Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Síða 3
• • /
Haukur Þórðarson form. Oryrkjabandalags Islands:
A BRATTANN
AÐ SÆKJA
að kom skýrt fram á aðalfundi
ÖBÍ í október sl., og ekki
síður á ráðstefnu bandalagsins
daginn fyrir aðalfundinn þar sem rætt
var um lífskjör öryrkja, að meint
góðæri hér á landi um þessar mundir
og aukin velmeg-
un hefur ekki skil-
að sér jafnt til
allra samfélags-
hópa, þar á meðal
ekki til örorkulíf-
eyrisþega. Trú-
lega minnst til
þeirra - ef þá
nokkuð. Örorku-
lífeyrisþegar eiga
því á brattann að
sækja núna eins og oft áður. Versnandi
staða lífskjara hjá örorkulífeyris-
þegum á sér fleiri en eina orsök. Ein
er að líkum afdrifaríkust og tengist því
að árið 1995 var fellt úr gildi laga-
ákvæði sem kvað á um að bætur (=
laun) öryrkja fylgi almennum kjara-
samningum um kaup og kjör lands-
manna. I staðinn kom bráðabirgða-
ákvæði sem raunar rennur út um n.k.
áramót og lýtur að tengslum bóta við
svokallað meðalvikukaup verkafólks.
Þessi viðmiðun hefur reynst afar óljós
og getur skilað breytilegum niður-
stöðum eftir því hver reiknimeistarinn
er.
s
Itilefni þess sem að ofan greinir var
í einni af ályktunum síðasta
aðalfundar ÖBÍ skorað á “Alþingi að
leiða aftur í lög bein og ótvíræð tengsl
milli launa í landinu og bótaupphæða
í tryggingakerfinu.” Viðbrögð hafa
lítil verið við þessari ályktun og varla
annars að vænta að svo komnu. Lagt
hefur verið fram að vísu þingmanna-
frumvarp sem er til umfjöllunar núna
hjá heilbrigðis- og trygginganefnd
Alþingis og fjallar um breytingar á
almannatryggingalögum varðandi
lágmarksbætur örorku- og ellilífeyris-
þega. ÖBÍ hefur fengið frumvarp
þetta til umsagnar og mælir að sjálf-
sögðu eindregið með samþykkt þess.
í umsögn Öryrkjabandalagsins er
vísað í fyrrgreinda ályktun aðalfundar.
Um n.k. áramót eiga svokölluð lág-
markslaun í landinu að miðast við 70
þúsund krónur á mánuði. Þeir sem
njóta grunnlífeyris og fullrar tekju-
tryggingar ásamt með heimilisuppbót
og sérstakri heimilisuppbót koma til
með að fá kr. 63.500. Menn athugi að
það eru aðeins einhleypingar sem eiga
kost á heimilisuppbót og sérstakri
heimilisuppbót.
/
Alyktanir aðalfundar ÖBI eru
birtar annars staðar í Frétta-
bréfinu. Þær hafa verið sendar til
þeirra yfirvalda, embættis- og trún-
aðarmanna, sem fara með þau ýmsu
mál sem um ræðir, þar á meðal til
þingflokka Alþingis, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra og trygg-
ingaráðs. Borist hefur svar frá for-
manni tryggingaráðs (ritað af trygg-
ingayfirlækni) varðandi mótmæli
aðalfundar um aukið greiðsluhlutfall
öryrkja í kostnaði vegna sjúkraþjálf-
unar, iðjuþjálfunar og talþjálfunar. I
svarinu kemurþað fram, sem ÖBI var
vissulega vel kunnugt um, að tekju-
lausir örorkulífeyrisþegar geta sótt um
uppbót á lífeyri vegna slíks kostnaðar
eða sótt um endurgreiðslur vegna
lyfja-, læknis- og þjálfunarkostnaðar.
Ennfremur er svarað í tilefni ályktunar
aðalfundarins um breytingar sem
verða á örorkumati ef lífeyrisþegi
aflar sér einhverra tekna, þannig:
“Jafnframt er rétt að fram komi að
innan Tryggingastofnunar ríkisins er
almennt skilningur á því að óheppilegt
sé að örorkuskírteini stofnunarinnar
sé rígbundið af tekjum, þannig að sá
sem verið hefur örorkulífeyrisþegi og
byrjar að vinna missi nánast sjálfkrafa
skírteinið. Þettar virkar auðvitað
vinnuletjandi og verður stjórnvöldum
bent á það.”
Þarna er með öðrum orðum vikið
að því að “aftengja” læknisfræðilega/
heilsufarslega þætti sem mynda
grundvöll fyrir örorkumatinu og hugs-
anlega tekjuöflunarmöguleika sem
síðar kunna að koma til hjá örorkulíf-
eyrisþeganum. Tryggingastofnun
hefur til þessa talið sér skylt að lögum
að breyta örorkulífeyri í örorkustyrk
fari tekjur örorkulífeyrisþegans fram
úr ákveðnu hámarki. Þessari yfirlýs-
ingu tryggingaráðs ber vissulega að
fagna en til þess að “aftenging” verði
veruleiki þarf til að koma breyting á
almannatryggingalögum svo að málið
er Alþingis.
Eins og kunnugt er kom út á þessu
ári stefnuskrá Öryrkjabandalags
íslands. Stefnuskráin byggir að veru-
legu leyti á vinnu starfshóps um hlut-
verk Öryrkjabandalagsins, markmið
þess og leiðir til að ná markmiðum.
Hópurinn samanstóð af fulltrúum
aðildarfélaganna. I framhaldi af þeirri
vinnu og útgáfu stefnuskrárinnar þótti
eðlilegt að fjalla nánar um skipulag
Öryrkjabandalagsins, bæði inn á við
ogútávið. Þriggjamanna skipulags-
nefnd tók til starfa að loknum aðal-
fundi 1996. Þremenningarnir voru
Björn Hermannsson (formaður),
Helgi Seljan og Ólafur H. Sigurjóns-
son. Nefndin skilaði tillögum á
síðasta aðalfundi um framhaldið og
voru þær samþykktar. Ein fjallar um
að áfram starfi skipulagsnefnd og
hefur hún þegar verið skipuð, önnur
að tekin verði fyrstu skref til stofnunar
félagaþjónustu á vegum ÖBÍ, hin
þriðja að komið verði á fót málefna-
hópum, fimm talsins. Hafa þeir nú
verið skipaðir og eru þessir: Kjara-
mála- og trygginganefnd, mennta-
málanefnd, félagsmálanefnd, búsetu-
nefnd og atvinnumálanefnd. Fram-
kvæmdastjórnin hefur þegar skipað
fimm manna nefndir til að sinna þess-
um málum og eru nefndirnar að
“gangsetja” sig um þessar mundir.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Haukur
Þórðarson
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
3