Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 50

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 50
hjartaaðgerða í London, en Anna að- stoðaði þá með ráðum og dáð af ein- stakri fórnfýsi. Hún var sæmd hinni íslenzku fálkaorðu 1982 og var vel að henni komin. Söguleg stund er um það þegar 15 milljóna króna gjafabréfið frá LHS og RKI var afhent til að unnt yrði að framkvæma hjartaaðgerðir á börnum hér heima. Fréttir eru frá Félagi hjartasjúkl- inga á Eyjafjarðarsvæðinu og Suður- landsdeildinni, en sú deild hefur beitt sér fyrir HL æfingastöðvum á starfs- svæðinu með góðum árangri. Ritari Neistans, Ragna Svein- björnsdóttir, segir frá fundi með for- eldrum hjartveikra barna á Norður- löndum, en af félögum þeirra þar, miklu eldri, má mikið læra. Sagt er frá fundi í Reykjavíkur- félaginu. Þar segir sá víllausi bar- áttumaður Haraldur Steinþórsson, frá gönguhópnum Flækjufæti sem gengur á hverjum sunnudagsmorgni, hvemig sem veður og færð er. Menn verða að sætta sig við orðinn hlut og gefast aldrei upp, segir Haraldur. Einar H.Jónmundsson segir frá hinni öru þróun í opnum hjarta- aðgerðum sem kransæðavíkkunum frá 1986-1995. Þær fara úr sárafáum aðgerðum upp í 340 kransæðavíkk- anir 1995 og upp í 267 hjartaaðgerðir 1994, en það gleðilega við þróunina segir Einar það, að opnum hjarta- aðgerðum fækki en kransæðavíkk- unum fjölgi. Svipmyndir eru frá hjartagöngunni og ýmislegt er til viðbótar til fróðleiks og yndisauka. / Idesember kom út 3.tbl. SÍBS frétta 1996 með ágætu efni, en Sigurjón Jóhannsson einnig þar við stjórnvöl styrkan. Haukur Þórðarson form. SÍBS á þarna skelegga forystugrein þar sem hann veltir upp spurningunni: Er niðurskurður sama og sparnaður?. Hann svarar eindregið neitandi og segir menn ekki eiga að flokka slíkt undir sparnað. Sé góð heilbrigðis- þjónusta gerð að lakari heilbrigðis- þjónustu, leiðir það ekki til sparnaðar heldur kostnaðarauka, minni mann- auðs og lakara mannlífs í framtíðinni, segir Haukur. Haldið er fram Ijómandi kynningu umboðsmanna Happdrættis SIBS og Helga Friðfinnsdóttir framkv.stj. kynnir happdrættið 1997 og segir: Þátttaka þín skiptir máli. Grein er um lottóið 10 ára eftir Hauk Þórðarson þar sem m.a. íbúðaeign Hússjóðs er tíund- uð, bent á skiptingu íbúa eftir fötl- unum þar sem þroskaheftir eru fjöl- mennastir. Segir íslenzka getspá hafa skilað Öryrkjabandalaginu samtals 1260 millj.kr. á þessum 10 árum. Skemmtilegt viðtal er við Óla Þor- bergsson, nýlega áttræðan, en Óli fékk berkla 1940 og var höggvinn, fór síðan á Vífilsstaði og þá á Reykjalund þar sem hann vann við að bólstra og var fyrsti maðurinn frá Reykjalundi sem fór á iðnnemasamning. Hann gefur lífinu og starfinu þar þá hina allra bestu einkunn. Óli setti svo upp húsgagnavinnustofu sem hann rak í 25 ár. Haukur Þórðarson færir trúnaðar- fólki SÍBS sem látið hefur af störfum kærar þakkir. á eru kaflar úr framsöguræðu Hauks á SÍBS þinginu. Þarhvet- ur hann félaga til að gerast pólitískari og berjast á vettvangi stjórnmála fyrir þeim mannréttindum sem heilbrigðis- þjónustan er svo og önnur velferðar- mál. Þá ræðir Haukur einnig upp- byggingarstarf SÍBS og spyr hvort of mörg járn séu í eldi höfð, kröftum of mikið dreift. Á málþingi SÍBS var rnjög rætt um skipulagsmál, þar hafði Hallgrímur Bergsson rekstrarfræð- ingur framsögu en hann hafði að beiðni stjórnar skoðað þessi mál sér- staklega. Hallgrímur benti á styrk- leika - sem veikleikamerki. Styrkleiki m.a.: Mikill fjöldi félagsmanna vítt og breitt um landið. Veikleiki m.a.: Samkennd vantar milli einstakra fé- lagshópa. Hallgrímurkynnti svo nýj- ar róttækar breytingar á skipulags- málum og urðu eðlilega umræður þar um, þar sem Davíð Gíslason læknir vildi m.a. flýta sér hægt í þessum efnurn. Haukur Þórðarson segir frá sam- stilltu átaki Norðurlandanna í baráttu við berkla í Eystrasaltslöndunum en þar leggur SÍBS vænt lóð á vogar- skálar. Starfsmenn á Reykjalundi leggja fram tillögur um þróun endurhæfing- arstarfs þar, sem áhugaverðar eru. Að lokum er svo viðtal við Einar Heimisson rithöfund og kvikmynda- gerðarmann um myndir hans: Hvíta dauðann og Ég sigra. Um þá síðari segir Einar: Mottóið er að fólk fari á Reykjalund til að sigrast á erfiðleikum og sjúkdómum. :jc Lautblaðið 2.tbl. 6.árg. er komið út undir ritstjórn Bergrúnar H. Gunnarsdóttur. Astrid Kofoed Hansen formaður félagsins segir í forystugrein frá ráð- stefnu norrænu flogaveikisamtak- anna sem haldin var á árinu í Reykja- vík og segir frá því að félagið sé að fara inn á nýjar brautir í fræðslu og kynningarstörfum undir stjórn Þór- eyjar V.Ólafsdóttur. Framkvæmdastjórinn Jón S. Guðnason greinir frá fjölbreyttu félagsstarfi vetrarins. Þar eru fræðslufundir ofarlega á dagskrá, minnt er á dýrmæta þjónustu félags- 50

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.