Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 43
vík og Hótel Harpa Akur- eyri. Næsta blað Klifurs heitir framkvæmdastjórinn svo að helga Reykjavíkur- félaginu. Ritstjóri fallega útlítandi Klifurs er Ingólfur Örn Birgisson. *** Rauði borðinn 1. tbl. 7.árg. veturinn 1996- 97 er komið út. Eggert Sigurðsson ritar formanns- pistil. Þar segir að Alþjóða heilbrigðismálastofnunin áætli að á degi hverjum smitist 6500 einstaklingar af hiv-veirunni og þar af séu 500 kornabörn. Hér á íslandi eru nýsmit hins vegar færri en víðast annars staðar. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni fjallar um átak um alnæmi og and- legan stuðning. Hún segir að í starfi sínu hafi tvö mál- efni borið hæst: Vinna að auknum möguleikum fyrir alnæmissjúka að fá andlega aðstoð og heimsóknar- þjónustu og hins vegar að kynna innan kirkjunnar hvað samkynhneigð væri. Hún segir og frá kynning- arfundi í Hallgrímskirkju þar sem tveir samkyn- hneigðir kynntu sig og fjölluðu um samkynhneigð og trú, prófessor Björn Björnsson fjallaði um af- stöðu biblíunnar og guð- fræðinnar til samkyn- hneigðar - kærleikur Krists undanskilur engan, kynnt frumvarp um staðfesta sambúð og séra Jakob Hjálmarsson fjallaði um útför samkynhneigðs manns og vandamál því samfara. Skýrsla stjórn- ar sýnir blómlegt starf að fjölbreytt- um verkefnum, og þarm.a. þökk- uð vel heimsókn okkar ÖBÍ fólks til Alnæmissam- takanna. Fréttir eru frá Ung- mennahreyfingu Rauða kross Islands, en þar fóru fjórar stúlkur ástúfana l.maísl. og sýndu leikþátt til að vekja at- hygli á vanda- málinu alnæmi svo og er greint frá góðu námskeiði hjá URKI í samvinnu við Petrínu Ásgeirsdóttur, sem 18 manns sóttu. Hressileg frásögn er af ráðstefnu fyrir hiv- jákvæða á Norðurlönd- unum sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri í sept- ember sl. Alls konar fróð- leikspistlar prýða Rauða borðann m.a. um skipu- lagða heimsóknarþjónustu fyrir hiv-jákvæða, sjálfs- styrktarhóp hiv-smitaðra, en þar segir að félagar í jákvæða hópnum hafi verið með erindi um allt land og svo frásögn af Nordall 1996 á Klaustri þar sem segja má að niðurstaðan hafi verið: Alnærni er enn ólækn- anlegt. Petrína félagsráð- gjafi Ásgeirsdóttir ritar svo merkilega frásögn sem hún kallar punkta frá alþjóð- legri ráðstefnu í Kaup- mannahöfn. Hún segir að alnærni sé sennilega sá sjúkdómur sem einna mest undirstriki þann ójöfnuð sem ríki í skiptingu efnis- legra gæða, ójöfnuð milli ólíkra hópa í þjóðfélaginu og ójöfnuð milli þjóða heimsins. 80% hiv-já- kvæðra búa á sunnanverð- um hnettinum - 93% fjár til alnæmismála nýtist þjóðum á norðanverðum hnettin- um. Sáhópursemhiv-smit hefur verið einna útbreidd- ast hjá víða í heiminum eru fíkniefnaneytendur, um leið nreð fæst bjargráð, verst settir félagslega. Mannréttindi, siðfræði og hiv-smit voru rauði þráð- urinn í umræðum á ráð- stefnunni. í lokaorðum segir Petrína að lykilorðið til að hafa áhrif á þjóð- félagsleg viðhorf, bætta stöðu hiv-jákvæðra og eflingu forvarnarstarf væri samvinna allra er að þess- um málum koma og þau snerta. Frá ritstjóra og um leið framkvæmdastjóraAlnæm- issamtakanna, Grétu Adolfsdóttur em lokaorðin. Hún gerir nýju tilraunalyfin að umtalsefni og segir að þó ekki sé um árangur ljóst þá virki lyfin á marga sem séu gleðifréttir. Minnir á slagorðið frá WHO á árinu 1996: Ein veröld, ein von. Hlerað í hornum Maður einn spurði lítinn dreng hversu gamall hann væri en hann sagðist ekki vita það. “Nú veiztu ekki hvað þú ert garnall?” “Nei, mamma segir að ég sé of lítill til að mega svo margt en of stór til að gráta þegar mér er bannað það”. ** Tveir menn hittust eftir nætursam- kvæmi og annar kvartaði undan því við hinn að hann myndi ekkert hvað hefði gerzt. Hinn fór þá að rifja ýmis- legt upp og m.a. það að sá minnislausi hefði dansað stríðsdans uppi á borð- urn. Þá spurði sá minnislausi: “Og fannst mér gaman?”. Tvær litlar stúlkur voru að selja dót fyrir framan stórmarkað til styrktar einhverju góðu málefni. Maður sem gekk framhjá dáðist að því að þær skyldu vilja selja dótið sitt. Þá sagði önnur: “Já, þetta er dótið hans Nonna, litla bróður hennar”. Sagan segir að þegar Helgi Seljan sat á þingi hafi hann eitt sinn verið þar staddur sem Egill þingbróðir hans Jónsson var að lýsa því að hann hefði fæðzt sjálfstæðismaður, hefði verið það alla sína tíð og yrði þangað til yfir lyki. Helgi á þá að hafa sagt: “Þú hefur þá ekki hugsað þér að þroskast neitt, Egill minn”. Hafnfirðingur var kjörinn á þing og konan hans sagði honum að hann yrði að fara í hreina sokka á hverjum degi. Eftir fimm daga komst hann svo ekki í neina skó. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.