjóður eða Iðnlánastofnun brást þeim hins vegar alveg varð- andi fjármögnun og setti það sitt strik í reikninginn. Hins vegar kom Svæð- isskrifstofa Reykjavíkur og félags- málaráðuneytið þeim til nokkurrar hjálpar, en hvergi nærri fullnægjandi, þannig að allnokkrar skuldir hvíla eðlilega á Vinastöðum. Á Vinastöðum fer auðvitað fram keramikvinnsla og þau eru í góðu sambandi við traustan söluaðila: Völustein, Kristófer sinnir svo út- skurði og smíðum, aðallega lagfær- ingum og viðgerðum ýmiss konar. Það er yfrið nóg að gera og þarna vinna þá tveir 75% öryrkjar svo sem þau frekast megna. Einnig tóku þau upp á þeirri ágætu nýbreytni að leyfa fólki að nýta aðstöðuna fyrir ákveðið gjald til að ljúka við og fullvinna muni sína, sem það kaupir þá hálf- karaða þarna eða kemur með óunna muni annars staðar frá. Með litum og aðstöðu allri kostar klukkustundin 300 krónur og er talsvert sótt í þetta og almenn ánægja þeirra er þangað sækja. n draumur þeirra Kristófers er að fá tekið fleiri í vinnu - öryrkja sem ynnu þama hluta úr degi eftir getu og með þetta rúmgóða aðstöðu og viðbót í tækjakosti væri þetta afar auðvelt og ákjósanlegt um leið. En það ræðst auðvitað af því hvort frekari stuðningur fæst við Vinastaði, en þau hafa sótt um styrk til stofnfram- kvæmda úr Framkvæmdasjóði fatl- aðra, enga stórupphæð en óvíst hversu um það fer miðað við þá meðferð sem Framkvæmdasjóður fatlaðra hefur fengið frá stjómvöldum. Það væri vissulega hið bezta mál ef þessi sjálfsbjargarviðleitni yrði vel og myndarlega studd, ekki sízt ef það gæti orðið til þess að fleiri öryrkjar fengju þarna vinnu við hæfi. Vinastaðir voru á dögunum heim- sóttir og aðstaða öll þar hin ágætasta og ber þeim hið bezta vitni sem þar ráða húsum. Um leið og þeim öllum er árnað alls góðs með áframhaldið þá skal minnt á þann möguleika að fá þarna aðstöðu fyrir vægt gjald þeim sem kynnu að hafa áhuga á að fegra fallega muni úr keramik. Og vonandi rætist draumurinn um fleiri öryrkja vel að verki. H.S. Vel er að verki staðið. 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.