Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Qupperneq 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Qupperneq 21
mun gera glögga grein fyrir vefsíðu þessari á síðum Fréttabréfsins. Undir liðnum önnur mál flutti GuðmundurMagnússon svohljóðandi tillögu er samþykkt var samhljóða: Aðalfundur ÖBÍ beinir því til fram- kvæmdastjómar að endurskoða skipu- lag aðalfundar með það að markmiði að auka almennar umræður með virkri þátttöku sem flestra. M.a. verði athugað að senda skýrslur, reikninga og ályktanir til fulltrúa 10 dögum fyrir aðalfund. Haukur Þórðarson nýkjörinn formaður kvaddi sér hljóðs og þakk- aði traust það er sér hefði verið sýnt með kjöri til formanns bandalagsins. Þar myndi hann leggja að alla krafta sína. Guðnður Ólafsdóttir færði Ólöfu alúðarþakkir, í þrjá áratugi hefði hún leitað í hennar vizkubrunn og vel reynzt í hvívetna. Bauð nýja stjóm velkomna til starfa. Ræddi svo hjálp- artækjamál og vissar þrengingar þar. Ástrós Sverrisdóttir minnti á 20 ára afmæli Umsjónarfélags einhverfra og málþing þess 9.nóv. nk. Gísli Helga- son þakkaði Ólöfu hennar farsæla starf og samskipti öll. Hún væri mannasættir. Haukur Þórðarson þakkaði Ólöfu sérstaklega fyrir hennar mikla og dýrmæta framlag í þágu fatlaðra. í 28 ár hefði hún setið í stjórn Öryrkjabandalagsins. Hún hefði mest og lengst unnið að málefnum fatlaðra allra núlifandi íslendinga. Óteljandi væru trúnaðar- verkefni hennar á svo mörgum svið- um þó segja mætti að aðgengismálin væru hennar hjartans mál. Flutti Ólöfu afar hlýjar þakkir fyrir samveru og samvinnu og árnaði henni allra heilla í framtíðinni. Ólöf átti svo lokaorðin. Taldi alltof margar óveðursblikur á lofti. Vel yrði að verjast og berjast. Hún minntist upphafsára í baráttunni og kvað þá ekkert kynslóðabil hafa verið. Færði hjartans þakkir öllum sem hún hefði unnið með. Þakkir voru færðar fund- arstjóra og fundarriturum og fundi slitiðkl. 17.45. Þó hvergi komi hér fram sátu menn ekki án næringar allan þennan tíma. Góðar veitingar voru fram bornar bæði í hádegi og síðdegis svo allir munu hafa mettir orðir. H.S. S Asgerður Ingimarsdóttir framkv.stj.: HUGLEIÐING (Skýrsla á aðalfundi) Þegar ég fór að hugsa um inn- ganginn að þessari stuttu vinnu- skýrslu okkar Helga Seljan datt mér í hug að kannski væri nú bara best að flytja einhverja stutta hugleiðingu í stað þess að tí- unda unnin verk enda hefur for- maður gefið góða mynd af því sem er að gerast og mun gerast hjá Ör- yrkjabandalaginu og síðan mun Helgi segja betur frá hinum ein- stöku málum. Það er því að bera í bakkafullan lækinn að ég færi líka aðteljaupp, því hjáokkurþremurer sú besta samvinna og samstaða sem hugsast getur en ekki er því að neita að ómældur tími fer í að reyna að fá leiðréttingu ýmissa breytinga sem gerðar hafa verið á kjörum öryrkja - breytinga sem oftar en ekki eru síst til batnaðar. En þetta er jú bæði okk- ar starf og áhugamál. Ótalmargir málshættir eða orðs- kviðir tengjast sögninni að lifa. Þetta er nú ekkert óeðlilegt þar sem sögnin að lifa merkir í raun og veru að hafa fæðst í þennan heim og vera þar síðan þangað til maður burtkallast af honum eins og sagt er á hátíðlegu máli. Að lifa lífinu lifandi er einn málshátturinn. I mínum huga merkir það að taka þátt í sem flestu, að láta sig varða um menn og málefni, að gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum. Frá því fólki sem lifir lífinu lifandi stafar oft ljóma sem varpar ljósi á þá sem næstir því eru. Sumum finnst e.t.v. nóg um orku þessa fólks en í raun þykir flestum vænt um það. Svo er til málshátturinn að lifa hátt. Það er allt annars eðlis. í þann hóp flokkast þeir gleðimenn og konur sem brenna kertið í báða enda og þau eru svo sem ekki alltaf að huga að meðbræðrum sínum. Svo er talað um að lifa á ást og ísköldu blávatni. Hver kannast ekki við það sem hefur orðið ástfangin upp fyrir haus að matarlystin hverfur og það þarf hvorki að borða eða drekka. Ástin kemur í staðinn en svo hverfur matarlystin líka ef um óendurgoldna ást að ræða. Svo er það málshátt- urinn að lifa á loftinu. Það er sagt um fólk sem enginn hefur hugmynd um hvernig kemst af og hvernig það sér sínum farborða. Mér finnst ör- yrkjar stundum geta flokkast inn í þennan hóp vegna þess að þeir virð- ast eiga að geta dregið fram lífið af minni tekjum en aðrir. Loftið á fslandi er tært og gott og víðast hvar gætir ekki mikillar mengunar en það er nú samt svo að það er kannski ekki mjög staðgott! Svo er að sjálf- sögðu hægt að færa sig út úr lífinu og tala um að lepja dauðann úr skel! Það var sagt um þá sem voru svo bláfátækir að þeir höfðu varla í sig og á. Ég vona að til þess komi aldrei að sá málsháttur eigi við þá sem minna mega sín á íslandi. En því miður er það greinilegt að velferðin er á niðurleið. En við megum aldrei gefast upp. Og ekki gleyma því, að þó við séum ekki alltaf í fréttunum í blöð- um og sjónvarpi, þá er stöðugt unnið að því að reyna að bæta kjör okkar fólks. Hins vegar er enginn vafi á því að á tímum þessa fjölmiðlafárs virðist vera að sé ekki alltaf verið að reyna að troða sér í fjölmiðlana þá halda ýmsir að ekkert sé gert. En spyrjum að leikslokum. Það er ekki alltaf víst að árangurinn sé eins og erfiði þeirra sem hrópa mótmæli á strætum og torgum. Við miðum við að mótmæli skili árangri. Það er sjálfsagt að láta bera á sér en það verður að skila árangri. Annars er verr farið en heima setið. Ég vil þakka samstarfsfólki mínu fyrir ein- staklega góða samvinnu og fráfar- andi formanni fyrir samstarf og vináttu liðinna ára. Ég veit að hún hverfur hvorki úr málaflokknum eða vináttunni. Vegir liggja til allra átta og við mætumst vonandi á næstu krossgötum og lifum lífinu lifandi. Ásgerður Ingimarsdóttir Ingimarsdóttir FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.