Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 55
þakka. Undanþegnir bifreiðagjöldum
hafa verið örorkulífeyrisþegar sern og
örorkustyrkþegar, en ellilífeyrisþegar
ekki. Áður hafði verið gengið frá
undanþágu til þeirra sem á stofnunum
vistast og nú beinlínis staðfest í regl-
um ráðuneytisins sem prentaðar eru
á bakhlið rukkana um bifreiðagjöld.
Hins vegar þótti mörgum öryrkjanum
súrt í broti að verða að fara að greiða
bifreiðagjöld þegar 67 ára markinu
var náð, enda fáar röksemdir fyrir því
að einmitt þá hefði hagur svo vænkast
að óhætt væri að bæta þessum útgjöld-
um við. Ástæðan sem sagt sú að elli-
lífeyrisþegar væru ekki undanþegnir
þessu gjaldi. Leiðréttingar hér á hefur
verið leitað og nú hefur ráðuneytið
sem sagt breytt reglum þannig að sá
sem áður hefur verið öryrki, 65 eða
75% og kemst á aldur, verður áfram
undanþeginn greiðslu bifreiðagjalds.
Þetta er staðfest einnig í skýrum regl-
um aftan á rukkun bifreiðagjaldanna,
sem við hin fáum, því öryrkjarnir fá
auðvitað enga rukkun og geta þ.a.l.
ekki lesið sér til um þetta.
Þess vegna alveg sérstaklega er á
þetta minnt, enda sjálfsagt að geta
þess sem gert er vel og það hefur fjár-
málaráðherra gert hér og á þakkir
skildar fyrir.
*
egar hin umdeilda reglugerð um
tekjumörk fyrir greiðslu frekari
uppbótar var sett fyrir tæpu ári, var
einnig við eignamörk miðað. Markið
var sett við 2,5 millj. kr. í peningum
og verðbréfum og miðað þá við ein-
stakling að sjálfsögðu, þ.e. að heimild
til greiðslu uppbótar miðaðist við
eignir einstaklings undir 2.5 millj. kr.
Þetta ákvæði þótti okkur í raun rúmt
miðað við tekjuákvæðið um 75 þús.
kr., enda rnála sannast að það kom
ekki við rnarga öryrkja. Langfæstir
þeirra eiga nokkum möguleika á slíkri
eignamyndun. Hins vegar urðu þau
mistök við gerð vinnureglna Trygg-
ingastofnunarríkisins að sarna eigna-
viðmiðun var látin gilda um hjón og
einstakling og braut það algerlega í
bága við reglugerðina sjálfa. En eftir
þessu var farið og framkvæmt svo og
kom auðvitað einkum við ellilífeyris-
þega. Eftir talsvert japl og jaml var
loks fallizt á að vinnureglur yrðu í
samræmi við reglugerð ráðuneytis s.s.
sjálfsagt var. Hjón mega nú þannig
eiga allt að 5 millj. kr. án þess að
uppbót falli niður. Hér var auðvitað
um mikilvæga leiðréttingu að ræða,
því spurningin stóð um það hvort
Tryggingastofnun ríkisins fengi að
framkvæma reglugerðina þvert á
ótvíræð fyrirmæli hennar. Þess vegna
er því fagnað að þessi urðu endalokin,
enda nóg að gert á ýmsum sviðum þó
ekki bættust slrk býsn ofan á.
*
ví er óspart haldið að fólki að í
ár verði ekki um neinar frekari
skerðingar að ræða á kjörum lífeyris-
þega. Rétt er það að því leyti að lítið
er um nýjungar á því sviði, en skoðum
mál nánar. Aðeins fyrst til lyfjakostn-
aðar litið þá varð þó sú breyting um
áramót að af lyfjum sínum þurfa líf-
eyrisþegar nú að greiða fyrstu 250
krónurnar í stað 200 áður og af því
ráðamenn hafa nú svo gaman af pró-
sentureikningi þá má rétt minna á að
þetta er 25% hækkun útgjaldaliðar. Að
sjálfsögðu mun bent á að þetta geti
síðar jafnað sig út, en ekki er sú raunin
alltaf og söm er gerðin. í öðru lagi skal
enn að uppbót vikið. Skerðing eða
niðurfelling hennar kom til fram-
kvæmda í ágúst á liðnu ári, þ.e. að
skerðingin eða niðurfellingin gilti f
fimm mánuði sl. ár og þótti mörgum
meira en nóg. Nú gildir kjaraskerðing
þessi allt árið, leggst sem sagt á þá
sem fyrir hafa orðið með tvöföldum
þunga. Og einmitt nú eftir áramótin
fengu lífeyrisþegar þeir sem misst
höfðu uppbótina hin elskulegustu bréf
frá Ríkisútvarpinu um að nú skyldu
þeir hressa upp á bágan fjárhag þeirrar
stofnunar með 24 þús. kr. framlagi á
þessu ári og það munar um minna í
heimilisbókhaldi þessa fólks. Ríkis-
útvarpið getur gefið reglugerð liðins
árs hin allra beztu meðmæli, enda
munu þær ófáar milljónirnar sem
lífeyrisþegar landsins munu þannig
skila því á þessu ári. Það er því ljóst
af framansögðu að skerðing liðins árs
mun ólíkt meiri verða á þessu ári,
beint sem óbeint, og allt tal um að ekki
sé frekar að þrengt heldur léttvægt í
ljósi þessa.
*
egar þessi umdeilda reglugerð
var sett í apríllok 1996 var því
hátíðlega lofað af ráðherra þessara
mála að endurskoða skyldi reglugerð-
ina í ljósi þeirrar reynslu sem af yrði.
Mála sannast kom reglugerðin við
miklu stærri hóp en nokkur hafði
reiknað með, allra sízt ráðherra og
ráðuneyti, þ.e. að yfir þúsund manns
misstu uppbótina og annað þúsund
manna fékk lækkun uppbótar, oft svo
fleiri þúsundum skipti á mánuði hverj-
um. Otrúleg tregða var þó til staðar
að koma að endurskoðun þrátt fyrir
röskan áýting samtaka fatlaðra sem
aldraðra. Nú er þó setið við athugun
þessa máls en þegar þessar línur eru
ritaðar, er engin niðurstaða fengin og
tregða til breytinga tekjumarka afar
mikil. Vonandi berþó baráttan árang-
ur og máske getum við í næsta blaði
greint frá einhverri leiðréttingu, en
lofsverð verður hún tæpast.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
55