Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 7
mæta frá íslandi eða mín persóna - heldur að kona skyldi mæta. Ég var eina konan í stjórninni í mörg ár. Á þessu misrétti kynjanna hefur orðið geysileg breyting. Síðar fórum við Theódór Jónsson, formaður landssam- bandsins, en við átt- um bæði sæti í stjórn bandalagsins, að ég held í 25 ár, en svona var þetta hjá frum- herjunum. Eg varsvo heppin að kunna Norður- landamálin til að geta gegnt þessu starfí. Þetta var geysilega skemmtileg samvinna og fróðlegt að kynnast uppbyggingunni hjá frændum okkar. Norðurlöndin okkar fyrirmynd Danir sérhæfðu sig í húsnæði fyrir fatlaða. Þar gistum við í tíu hæða húsi, þar sem einn þriðji íbúanna voru fatlaðir. Þetta hús var fyrsti vísir að sambýli fatlaðra og ófatlaðra - og fyrirmynd að Sjálfsbjargarhúsinu. Fyrstu vernduðu vinnustaðina sáum við líka þar. Endurhæfing fatlaðra í Danmörku var okkar fyrirmynd. Einnig var stuðst við dönsku lögin um málefni fatlaðra. Noregurbyggði dvalarheimili fyrir fatlaða og Finnland sérhæfði sig í iðnskólum fyrir fatlaða. Einn þeirra var í Sulkava, yndisfögrum stað við Saimavatn. Nú er stefnan orðin önnur sem betur fer. I stað einangrunar fatl- aðra í sérskólum, eiga allir að hafa jafna aðstöðu til náms og atvinnu. Svíar eru alltaf miklir félagsmála- menn og sjálfsagt eru þeir komnir lengst, ef á heildina er litið. í Dan- mörku var mikill uppgangur í mál- efnum fatlaðra ’60 til ’70. Eftir það kom upp kreppa í landinu, á sama tíma og fjármálin voru flutt yfir til sveitar- félaganna, sem hafði neikvæð áhrif á hagsmunamál fatlaðs fólks. Við sótt- um fundi norrænu samtakanna að jafnaði tvisvar á hverju ári, og lærðum alveg geysilega mikið. Norðurlöndin eru algjör fyrirmynd okkar í þessum málum. Aratugastarffyrir Öryrkjabandalagið Olöf gaf frá sér formannsstarf Öryrkjabandalagsins í síðasta mánuði eftir tjögurra ára setu. Hún hefur átt sæti í stjóm Öryrkjabandalagsins frá 1969, í framkvæmdastjórn frá 1986. Ólöf er því búin að vinna fyrir Öryrkjabandalagið í tæpa þrjá áratugi. “Fimm félög stóðu að stofnun Öryrkjabandalagsins á sínum tíma: SÍBS, Sjálfsbjörg, Blindrafélagið, Styrktarfélag lamaðra og fatlaða og Blindravinafélagið, sem datt að mestu út eftir að stofnandi þess, Þórsteinn Bjarnason frá Vogi var allur. Nú eru 24 félög innan Öryrkjabandalagsins. Öryrkjabandalagið er heildar- samtök, sem þýðir að öll telögin standajafnt að vígi innan samtakanna. Geysimikilvægt er að félögin öll starfi á jafnréttisgrundvelli, og hvert félag fyrir sig treysti hinu til að vera í for- svari. Það hefur sýnt sig á hinum Norður- löndunum, að sterkt bandalag öryrkja- félaga er miklu öflugra í baráttunni gagnvart stjórnvöldum en einstök félög með fáa félagsmenn. Regnhlíf- arsamtök kalla þau sig “De Samvirk- ende Invalide Organisationer” og era með regnhlíf sem tákn. Einhver umbrot hafa verið í norr- ænu samtökunum vegna valdabaráttu, svo að 2-3 félög hafa gengið undan regnhlífinni - sem héldu sig standa betur að vígi utan þeirra, en annað hefur komið í ljós. Vonandi sýnir þetta okkar félögum mikilvægi þess að standa fast saman undir merki Öryrkjabandalagsins. Alltaf er verið að reyna að ná af fólki, ekki síst þeim sem minna mega sín. Fjöldinn þarf því að standa fast saman til að verja hagsmuni sína. Aðalstarfið sem formaður Öryrkja- bandalagsins er að vera ætíð á verði að réttur öryrkjans sé ekki skertur - heim- sóknir til ráðherra og mótmæli og aftur mótmæli. Samskipti og samvinna við aðildarfélögin eru líka mjög mikil- væg.” ísland fékk gull og silfur Ólöf átti sæti í dómnefnd um Helios verkefnið, sem Evrópusam- bandið stóð fyrir og átti að skila inn verkefnum fötluðu fólki til framdrátt- ar. Evrópusambandslöndin voru með frá upphafi eða í fjögur ár. ísland fékk að vera með síðasta árið. Alls bárust 18 verkefnalýsingar, þar af fjórar frá Islandi og tvær sem báru af, um kennslu mikið fatlaðs drengs í almennum grunnskóla á Akureyri og blöndun heyrnarlausra nemenda í Menntaskólanum í Hamrahlíð. “ísland fékk bæði gull og silfur- verðlaun - og var nálægt því að fá líka bronsið, sem var alveg stórkostlegt,” segir Ólöf. “Dómnefndin heimsótti staðina til að meta verkefnin og þrír fulltrúar komu hingað. Heimsóknin til Akureyrar var mjög ánægjuleg, veðrið svo gott, að við gátum setið úti allan tímann - og drengurinn féll svo vel inn í bekkinn, að unun var að sjá. Uppörvandi að sjá svo mikið fatlað bam geta tekið þátt í almennri kennslu með aðstoð sérkennara og tölvu. Með einstakri samvinnu foreldra og kenn- ara eins og í þessu tilfelli nálgumst við markmiðið “fullkomna þátttöku og jafnrétti”, segir Ólöf. Verkefnið í Hamrahlíðarskóla hlaut silfrið og framkvæmdastjóri Helios verkefnisins kom með þá tillögu, að heyrnarlausir nemendur í Evrópu fengju samskonar kennslu í Háskóla Islands á eigin táknmáli, svo SJÁ NÆSTU SÍÐU FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.