Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 47
• • X Vinnustaðir OBI - Ræstingadeild Þorsteinn Jóhannsson. Amiðju ári 1994 var stofnuð sérstök ræstingadeild hjá Vinnustöðum ÖBÍ. Mark- miðið með stofnun deildarinnar var að auka úrval og fjölbreytni í störfum fyrir fatlaða starfsmenn og um leið að styrkja og efla starfsemi Vinnu- staðanna. Þetta var nýjung í starfsemi vinnu- staða fatlaðra. Mjög víða er- lendis, svo sem á ——— írlandi er mikil starfsemi í gangi fyrir fatlaða í hrein- gerninga- og ræstingastörfum. Kveikjan að starfsemi ræstinga- deildarinnar var sú, að mikil vinna er við daglega ræstingu í húseignum Hússjóðs Öryrkjabandalagsins í Hátúni 10. Vinnustaðimir gerðu Hús- sjóði tilboð í verkið og vinna það nú sem verktaki. Vinnan felst í ryksugun á teppum á íbúðagöngum og stigum í háhýsunum, afþurrkun af ljósum, gluggakistum, borðum og að pússa gler í hurðum og gluggaveggjum. Þrif fara fram á lyftum, anddyrum, setu- stofu, geymslugöngum og kjallara- göngum, þvottahúsum og salernum. Teppahreinsun og bónun er að mestu leyti aðkeypt þjónusta, enda þarf til þeirra verka sérhæfðan vél- búnað og verkkunnáttu. Ræstinga- deildin annast einnig þrif á húsnæði vinnustaðanna, eldhúsi og matsal. Þjónusta vegna kaffis til funda og við starfsmenn Öryrkjabandalagsins, Hússjóðs og Vinnustaðanna er undir stjórn ræstingadeildarinnar. Reynslan af starfsemi ræstinga- deildarinnar þau þrjú ár sem hún hefur verið starfrækt, má teljast mjög góð. Þessi störf henta mjög vel stórum hópi fatlaðra, sem hafa líkamlega burði til þess að takast á við þessi verkefni. Hjá ræstingadeildinni starfa 4 starfs- menn, 3 auk leiðbeinanda, sem einnig annast stjómun á starfsemi eldhúss, þar sem einn starfsmaður til viðbótar vinnur. Starf leiðbeinanda við þessi störf er mjög mikilvægt, þar sem skipulag og niðurröðun á daglegum verkum þarf að vera vel undirbúið og markvisst. Aðsókn og eftirspurn eftir störfum í ræstingadeildinni frá Vinnumiðlun fatlaðra, gefur vísbendingu um að fjölga þurfi slíkum störfum fyrir fatlaða þar sem því verður við komið. Þorsteinn Jóhannsson framkv.stj. Vinnustaða ÖBI Unnur Hermannsdóttir í viðtali í framhaldi af þessum pistli Þorsteins átti ritstjóri örstutt spjall við þá sem forstöðu veitir ræstinga- deildinni, Unni Hermannsdóttur. Hún er í hálfu starfi en sagðist gjarnan vilja meira og kemur að því í lokin. Unnur er fyrst spurð um hve- nær vinnan fari fram. Hún segir 111 að unnið sé frá 8- 12 alla virka daga og síðan korni hátíðisdagar inn til viðbótar s.s. jóladagur og nýársdagur. I hinni eiginlegu ræstingadeild eru 3 stúlkur, 2 þeirra eru búnar að vera í 3 ár, en Unnur Hermannsdóttir. ein er nýbyrjuð eftir að hafa unnið á saumastofunni í 3 ár áður. Hún segir að launakjör séu þau að þær hafi um 24 þús. á mánuði fyrir þessa fjóra tíma. Innifalið í þessum fjórum tímum segir Unnur, að sé fundartími frá kl. 11,30-12,00 daglega þar sem farið er yfir öll verk og verk skipulögð fyrir næsta dag. Starfs- stúlkur fá hins vegar rnjög góðar verklýsingar, sem þeim gengur vel að fara eftir. Unnur sér líka um eldhúsið en þar vinnur fjórða stúlkan frá kl. 9- 15, nema á mánudögum, þá frá kl. 8, en þá bakar hún vöfflur handa fólkinu á vinnustöðum og skrifstofu og kannast ritstjóri vel við það góðgæti. Þá tekur hún moppur, handklæði, þurrkur o.fl. þess kyns frá ræstinga- deildinni og þvær einu sinni í viku. Unnur segir að reynslan sé nijög góð, þessar konur reyni að standa sig eins vel og kostur er, þær eru vand- virkar og fara vel og dyggilega eftir verklýsingum. Ef að er fundið, sem sjaldan er, þá er því vel tekið og úr bætt sem bezt. Þær eru glaðlyndar og vinnufúsar og eru sönnun þess hve miklu skiptir að verkfús hönd fái vinnu við hæfi. Unnur segir því í lokin að hún vildi gjarnan sjá fleiri verkefni með fleiri þátttakendum, fleiri fötluðum um leið í gefandi starfi. H.S. Úr snilliyrðum um konur og ástir Konur segja oft að þær hafi gefið hjarta sitt. Oftast er raunin sú að þær hafa aðeins gefið eftir. * Betra er að vera gæddur fegurð en gæðum. Hins vegar er skárra að vera góð persóna en ljót. * Frægð, auður og metorð! Hvers virði eruð þið á móts við ástina? * Þau hjónabönd sem nú tíðkast eru nokkurs konar líftrygging sem konur hafa fundið upp. * Astin og óttinn geta talið mönnum trú um allt. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 47

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.