Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 39
Gluggað í glögg rit s Adesemberdögum ber- ast rit félaga okkar óvenju ört inn á borð, en engu að síður skal reyna fyrir sem flestu að gera hér grein. MND blaðið - 2. tbl. 1996 birtir formálsorð frá formanninum Rafni R. Jónssyni, þar sem hann segir upplýsingabanka félagsins verða stærri með hverju árinu, hann greinir og frá mikilvægu alþjóð- legu samstarfi og segir að í samanburði við önnur lönd megum við þakka fyrir það góða sem gert er í umdeildu heilbrigðiskerfi okkar. Þóra Sæunn Ulfsdóttir talmeinafræðingur á Grens- ásdeild á þarna merka grein um hlutverk talmeinafræð- inga hvað varðar þvoglu- mælgi og kyngingarörðug- leika MND fólks. Aðallega fjallar hún um greininguna: athugun talfæra, athugun á tjáningu og athugun á kyngingu. Hún segir ekki hægt að bjóða upp á hefð- bundna meðferð til að bæta framburð, kyngingu og hreyfifærni talfæranna vegna þess að MND er hrörnunarsjúkdómur. Hún leggur áherzlu á að MND sjúklingurinn og fjölskylda hans hafi aðgang að fag- aðilum sem hlúð geti að sálarlegri líðan. Ef sjúkl- ingurinn lærir að lifa með sjúkdómnum, ef hann getur aðlagað sig að hverju breyttu stigi sjúkdómsins getur hann lifað innihalds- ríku lífi, segir Þóra Sæunn í lokin. Afar innihaldsríkt og líflegt viðtal er við Ingibjörgu Jónasdóttur frá Suðureyri en hún býr nú hér í Hátúnshúsunum og hefur áður skrifað hér í blaðið hinn áhugaverðasta pistil. Hún segir frá veikindum móður sinnar, bróður og bróðursonar en hann er ein- mitt Rafn Ragnar. Hún bendir einmitt á ættgengi þessa alvarlega sjúkdóms og segist í lokin vona að lækning finnist okkar allra vegna. Mikillfróðleikurer um nytsemi lyfja fyrir MND sjúklinga. Erlendur læknir sem er með MND setur frarn hagnýtar ábend- ingar til sjúklinga. Hann rninnir á mikilvægi þess að borða, leggur áherzlu á sjálfstæði íhreyfingum. alls konar hjálpartæki: löbbur og hjólastóla t.d., rnikil- vægi þess að öllu sé sem haganlegast fyrir komið og að síðustu þýðingu þess að sjúkraþjálfari komi að mál- um, þ.e. sjúkraþjálfari sem þekkir til sjúkdómsins og þeirra markmiða sem sjúkl- ingamir þurfa að hafa. Sagt er frá kynningarmyndinni, sem væntanleg er, skemmtiferð austur í sveitir og svo eru fróðleiksmolar m.a. frétt af inngöngu fé- lagsins í Öryrkjabanda- lagið. Sem - sagt -málgagn Sem-samtakanna kom út síðla liðins árs, en rit- stjóri þessa stórmyndarlega blaðs er Sigþrúður Páls- dóttir - Sissú. Hún segir í inngangs- orðum að húsnæðisfélag samtakanna H-Sem hafi á árinu 1995 fengið lánveit- ingar til kaupa á þrem íbúð- um og stefnt er að því að kaupa tvær á næsta ári. Þá eru færðar miklar og góðar þakkir til Rauða kross Islands fyrir stuðning til húsakaupa sem nam 5 millj. kr. og var samtökunum ómetanlegur. Óskar Ragnarsson læknanemi sem lamaðist 1995 við að stinga sér til sunds greinir ljóslega frá reynslu sinni. Hann er aftur byrjaður námið og telur sig eiga góða framtíð senr læknir. Raunsær, ötullung- ur maður með vilja, þrek og áræði að veganesti. Sissú ræðir einnig við Þóri B. Guðjónsson hug- vitsmann frá Siglufirði, en hann hefur unnið verulega vel að ýmsum hjálpartækj- um fyrir fatlaða svo og hefur hann verið ólatur við viðgerðir um helgar fyrir fatlað fólk. Þórir smíðar lyftur, pallalyftur, stigalyft- ur og lyftur rnilli hæða. Kunnastur er hann þó fyrir handstýringar í bíla fyrir lamaða. Valerie Hairis - ástralsk- ur iðjuþjálfi í Sjálfsbjargar- húsinu segirfrá Sanrtökum endurhæfðra mænuskadd- aðra í Astralíu, en þau eru ríflega 40 ára, virk og öílug í áróðri sem starfi. Aminn- ing um bílbeltin frá Sigurði Helgasyni hjá Umferðar- ráði, þörf sem alltaf áður. Sagt er frá aðgerðum í sumar til varnar Grens- ásdeild, en þar hafa mál þróast síðan á betri veg. Elsa Einarsdóttir kynnti sér aðgengi fyrir fatlað fólk á hinum ýmsu stöðum á Reykjavíkursvæðinu: Kringlunni, Garðatorgi, Glæsibæ og Miðbæ Hafn- arfjarðar svo og tvö hótel: Hótel Sögu og Grand Hótel. Öllum þessurn stöð- um lýsir Elsa - úti senr inni og gefur í raun góða eink- unn, en jafnframt bendir Elsa á annmarka. Anna Heiða Pálsdóttir ritar tíma- bæra og réttmæta hug- vekju: “Fatlað fól - á ölm- usufráríkinu”. Húnkemur víða við m.a. hversu erfitt það getur verið fyrir fatlað fólk að hasla sér völl á vinnumarkaðnunr, en meg- ináherzla er þó á hinar ofurlágu bætur Trygg- ingastofnunar ríkisins. Lokaorðin eru: Örorku- bætur eru ekki ölmusa, heldur áunnin réttindi allra þegna þjóðfélagsins sem ekki ganga heilir til skógar. “Dóttir mín sigraði dauðann”, er svo hrífandi viðtal við mæðgurnar Auði Guðjónsdóttur og Hrafn- hildi Thoroddsen sem lenti í alvarlegu bílslysi - vakn- aði nokkrum vikum síðar: Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.