Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Side 52
Fréttir frá FAAS
Anýliðinni aðventu stóð Caritas á íslandi fyrir fjáröflun til styrktar
FAAS. Af því tilefni voru haldnir glæsilegir tónleikar í Landa-
kotskirkju, þar sem landsfrægir listamenn komu fram og gáfu alla vinnu
sína af mikilli góðvild og hlýju. Einnig var safnað fé í öllum kaþólskum
kirkjum landsins og víðar. Svona framtak er félaginu ómetanlegur
stuðningur, bæði félagslega og fjárhagslega og eiga allir sem að því komu
miklar þakkir skildar. Fyrir fáum árum gerðist FAAS aðili að norrænu
samstarfi Alzheimerfélaga ásamt S víþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Einn fundur hefur verið haldinn ár hvert til skiptis í þessum löndum og er
nú komið að íslandi. Dagana 25. og 26. apríl verður þessi fundur haldinn
á Grand Hótel Reykjavík. Þá koma tveir eða tleiri félagar frá þessum
löndum og er undirbúningur nú í fullum gangi. Það hefur verið okkur
mikils virði að fá að kynnast því sem er að gerast í málum minnissjúkra
hjá nágrönnum okkar og er okkur mjög í mun að vel takist til í þessari
fyrstu heimsókn þeirra til okkar.
María Jónsdóttir form. FAAS.
Fjallað er um skilgreiningu, al-
gengi og tíðnitölur, áhættuþætti,
ábendingar beinþéttnimælinga, grein-
ingu á beinþynningu, meðferð bein-
þynningar almennt og á brotastigi,
ábendingar um fyrirbyggjandi hor-
mónameðferð eftir tíðahvörf og hor-
mónauppbótarmeðferð hjá konum.
Þarna kemur m.a. fram að 1200 -1500
beinbrot á ári eru vegna beinþynn-
ingar. Einn margra áhættuþátta eru
reykingar. Lögð er sérstök áherzla á
fræðsluþáttinn svo og meðferð: mat-
aræði. hreyfingu og forvarnir gegn
falli. Sömuleiðis eru birtar rann-
sóknarniðurstöður á beinþéttni í
íslenzkum stúlkum og konum eftir
Gunnar Sigurðsson prófessor. Þar
kemur m.a. fram að svo virðist sem
erfðir ákvarði 60 - 80% af hámarks-
beinmassanum.
Sagt er frá einstökum deildum eða
hópum innan Gigtarfélagsins s.s.
Samtökum um rauða úlfa og Hrygg-
iktarfélaginu, sem starfa vel.
Sagt er frá rannsóknarstofu í gigt-
arsjúkdómum á Landspítala, en
ísland er talið kjörland fyrir gigtar-
rannsóknir. Stofan tók til starfa 11.
október sl. og vænta menn sér mikils
af henni, en forstöðu veitir Kristján
Steinsson yfirlæknir.
Sagt er frá og birt ný stefnuskrá
Öryrkjabandalagsins en ritstjórinn,
Emi! Thóroddsen, var einmitt fyrir
stefnumótunarnefnd ÖBI.
Sagt er frá hópþjálfun G.I. en þar
er boðið upp á mismunandi hópa og
er fjölbreytni ærin, einnig er boðið
upp á námskeið. Ragnheiður Yr Grét-
arsdóttir er yfirsjúkraþjálfari þessa
starfs.
Punktar góðir eru um námskeið af
ýmsu tagi, sagt frá nýjungum í hóp-
þjálfun svo og fyrsta aðalfundi
alþjóðagigtarfélaga.
Greint er frá samtökum um vefja-
gigt og síþreytu og fréttir eru frá Norð-
urlandsdeild G.í. sem verður 10 ára á
þessu ári og hefur góð umsvif-undir
forystu Ingibjargar Sveinsdóttur.
Lokahugleiðingar vefjagigtar-
sjúklings eru þessar:
Vinir mínir hvert skref sem við
tökum
hver orusta sem við vinnum
er ávöxtur ástar og umhyggju til
hvers annars
í vefjagigtarhópnum, meðal vina.
'H.S.
Hlerað í
Jón og Gunna áttu 6 dætur. Sjöunda
barnið varð drengur foreldrunum til
óblandinnar ánægju. Föðurnum var
af kunningjunum óskað ákaft til ham-
ingju með soninn, en jafnframt spurði
einn hann hvoru foreldranna sá litli
líktist nú meir. Þá svaraði faðirinn:
“Ja, ég veit það nú ekki, við höfum
ekki litið framan í hann ennþá.
**
Sagan segir af presti einum í henni
Ameríku. Geysileg flóð urðu og allir
flúðu úr borginni nema prestur sem
sagðist treysta guði og hélt kyrru fyrir
í kirkjunni. Flóðin hækkuðu og
prestur fór upp í turninn og menn
komu á báti og vildu bjarga honum,
en hann sat fast við sinn keip. Enn
hækkaði flóðið og prestur færði sig
upp í mæni turnsins. Menn komu á
þyrlu og buðu björgun en prestur
kvaðst fela guði allt sitt ráð og með
það hvarf hann í vatnsflauminn og
drukknaði. Þegar hann kom til guðs
kvartaði hann sáran yfir að hann hefði
hornum
ekki bjargað sér en guð svaraði rólega:
“Ég sendi þorpsbúa til að tala þig til,
ég sendi menn á bát til að bjarga þér
og loks sendi ég þyrlu þér til bjargar”.
**
Andri: “Ég hef séð kafara sem var
hálfa klukkustund í kafi”.
Bjössi: “Þaðkallaégekkimikið. Ég
hefí séð annan sem kom aldrei upp
aftur”.
**
Hafnfirðingabrandarar hafa stundum
eitthvað sér til ágætis: Hafnfirðingur
kom inn á krá með útidyrahurð undir
hendinni. Aðspurður kvaðst hann
hafa týnt lyklinum, en haft hurðina
með sér svo ekki yrði nú brotist inn.
“En hvernig ætlarðu sjálfur að komast
inn”, var spurt. “Jú, ég skildi glugg-
ann eftir opinn”.
**
Systkinin litlu, þrjú talsins voru íbaði,
tveir bræður og ein systir. Eldri bróð-
irinn spurði móður sína að því hvers
vegna tveir væru af sinni sort en bara
ein af hinni.
52