Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 40
heyrnarlaus, mállaus og lömuð. Nú sjö árum síðar gerir Hrafnhildur miklu meira en vísindin sáu fyrir. Aðallega fjallar þó viðtalið um skurðaðgerð kínversks læknis og ýmis læknis- fræðileg eftirköst hennar svo og málaferlum Hrafn- hildar fyrir réttmætum skaðabótum sínum. I lokin er svo grein eftir dr. Halldór Jónsson yfirlækni um taugaaðgerðir Kínverjans. Afmælisblað Foreldra- og styrktarfélags heymardaufra hefur hingað borizt en rit þetta er gefið út í tilefni 30 ára afmælis félagsins. Formaðurinn, Ingibjörg Maríusdóttir, ritar nokkur inngangsorð og segir þar að helzta markmið félagsins sé að styðja við bakið á foreldrum sem eignast heyrnarlaust eða heyrnarskert barn og láta í té upplýsingar og aðstoð alla. Agætar upplýsingar eru svo um félagið, stofnun þess og starf, aðild þess að innlendum sem erlendum félagsskap og stofnunum og helztu baráttumál fé- lagsins í gegnum tíðina m.a. stuðningi við starfsemi Vesturhlíðarskólans, varð- stöðu um menntunarmál o.fl. Einnig er getið um hina gagnmerku útgáfu- starfsemi félagsins. Þörf grein og glögg er um skilgreiningar á sviði heyrnarskerðingar með undirköflum um kennslu, þrjár gerólíkar fatlanir, heyrnarskerðing, áunnið heyrnarleysi, meðfætt heyrnarleysi og síðast er varað við því að misnota orðið heyrnarlaus. Þar er undirstrikaður sá grund- vallarréttur heyrnarskertra barna að fá vel skipulagða talmálskennslu með öllum þeim hjálpartækjum sem þörf er á. Grein er um Vest- urhlíðarskólann - markmið og leiðir, en þar er svokall- að tvítyngi að leiðarljósi haft - táknmál - íslenzkt ritmál. Einnig er grein um þjónustu Samskiptamið- stöðvar við foreldra og heyrnarlaus eða heyrnar- skert böm. M.a. er sagt frá því að verið sé að vinna þar að handbók fyrir foreldra. ✓ Isamstarfi Máls og menningar og Sam- skiptamiðstöðvar er nýlega komin út frumsamin íslenzk barnabók þar sem táknmyndir eru á vinstri síðu en texti og myndir á hægri. Tvær mæður heyrn- arlausra stúlkna segja frá reynslu sinni, þar sem vonleysi breyttist í von við góða hjálp hinna ýmsu aðila er liðsinni veita í þessum efnum. Sagt er frá norrænni ráðstefnu um heyrnarleysi barna þar sem fólk bar saman bækur sínar. Sumarferðir félagsins hafa tíðkast allt frá árinu 1984, vel sóttar og ánægjulegar. Kjarni málsins - andlega heilsan og fjölskyldan er hin merkasta grein byggð á fyrirlestri fluttum af ágætri konu á Fepeda 1995. Rannsóknir hafa sýnt að heyrnarlaus börn búa við seinkanir og truflanir á andlegum þroska, truflandi hegðun í bekk nær regla, tilfinningaleg vandamál miklu meiri o.s.frv. Fjallað er um vanda unglings- áranna, geðræn vandamál sem oft fylgja þar sem erfitt getur verið um greiningu og meðferð. Minnt er á texta- símann og boðtækin sem mikilvæg hjálpartæki. Að lokum er lifandi og grein- argóð frásögn af fimm ára heyrnarlausum dreng, enskum. Sjálfsbjörg -1996 barst hingað í desember- byrjun á liðnu ári, fjölbreytt og vandað rit. Hvert stefnir íslenzk heilbrigðisþjón- usta? er forystugrein Guð- ríðar Ólafsdóttur form. Sjálfsbjargar sem ræðir um forgangsröðun í heil- brigðiskerfinu og hættuna á því að efni geti ráðið ein- hverju um ef upp verður tekin. Guðríður bendir á að enn er ætlunin að herða að í fjárlögum næsta árs, hvað tryggingamál varðar. Sagt er ítarlega frá 28. þingi Sjálfsbjargar sem gerð hafa verið skil hér. Sömuleiðis er frásögn af þingi ung- liðahreyfingar Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum en þar var krafa um að stöðva þá mismunun sem fatlaðir verða daglega fyrir og skorað á stjórnvöld við- komandi ríkja að virða sem bezt meginreglur S.Þ. Jón Hlöðver Askelsson tón- skáld á ágæta grein um ferðalög fatlaðra og segir m.a. “Ferðir hafa oft meira gildi fyrir fatlaða en þá ófötluðu sem fjölbreyttari tækifæri hafa til tóm- stundaiðkana”. Megin- atriðið sé þó viðurkenning á sama rétti fatlaðra til ferðalaga og annarra þegna. Sigurður Björnsson gjald- keri Sjálfsbjargar skrifar um hjálpartæki, en þar segir Sigurður að ljóst sé að erfiðara sé fyrir fatlaða að sækja rétt sinn en áður varðandi viðhald hjálpar- tækja og gagnrýnir Hjálpar- tækjamiðstöð TR fyrir hertar reglur og stirðara viðmót. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra svarar spum- ingum og er um leið að réttlæta skerðingaraðgerðir sínar og segir þjóðina skilja þörfina fyrir aðhald. Ráð- herra telur eðlilegt að fjár- magnstekjur skerði bætur ekki síður en aðrar tekjur. Hún lofar minni neikvæð- um áhrifum jaðarskatta en nú séu í gildi. Bendir í sjúkrahússmálum á að Grensásdeildin hafi verið treyst í sessi. Ráðherrann segir útgjöld til heilbrigðis- °g tryggingamála hafa aukizt um 5 milljarða í ár og á næsta ári, svo hún telji þar vel á haldið. Kveður átak muni gert í að stytta biðlista, Össur Skarphéð- insson formaður heilbrigð- is- og trygginganefndar Alþingis segirhins vegar að í niðurskurðinum að und- anförnu birtist kaldranalegt viðhorf til lífeyrisþega. Hann minnir á stórfellda fækkun bifreiðakaupa- styrkja, hertar og flóknari reglur um endurgreiðslur lyfja- og lækniskostnaðar, afnám frekari uppbótar og skerðing bóta vegna fjár- magnstekna og er sú upp- talning afar kunnugleg hér á bæ. í sama streng tekur 40

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.